Borgarstjóri settur í nefnd sem á að hreinsa hann pólitískt

Borgarstjóri bMér finnst það eðli­legt því hann er æðsti yf­ir­maður stjórn­sýsl­unn­ar og æðsti yf­ir­maður borg­ar­inn­ar og á meðan hann er það þá hlýt­ur hann að njóta ein­hvers trausts til að fara í saum­ana á því sem bet­ur má fara inn­an stjórn­sýsl­unn­ar. Þannig að að svo stöddu finnst mér ekk­ert að því að hann taki sæti í þess­um hópi.

Þetta segir Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG, í viðtali við Morgunblaðið. Hún er í meirihlutanum í borgarstjórn sem ber ábyrgð á fjárhagsvanda borgarinnar og meðal annars svokölluðu braggamáli.

Upp undir þrjátíu alvarlegar ávirðingar voru gerðar í skýrslu innri endurskoðunar um braggamálið. Hér eru tuttugu og fimm nefndar og vantar þó nokkrar.

Nánast allt það sem innri endurskoðun nefnir í sótsvartri skýrslu sinni má beint eða óbein rekja til Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra, verklag hans og starf. Skýrslan er mikill áfellisdómur um stjórnarhætti hans, athafnir og athafnaleysi.

Nú hefur verið ákveðið að setja á stofn nefnd sem fara á yfir skýrslu innri endurskoðunar um braggann. Dagur B. Eggertsson á að sitja í henni. Þetta er ekki einu sinni fyndið Þetta er eins og ef Gunnar Bragi Sveinsson, alþingismaður, eigi að sitja í siðanefnd Alþingis sem fara á yfir Klaustursmálið. Hann veit líklega miklu betur en borgarstjórinn hvar mörkin liggja.

Liv Magneudóttir, borgarfulltrúi meirihlutans, ver auðvitað borgarstjórann sinn eins og ekkert sé sjálfsagðara. Enn  og aftur ullar hún og nú á Reykvíkinga.

Trúir nokkur maður því að borgarstjóri hafi ekkert vitað? 

Gunnar Bragi baðst afsökunar sem fjölmargir taka ekki gilda af pólitískum ástæðum. 

Dagur B. Eggertsson baðst ekki afsökunar og Liv Magneudóttir, borgarfulltrúi meirihlutans í borgarstjórn kokgleypir það af pólitískum ástæðum.

Dagur hlýt­ur að njóta ein­hvers trausts segir hún þó svo að varla sjáist í manninn fyrir pólitískum óhreinindum. Líklega er það eitt markmið nefndarinnar að hreinsa borgarstjóra.

Og hvar eru nú Píratarnir sem segjast sjá spillingu í hverju horni? Jú, þeir verja borgarstjórann. Kanntu annan betri?

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Danskur ráðherra sagði af sér um árið, því hún hafði notað opinert greiðslukort til að greiða fyrir einkaneyslu uppá einhverja hundrað þúsund kalla. Hefði hún verið hérlend, hefði verið skipuð nefnd, þar sem hún hefði að sjálfsögðu verið formaður. 

 Það er engin skynsemi í þessu hér á landi og það er ekki að undra, þó kraumi í þeim sem borga brúsann. 

 Góðar stundir, með áramótakveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 28.12.2018 kl. 22:16

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Frábær pistill út í gegn, Sigurður, hittir gersamlega í mark!

Þakka þér greinaskrifin á árinu. Farsælt nýtt ár í þínum ranni.

Jón Valur Jensson, 29.12.2018 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband