Er dregur úr skjálftum viđ Grímsey og byrja ţeir annars stađar

180302 skjálftarSvo fór međ jarđskjálftanna norđaustan viđ Grímsey og slagviđriđ sunnanlands ađ ţeir hjöđnuđu. Enda var ekki viđ öđru ađ búast. Öll él stytta upp um síđir, einnig rigningin í Reykjavík og jafnvel rokiđ undir Hafnarfjalli.

Hins vegar er ţađ svolítiđ skrýtiđ ađ um leiđ og skjálftarnir byrjuđu viđ Grímsey dró úr skjálftum annars stađar. Reykjanes bćrđi varla á sér, tíđindalaust af Suđurlandi, Katla svaf vćrt, Örćfajökull róađi sig, Bárđarbunga gleymdi sér, Holuhraunsberggangurinn kyrrđist, Askja var í rólegheitum og kvikuhreyfingarnar undir Herđubreiđ hćttu.

Svo gerist ţađ er jarđskjálftunum viđ Grímsey linnir ađ lćtin byrja annars stađar á landinu. Óróinn vex suđur eftir rétt eins og kveikt er á rađtengdum ljósum, rétt eins og sjá má af kortinu sem fengiđ er af vef Veđurstofunnar.

Athygli vegur ađ norđvesturöxullinn í Vatnajökli er međ fullri međvitund, ţađ er línan sem dregin er frá Örćfajökli um Grímsvötn, Bárđarbungu og allt í Tungnafellsjökul. Mađur spyr sig hvort einhverra tíđinda sé ađ vćnta ţar fyrr en eitthvađ gerist í Bláfjöllum.

Nú rekur lesandinn upp stór augu. Til ađ svala forvitni ţá heldur hinn draumspaki og forspái félagi skrifara ţví fram ađ austan viđ Bláfjöll muni verđa lítilsháttar eldgos áđur en vetri lýkur og ţar međ skíđavertíđ. Ég hef ţó enga trú á ţessu ţar sem ekkert bendir til ađ umbrot séu ţar í ađsigi.

Hins vegar er ég hvorki draumspakur né forspár og ţví er ţetta ábyggilega tóm vitleysa. Á móti kemur ađ ég hef ekki hundsvit á jarđfrćđi. Allt er ţví opiđ eins og píratinn sagđi ţegar vaknađi á nefndarfundi Alţingis.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Tippa á stórtíđindi í vatnajökli í byrjun árs 2020. :)

Gosiđ í Eyjafjallajökli byjađi tveim árum eftir stórumbrot á tjörnesbeltinu. Nánast upp á dag. Ţá var óróinn vestar og heldur meiri en nú. Nú var hann austar og ţví er vitrun mín svona.. :)

Jón Steinar Ragnarsson, 2.3.2018 kl. 15:23

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú ţegar leikar ćsast aftur á vatnajökli er ţađ nýtt ađ Tungnafellsjökull er óróasvćđi ađ auki, sem var jú tilfelliđ í ađdraganda eyjafjallagossins. Ţá var hinsvegar ekkert ađ gerast í örćfajökli.

Ég er nokkuđ sannfćrđur um ađ flekaskipti og órói norđur á tjörnesi elti sig suđurum međmtímanum. Finnst ţađ lógískt. Nú er bara spurning um hvor hvísl sprungunnar ţađ er. Sú sem liggur um Kötlu eđa sú sem liggur um bárđarbungu. Spennó.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.3.2018 kl. 15:37

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Tökum bara píratann á ţetta.  Er annars ekki kominn tími á Bláfjöll?

Kolbrún Hilmars, 2.3.2018 kl. 16:04

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband