Bloggfærslur mánaðarins, september 2014

Fagmannleg framsetning Jarðvísindastofnunar og ÍSOR

140904 Hraunið á flæðum

 

nasa mynd

 

 

 

 

 

 

 

 

Afar mikill munur er á framsetningu tveggja ... tja, eigum við að segja vísindastofnana.

Jarðvísindastofnun Háskólans er margfalt fagmannlegri í vinnu sinni heldur en milljarða dollarastofnunin NASA sem kastar til höndunum og staðsetur eldsprunguna vitlaust.

jkort-skjalftar-dmp0901-isor

Varla þarf að hafa fleiri orð um þetta. Myndirnar tala sínu máli. 

ÍSOR gaf út drög að korti sem sýnir þróun jarðhræringa í Bárðarbungu, Dyngjujökli og þar fyrir norðan. Fyrir leikmenn er stórkostlegt að fá kortið og mynd Jarðvísindastofnunar. Þannig fæst afskaplega glögg mynd af þessum sögulegu atburðum. 


mbl.is Hraunið nálgast Jökulsá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir sendu eldflaug til Mars en geta ekki staðsett gossprungu á Íslandi

nasa mynd

Snillingarnir hjá NASA eru greinilga ekki óskeikulir frekar en við hin. Þó rekur maður upp stór augu þegar ónákvæmnin í fréttaflutningi þeirra er eins mikil og í frétt mbl.is. Við fréttina má gera athugasemdir.

Það er rangt hjá mbl.is að myndin, sem ég leyfi mér að birta hér til hægri án leyfis mbl.is eða NASA, sé tekin með hitamyndavél. Þetta er samsett mynd og ónákvæm, raunar illa gerð.

Þeir sem fylgst hafa með fréttum sjá glögglega að eldsprungan er rangt staðsett. Hún er um einum km norðvestar en hún á að vera. Eldsprungan á að vera í gömlu gígunum frá því 1797 en svo er ekki. Þeir sjást hins vegar greinilega á samsettri myndinni.

Þar af leiðandi er hraunstraumurinn ekki á réttum stað og það leiðir hugann að því hvort myndin sem notuð er í grunninn sé í sama hlutfalli og myndin af hrauninu.

Að vísu eru þetta engin geimvísindi en hvernig í ósköpunum geta þessi snillingar komið geimflaug til Mars ef þeir geta ekki staðsett gjósandi eldsprungu í Holuhrauni?

 

 


mbl.is Eldgosið séð frá geimnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ómarshraun

Styð að hraunið verði nefnt í höfuð Ómari Ragnarssyni. Alveg til fyrirmyndar að sýna góðum manni, náttúruunnanda og mannvini slíkan sóma.

Fordæmi eru á þessum slóðum fyrir að gefa stöðum nöfn eftir ákveðnum mönnum. Nefna má Wattsfell (Vatnsfell), Þorvaldartind, Jónsskarð, Grímsvötn, Grímsfjall, Bárðarbunga, Eggert og líklega mörg fleiri. 

Hitt má um deila hvort Ómarshraun þyki frekar óvirðulegt. Verra væri þó að nefna gígana Ómarsgíga, því þeir kulna og deyja út, eða Ómarsflæður, Ómarssandur, Ómarssprunga o.s.frv. 


mbl.is Verður hraunið nefnt Litla-Hraun?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru tengsl milli berggangsins og skjálfta sunnan Herðubreiðar?

140902 Skjálftar kl 0859

Þó gosið í Holuhrauni norðan Dyngjujökuls hafi sinn vanagang fer ekki á milli mála að dregið hefur gríðarlega úr skjálftavirkninni í bergganginum þarna undir flæðunum og jöklinum. Ástæðan er annað hvort sú að innstreymið kviku hefur minnkað jafnvel þó þrýstingurinn haldist hinn sami eða þá að sprungan sem kvikan flæðir um er orðin svo opin að hún helst þannig án mikilla átaka.

Að öllum líkindum er hið síðarnefnda raunin. Við tökum eftir að svo til engin skjálftavirkni er í suðvesturhluta berggangsins, það er frá Bárðarbungu. Þar streymir kvikan hindrunarlaust norður eftir og svo hefur verið í langan tíma.

Í sjálfu sér breytir engu ekki þó kvikan sé talin koma nær lóðrétt upp eða skáhalt. Sprungan er einfaldlega opin og helst þannig.

140825 kl 1235

Á efstu myndinni sést hvernig skjálftavirknin var í morgun um níu leitið. Gosstöðvarnar eru merktar með lítilli, rauðri línu.

Til samanburðar er hér önnur mynd sem er af skjálftavirkninni eins og hún var um hádegið þann 25. ágúst síðastliðinn. Að vísu eru þessar tvær myndir ekki í sömu hlutföllum, sú efri er aðeins nærri. Það breytir því ekki að fjöldi skjálfta sem merktir eru inn á myndirnar eru ekki hinir sömu, þeir eru sjáanlega mun færri og gisnari á efri myndinni.

Um leið og þessar myndir eru skoðaðar er ekki úr vegi að kanna hvernig staðan er á stærri mynd. Þá kemur undarlegt mynstur í ljós.

140902 á leið í öskju

Skjálftarnir vegna berggangsins undir Dyngjujökli og Holuhrauni hafa stefnuna nærri því í SV-NA. Frá Herðubreiðartöglum hefur undanfarna viku verið skjálftahrina sem hefur svo til sömu stefnu. Á milli skilur einhvers konar „kalblettur“ í austanverðum Dyngjufjöllum.

Ótrúleg líkindi eru með þessum tveimur atburðum og sé dregin lína á myndina fær maður þá flugu í höfuðið að þeir hljóti að tengjast á einhvern hátt.

Jarðfræðingar hafa talað um áhrifasvæði Öskju og Bárðarbungu. Þeir hafa haldið því fram að það hafi verið einskær tilviljun að í tvígang gaus á flæðunum og komi þróun mála ekkert við.

Sem stendur virðast áhrif Bárðar talsverð mikil og verið getur að landgliðnun eigi sér þarna stað fyrir hans tilverknað (hér eins og oft er þetta þá spurningin um hvor kom fyrr, eggið eða hænan).

Vel má ímynda sér að fyrirstaðan sé meiri norðaustan og suðvestan við Dyngjufjöll og það sé ástæðan fyrir skjálftunum. Austan og suðaustan í fjöllunum er ábyggilega allt þegar krosssprungið og hreyfingar jarðskorpunnar valda minni titringi.

Svo getur þetta allt verið tóm vitleysa enda hef ég ekkert vit á jarðfræði. 


mbl.is Virknin mest í göngunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afturgöngur í Flæðahrauni

DSC_0895

Flæðahraun er auðvitað rétt nafn á nýja hrauninu norðan Dyngjujökuls, svo fremi sem það rennur verulega út fyrir Holuhraun.

Þegar gaus á Fimmvörðuhálsi fékk hraunið þar nafnið Goðahraun vegna þess að þar fyrir neðan heitir Goðaland. Fór vel á þeirri nafngift. Ekki var ég eins sáttur við nafn gígana, Magna og Móða, en nöfnin hafa vanist og engin ástæða til að erfa það þótt þeir hafi ekki fengið önnur og miklu betri nöfn.

Þannig er að tveir góðir vinir mínir eiga þarna mörg spor og því þótti mörgum við hæfi að kalla gígana Óla og Reyni. Það kom hins vegar aldrei til álita, sem er að mínu mati afar undarlegt og jafnvel ámælisvert.

Hins vegar er Skúli frændi minn Víkingsson glöggur maður á náttúru landsins enda jarðfræðingur. Hann veit sem er að jafnan er talað um flæður Jökulsár á Fjöllum þar sem hún flækist um sandinn eftir því hvernig liggur á henni. Flæður eru víða og orðið ber það með sér hvernig aðstæður eru, fljótið flæðir víða og í mörgum kvíslum.

Flæðahraun er sem sagt gott nafn. Stóru gígarnir í Holuhrauni hafa ekki fengið neitt nafn þó svo að þarna hafa þeir verið nær ósnortnir í 217 ár. Nú gýs aftur og aftur í því hrauni og færi ekki illa á því að nýir gígar verði nefndir Afturgöngur.

Ég er ekki viss um að margir átti sig á því hversu fátækt landið er af örnefnum. Jafnvel þó svo sé eru margir afar íhaldssamir og vilja helst ekki að aðrir en opinber stjórnvöld velji nafn á og helst þarf að bera það undir þjóðaratkvæði. Fáir vita hvernig nöfn eins og Ýmir og Ýma eru til komin svo dæmi séu tekin af örnefnum sem ekki eru mjög gömul. Önnur örnefni eru löngu gleymd og týnd en aðrir staðir skreyta sig með tveimur. Dæmi um hið síðarnefnda er Nýjidalur og Jökuldalur. Svo eru til örnefndi sem orðið hafa til við reynslu einstaklinga fyrir svo margt löngu að enginn man ástæðuna en orðin eru svo lýsandi að þess þarf ekki. Dæmi um slíkt er til dæmis Leggjabrjótur. 

Myndin er af manni sem tiplar Goðahraun tæpum þremur mánuðum eftir að gos hætti. Hann heitir Reynir. 

Hér er ekki úr vegi að geta um fleira rugl sem sumum kann að þykja fróðlegt. 


mbl.is Hvað á nýja hraunið að heita?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband