Og ferðamálaráðherrann heldur sig víðs fjarri

Það er hreint ótrúlegt að á þeim tíma sem hvað mestur gangur virðist vera í ferðaþjónustunni hér á landi skuli Ferðamálstofa loka skrifstofum sínum erlendis. Eflaust má fóðra þessa aðgerð með því að vísa til sparnaðar eða þá að nota skuli þetta fé til kynningarmála. Hér er engu að síður um kláran niðurskurð að ræða og hann á eftir að bitna á ferðaþjónustunni hér heima.

Össur Skarphéðinsson hefur verið ferðamálaráðherra undanfarin misseri. Hann hefur farið mikinn, talað eins og einvaldur, alltaf í fyrstu persónu eintöku, aldrei í fleirtölu. Ég hef gert þetta og ég hef gert hitt og ferðaþjónustan stendur vel að vígi og svo framvegis.

Nú bregður svo við að ekkert heyrist í ferðamálaráðherranum. Hann er eins og margir embættismenn, vill vera boðberi góðra frétta en þegar harðnar á dalnum mega fréttirnar leka út í gegnum erlenda fjölmiðla. Þannig ná menn líklega árangri í stjórnmálum,- vera ávallt fjarri þegar yddar á slæmu fréttirnar.

Eflaust mun kallinn svo mæta á næstu fundi ferðaþjónustunnar og mæra atvinnugreinina og sjálfan sig eins og ekkert hafi í skorist. Hann treystir á að við gleymum svo glatt. Kannski er það rétt.


mbl.is Skrifstofum Ferðamálastofu lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband