Eru tengsl milli berggangsins og skjálfta sunnan Herðubreiðar?

140902 Skjálftar kl 0859

Þó gosið í Holuhrauni norðan Dyngjujökuls hafi sinn vanagang fer ekki á milli mála að dregið hefur gríðarlega úr skjálftavirkninni í bergganginum þarna undir flæðunum og jöklinum. Ástæðan er annað hvort sú að innstreymið kviku hefur minnkað jafnvel þó þrýstingurinn haldist hinn sami eða þá að sprungan sem kvikan flæðir um er orðin svo opin að hún helst þannig án mikilla átaka.

Að öllum líkindum er hið síðarnefnda raunin. Við tökum eftir að svo til engin skjálftavirkni er í suðvesturhluta berggangsins, það er frá Bárðarbungu. Þar streymir kvikan hindrunarlaust norður eftir og svo hefur verið í langan tíma.

Í sjálfu sér breytir engu ekki þó kvikan sé talin koma nær lóðrétt upp eða skáhalt. Sprungan er einfaldlega opin og helst þannig.

140825 kl 1235

Á efstu myndinni sést hvernig skjálftavirknin var í morgun um níu leitið. Gosstöðvarnar eru merktar með lítilli, rauðri línu.

Til samanburðar er hér önnur mynd sem er af skjálftavirkninni eins og hún var um hádegið þann 25. ágúst síðastliðinn. Að vísu eru þessar tvær myndir ekki í sömu hlutföllum, sú efri er aðeins nærri. Það breytir því ekki að fjöldi skjálfta sem merktir eru inn á myndirnar eru ekki hinir sömu, þeir eru sjáanlega mun færri og gisnari á efri myndinni.

Um leið og þessar myndir eru skoðaðar er ekki úr vegi að kanna hvernig staðan er á stærri mynd. Þá kemur undarlegt mynstur í ljós.

140902 á leið í öskju

Skjálftarnir vegna berggangsins undir Dyngjujökli og Holuhrauni hafa stefnuna nærri því í SV-NA. Frá Herðubreiðartöglum hefur undanfarna viku verið skjálftahrina sem hefur svo til sömu stefnu. Á milli skilur einhvers konar „kalblettur“ í austanverðum Dyngjufjöllum.

Ótrúleg líkindi eru með þessum tveimur atburðum og sé dregin lína á myndina fær maður þá flugu í höfuðið að þeir hljóti að tengjast á einhvern hátt.

Jarðfræðingar hafa talað um áhrifasvæði Öskju og Bárðarbungu. Þeir hafa haldið því fram að það hafi verið einskær tilviljun að í tvígang gaus á flæðunum og komi þróun mála ekkert við.

Sem stendur virðast áhrif Bárðar talsverð mikil og verið getur að landgliðnun eigi sér þarna stað fyrir hans tilverknað (hér eins og oft er þetta þá spurningin um hvor kom fyrr, eggið eða hænan).

Vel má ímynda sér að fyrirstaðan sé meiri norðaustan og suðvestan við Dyngjufjöll og það sé ástæðan fyrir skjálftunum. Austan og suðaustan í fjöllunum er ábyggilega allt þegar krosssprungið og hreyfingar jarðskorpunnar valda minni titringi.

Svo getur þetta allt verið tóm vitleysa enda hef ég ekkert vit á jarðfræði. 


mbl.is Virknin mest í göngunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband