Kjósendur eru sammála um mikilvćgustu kosningamálin

KönnunÚt um allt land eru kjósendur nokkurn veginn sammála um ţau mál sem skipta mestu fyrir komandi kosningar. Samkvćmt mjög skilmerkilegum upplýsingum í Morgunblađinu í morgun eru mikilvćgustu málaflokkarnir ţessir:

 

  1. Skuldamál heimilanna 66%
  2. Heilbrigđismál, 55%
  3. Atvinnumál, 43%
  4. Skattamál, 26%
  5. Evrópumál, 20%
  6. Stjórnarskrármál, 16%
  7. Menntamál, 14%
  8. Sjávarútvegsmál, 11%
  9. Umhverfismál, 9%
  10. Samgöngumál, 8%
  11. Byggđamál, 7%

 

Hvađa skilabođ eru ţetta frá kjósendum til stjórnmálaflokka? Jú, ţau eru einföld. Fólk kýs samkvćmt hagsmunum sínum. Svo einfalt er ţađ. Kjósendur er stćrsti hagsmunahópurinn. Í öllum kjördćmum eru áherslur fólks hinar sömu. Og áherslur kynjanna eru hin sömu í meginatriđum ţó konur leggi mun meiri áherslu á skuldamálin og heilbrigđismálin.

Fjöldi mćtra manna hefur haldiđ ţví fram ađ skuldamál heimilanna skipti engu. Allt sé í raun komiđ í höfn, ađeins lítill hluti fólks, ca. 10%, eigi í vanda. Ţetta er alrangt. Líklega upp undir ţriđjungur heimila eiga í verulegum vanda. Gagnslaust ţví fram ađ skuldamálin séu leyst eđa ţađ sé ekki hćgt ađ leysa ţau, vandinn er engu ađ síđur til stađar. Ţađ hlýtur ađ vera erfitt ađ vera í stjórnmálum og neita ađ viđurkenna ţetta.

Heilbrigđismálin skipta miklu enda hefur veriđ mikiđ rćtt um ţau á undanförnum misserum, launahćkkun forstjóra Landsspítalans, uppsagnir hjúkrunarfrćđingar, fjárhagsvanda Landspítalans og heilsugćslur og spítala á landsbyggđinni.

Og svo eru ţađ atvinnumálin. Hvernig skyldi nú standa á ţví ađ tćpur helmingur kjósenda skuli nefna ţau? Jú, vegna ţess ađ atvinnuleysi er ekki 5%, ţađ er miklu hćrra. Duliđ atvinnuleysi, fólk sem kemst einfaldlega ekki á atvinnuleysisskrá vegna ţess ađ ţađ var međ rekstur utan um starf sitt, fólk sem beinilínis var hrakiđ í skóla af ţví ađ ţađ átti ekki annars úrkosta. Já, ég segi hrakiđ. Fólk á ađ fá ađ velja. Ţađ er engin blessun í ţví fólgin ađ ríkisvaldiđ hreki fólk frá einum stađ í annan. Og svo er ţađ fólk sem hrakiđ var úr landi vegna ţess ađ ţađ missti vinnuna hér á landi eđa sá sitt óvćnna vegna skuldamála, skattamála eđa annars.

Önnur mál skipta miklu eins og skattamál og Evrópumál. Merkilegt er ţó ađ svokallađ stjórnarskrármál skuli ekki vera hćrra á listanum. Ástćđan er einföld. Viđ erum međ stjórnarskrá, hún er ágćt en ţađ eru önnur mál sem eru mikilvćgari.

Athygli vekur ađ fráfarandi ríkisstjórn hefur vanrćkt flesta af málaflokkunum ellefu eđa gert svo lítiđ ađ ekkert gagn hefur veriđ af. Um margt er gríđarlegur ágreiningur vegna ađkomu ríkisstjórnarinnar sem vađiđ hefur um sviđiđ eins og fíll í postulínsbúđ. Nefnum bara Heilbrigđismálin, Evrópumálin, stjórnarskrármáliđ, sjávarútvegsmálin og umhverfismálin.

Eftir tíu daga verđa kosningar. Spörkum ríkisstjórninni. Ryđjum ruddunum í VG og Samfylkingunni út af ţingi og kjósum eftir hagsmunum almennings.

Sjálfur mun ég kjósa Sjálfstćđisflokkinn enda er hann eini flokkurinn sem pottţétt mun ekki standa ađ myndun vinstri stjórnar. Ţar ađ auki hefur hann lagt áherslu á ţau mál sem skipta mestu samkvćmt ofangreindu. Ég skora á skynsamt fólk ađ kjósa Sjálfstćđisflokkinn.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband