Skítlegt eðli Loga Einarssonar alþingismanns

Þar sem hæstvirtur fjármálaráðherra er nú orðinn býsna þekktur af því að fela gögn og stinga skýrslum undir stól, af hverju ætti þjóðin virkilega að trúa því að hæstvirtur fjármálaráðherra og fyrrum forsætisráðherra hafi ekki vitað neitt um málið. Ég spyr, herra forseti, er þetta enn eitt dæmið um leyndarhyggju Sjálfstæðisflokksins?

Þetta segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, á fundi Alþingis um vopnaflutningamál flugfélagsins Air Atlanta. Greinilegri vitnisburð um skítlegt eðli er vart hægt að hugsa sér.

Nú tíðkast á sjálfu Alþingi að góða fólkið ráðist á samstarfsfólk sitt með margvíslegum ásökunum og jafnvel skítkasti þess á milli sem það sjálft segist vera algjör andstæða, allir aðrir eru vondir.

Logi Einarsson lætur að því liggja að flutningar Air Atlanta séu dæmi um „leyndarhyggju Sjálfstæðisflokksins“. Engu að síður er uppi röstuddur grunur um að maðurinn viti ekkert um flutninganna og vart um hvað hann er að tala.

Í hinu skítlega eðli Loga felst að hann reynir að tengja Bjarna Benediktsson við málið vegna þess að þetta gæti verið rétt. Hann hefur engar nánari upplýsingar, engar ítarlegri fréttir og því grípur hann til þess ráðs að segja að þetta geti verið rétt. Með öðrum orðum, Logi skrökvar, býr til sögur, falsfrétt.

Svona er nú komið fyrir Alþingi að bilað fólk hefur komist þar inn og notar aðstöðu sína til að útvarpa órökstuddum fullyrðingum um pólitíska andstæðinga. Rök skipta ekki lengur máli heldur nægir það sem getur verið satt. Um leið þverr virðing Alþingis. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er auðvelt fyrir hann í dag, þar sem einmitt hann og hans líkir hafa komið því svo fyrir að ásakanir jafngildi dómi og í framhaldi skuli lyðurinn refsa. Við getum líklega farið að loka dómshúsum landsins því grunnlögin eru þegar orðin ómerk.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.3.2018 kl. 15:49

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Rétt hjá þér, Jón Steinar. Ásakanir eru orðnar dómur. Á sama hátt hafa hrottar starfað út um allan heim með hræðilegum afleiðingum. Eins gott að þessi maður sé „aðeins“ í stjórnarandstöðu.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 1.3.2018 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband