Bloggfćrslur mánađarins, mars 2018
Er dregur úr skjálftum viđ Grímsey og byrja ţeir annars stađar
2.3.2018 | 10:02
Svo fór međ jarđskjálftanna norđaustan viđ Grímsey og slagviđriđ sunnanlands ađ ţeir hjöđnuđu. Enda var ekki viđ öđru ađ búast. Öll él stytta upp um síđir, einnig rigningin í Reykjavík og jafnvel rokiđ undir Hafnarfjalli.
Hins vegar er ţađ svolítiđ skrýtiđ ađ um leiđ og skjálftarnir byrjuđu viđ Grímsey dró úr skjálftum annars stađar. Reykjanes bćrđi varla á sér, tíđindalaust af Suđurlandi, Katla svaf vćrt, Örćfajökull róađi sig, Bárđarbunga gleymdi sér, Holuhraunsberggangurinn kyrrđist, Askja var í rólegheitum og kvikuhreyfingarnar undir Herđubreiđ hćttu.
Svo gerist ţađ er jarđskjálftunum viđ Grímsey linnir ađ lćtin byrja annars stađar á landinu. Óróinn vex suđur eftir rétt eins og kveikt er á rađtengdum ljósum, rétt eins og sjá má af kortinu sem fengiđ er af vef Veđurstofunnar.
Athygli vegur ađ norđvesturöxullinn í Vatnajökli er međ fullri međvitund, ţađ er línan sem dregin er frá Örćfajökli um Grímsvötn, Bárđarbungu og allt í Tungnafellsjökul. Mađur spyr sig hvort einhverra tíđinda sé ađ vćnta ţar fyrr en eitthvađ gerist í Bláfjöllum.
Nú rekur lesandinn upp stór augu. Til ađ svala forvitni ţá heldur hinn draumspaki og forspái félagi skrifara ţví fram ađ austan viđ Bláfjöll muni verđa lítilsháttar eldgos áđur en vetri lýkur og ţar međ skíđavertíđ. Ég hef ţó enga trú á ţessu ţar sem ekkert bendir til ađ umbrot séu ţar í ađsigi.
Hins vegar er ég hvorki draumspakur né forspár og ţví er ţetta ábyggilega tóm vitleysa. Á móti kemur ađ ég hef ekki hundsvit á jarđfrćđi. Allt er ţví opiđ eins og píratinn sagđi ţegar vaknađi á nefndarfundi Alţingis.
Skítlegt eđli Loga Einarssonar alţingismanns
1.3.2018 | 15:31
Ţar sem hćstvirtur fjármálaráđherra er nú orđinn býsna ţekktur af ţví ađ fela gögn og stinga skýrslum undir stól, af hverju ćtti ţjóđin virkilega ađ trúa ţví ađ hćstvirtur fjármálaráđherra og fyrrum forsćtisráđherra hafi ekki vitađ neitt um máliđ. Ég spyr, herra forseti, er ţetta enn eitt dćmiđ um leyndarhyggju Sjálfstćđisflokksins?
Ţetta segir Logi Einarsson, formađur Samfylkingarinnar, á fundi Alţingis um vopnaflutningamál flugfélagsins Air Atlanta. Greinilegri vitnisburđ um skítlegt eđli er vart hćgt ađ hugsa sér.
Nú tíđkast á sjálfu Alţingi ađ góđa fólkiđ ráđist á samstarfsfólk sitt međ margvíslegum ásökunum og jafnvel skítkasti ţess á milli sem ţađ sjálft segist vera algjör andstćđa, allir ađrir eru vondir.
Logi Einarsson lćtur ađ ţví liggja ađ flutningar Air Atlanta séu dćmi um leyndarhyggju Sjálfstćđisflokksins. Engu ađ síđur er uppi röstuddur grunur um ađ mađurinn viti ekkert um flutninganna og vart um hvađ hann er ađ tala.
Í hinu skítlega eđli Loga felst ađ hann reynir ađ tengja Bjarna Benediktsson viđ máliđ vegna ţess ađ ţetta gćti veriđ rétt. Hann hefur engar nánari upplýsingar, engar ítarlegri fréttir og ţví grípur hann til ţess ráđs ađ segja ađ ţetta geti veriđ rétt. Međ öđrum orđum, Logi skrökvar, býr til sögur, falsfrétt.
Svona er nú komiđ fyrir Alţingi ađ bilađ fólk hefur komist ţar inn og notar ađstöđu sína til ađ útvarpa órökstuddum fullyrđingum um pólitíska andstćđinga. Rök skipta ekki lengur máli heldur nćgir ţađ sem getur veriđ satt. Um leiđ ţverr virđing Alţingis.