Ég get svo sem svarađ í stađ Bjarna Benediktssonar

Forystumenn í stjórnmálum bera enga ábyrgđ á ţví sem flokksmenn ţeirra segja og skiptir engu hvađa stöđu ţeir kunna ađ gegna. Sumir eru nefndir „leiđandi menn“ innan stjórnmálaflokks“ en ţannig nafngiftir eru afar villandi og jafnvel heimskulegar.

Langar ađsendar greinar eru til mikils ama fyrir lesendur Morgunblađsins. Ţví miđur nenna fáir ađ lesa ţćr ekki síst ef millifyrirsagnir vantar. Einn af ţeim sem reyna ţannig á ţolinmćđi okkar, lesenda Moggans, er mađur sem heitir Ole Anton Bieltvedt, mikill ESB sinni sem á ţá ósk heitasta ađ Ísland gangi ţangađ inn. Meirihluti ţjóđarinnar er á móti ţví.

Ole skrifar mikiđ um ESB og hann skrifar grein í Moggann í dag sem er ekkert annađ en endurunnin grein úr Fréttablađinu frá 4. ágúst 2021. Í dag krefst hann ţess ađ formađur Sjálfstćđisflokksins svari fyrir fullyrđingar sem ađrir flokksmenn hafa látiđ frá sér fara um um ESB. Ekki ber ég neina ábyrgđ á formanni Sjálfstćđisflokksins en greinin er nógu barnaleg til ađ ég ráđi viđ hana og get svo sem svarađ í stađ Bjarna.

Í grein sinni segir hann:

Leiđandi menn inn­an Sjálf­stćđis­flokks­ins hafa viđhaft ţess­ar full­yrđing­ar um ESB og mögu­lega ađild ađ ţví hér í blađinu:

  1. Ađ ađild Íslands ađ ESB „vćri full­veld­is­framsal til yfirţjóđlegs emb­ćtt­is­manna­valds og stofn­ana­veld­is í fjar­lćg­um borg­um“
  2. ađ ESB sé „martrađar­kennt möppu­dýra­veldi“
  3. ađ ESB sé „ólýđrćđis­leg valda­samţjöpp­un“
  4. ađ ESB sé „kjöt­katla­klúbb­ur afdankađra 3. flokks stjórn­mála­manna“
  5. ađ ESB sé „vígi vernd­ar­stefnu og pils­faldakapítal­isma“
  6. ađ „stćrstu rík­in, sem leggja fram mest fjár­magn, verđa ráđandi í öll­um meg­in­at­riđum“.

Ja, hérna. Ţetta er nú illa sagt um ESB. Mađur hneykslast og finnur ţörf hjá sér til ađ klaga.

Ţeir „leiđandi menn“ sem Ole talar um eru bara tveir, ekki sex. Fyrsta atriđiđ er úr grein eftir Arnar Ţór Jónsson, frambjóđanda Sjálfstćđisflokksins í Suđvesturkjördćmi sem birtist í Morgunblađinu 10., júlí 2021. Í henni rökrćđir hann viđ Ţorstein Pálsson, fyrrum formann Sjálfstćđisflokksins og ESB sinna. Hann segir:

Ţađ jákvćđa viđ grein Ţorsteins er ađ ţar kristallast sú stađreynd ađ nú í haust gefst kjósendum í reynd fćri á ađ tjá afstöđu sína til ţessara álitaefna ţar sem menn hafa ţá skýran valkost milli ţeirra sjónarmiđa sem ég hef fćrt fram, annars vegar, og svo ţeirrar tegundar valdasamruna, valdbođs, stjórnlyndis, einstefnu og undirlćgjuháttar sem Ţorsteinn Pálsson og fleiri bođa undir merkjum annarra flokka.

Í ţví samhengi mun mér gefast tćkifćri til ađ draga fram veikleika og misskilning, ef ekki afbökun, í málflutningi Ţorsteins og annarra sem horfiđ hafa frá sjálfstćđisstefnunni og telja nú „augljóst“ ađ fríverslun útheimti fullveldisframsal til yfirţjóđlegs embćttismannavalds og stofnanaveldis í fjarlćgum borgum. Ţennan draug hafa Bretar kveđiđ niđur eftir útgöngu sína úr ESB međ tvíhliđa samningum viđ önnur ríki. 

Ţetta er afar vel skrifađ hjá Arnari Ţór og ađ mínu mati ekkert viđ skođun hans ađ athuga ţó Ole vilji klaga í formann Sjálfstćđisflokksins eins og krakki sem fengiđ hefur sand í augun á róluvellinum.

Stađreyndin er ţessi: Sjálfstćđisflokkurinn er á móti ađild ađ Evrópusambandinu. Í raun er ekkert meira um ţađ ađ segja nema rökin. Ţau eru á vefnum xd.is. og ţar segir skýrt ađ Ísland standi utan viđ ESB. Mér finnst ţetta góđ stefna. Síđan er ţađ smekkatriđi hvernig hver og einn flokksmađur rökstyđur andstöđu sína viđ ESB og eru allir frjálsir ađ ţví ađ velja ţau orđ sem ţeir telja viđ hćfi.

Í forystugrein Morgunblađsins ţann 5. febrúar 2021 segir:

Bóluefnahneyksli ESB koma efasemdarmönnum um Evrópusamrunann ekki á óvart.
Ţeir hafa um árabil varađ viđ ţví ađ Evrópusambandiđ sé martrađarkennt möppudýraveldi, vígi verndarstefnu og pilsfaldakapítalisma, ţar sem sóun og stöđnun haldist í hendur, kjötkatlaklúbbur afdankađra 3. flokks stjórnmálamanna, án lýđrćđislegrar tilsjónar almennings álfunnar sem fćr ađ gjalda fyrir dýru verđi. Ţađ er ekki nýtt, en á síđustu vikum hafa afhjúpast sönnunargögn fyrir öllu ţessu.

Fimm af ofangreindum umkvörtunarefnum Ole koma úr leiđaranum og vegna ţeirra skćlir Ole og klagar. Ekki get ég fullyrt hver skrifađi leiđarann og vera kann ađ ţađ sé Davíđ Oddsson sem ólíkt Ole Anton Bieltvedt er afar vel ritfćr. Ţar ađ auki hefur hann innsýn í ESB, nokkuđ sem Ole hefur aldrei haft. Davíđ ţekkir pólitísku inniviđi sambandsins af eigin reynslu sem forsćtisráđherra, utanríkisráđherra og alţingismađur og var persónulega kunnugur mörgum ţjóđarleiđtogum sem skylmdust innan ESB. Ekkert í ofangreindu er rangt ţó virđist Ole bara uppsigađ viđ stílinn, ekki efniđ.

Betra hefđi veriđ ađ Ole Anton Bieltvedt hefđi lesiđ og gaumgćft allan leiđarann ţví hann er vel skrifađur. Í honum stendur međal annars:

Ţađ hefur nefnilega veriđ reglan undanfarin ár, ađ hin stóru kjölfesturíki ESB fara sínu fram gagnvart hinum minni á jađrinum ţegar ţađ hentar. Ţetta mátti sjá á Írlandi í fjármálakreppunni, enn frekar ţó á Grikklandi ţar sem lýđrćđiđ mátti líka víkja fyrir Brusselvaldinu, rétt eins og á Ítalíu ţar sem ţessa dagana er einmitt veriđ ađ dubba upp enn einn landstjóra ESB sem forsćtisráđherra og búiđ ađ fresta kosningum. Í Austur-Evrópu mega svo nýfrjálsu ríkin ţar beygja sig undir hagsmuni Ţjóđverja međ lagningu Nord Stream-gasleiđslunnar og eins ţurftu Danir, Pólverjar, Tékkar og fleiri evrulausar ţjóđir ađ ábyrgjast stórfenglega lántöku til ţess ađ bjarga evrunni enn eina ferđina.

Auđvitađ hefur Ole Anton Bieltvedt enga hugmynd um annađ en ţađ sem á prenti stendur og ţví tengir hann vitlaust, dregur rangar ályktanir. Hann ţekkir ekki innviđina, pólitíska leikinn, baráttuna, ţvinganir og greiđasemi fyrir atkvćđi innan ESB. Hann sér bara hina ljósrauđu og fögru mynd sem grunnhugmyndin ađ ESB var stofnuđ um, en hún hefur, eins og leiđarahöfundur Morgunblađsins segir svo réttilega snúist upp í andhverfu sína. Og fyrir andhverfuna vill hann selja Ísland. Eins gott ađ ég verđi ekki klagađur fyrir ađ segja svona, en ţess ber ţó ađ geta ađ ég er fjarri ţví ađ vera „leiđandi“ mađur.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband