Styðjum áfram starf Landsbjargar

Landsbjörg stendur fyrir afar mikilvægri starfsemi hér á landi. Innan vébanda hennar eru þúsundir sjálfboðaliða sem hafa byggt upp björgunarsveitirnar í tugi ára og gert þær að því afli sem þær eru. Þetta starf er heildin, miklu mikilvægara en einn einstaklingur.

Þjóðsfélagið hagnast af starfi Landsbjargar og björgunarsveitanna. Án þeirra væri tilveran afar óöruggur, ekki fyrir okkur sem njótum þess að ferðast um landið, heldur allan almenning. 

Við eigum að styðja Landsbjörg. Hún er miklu stærri og mikilvægari en einn maður. Látum það ekki bitna á henni þó eitt einstakt mál varpi örlitlum skugga á hana eitt augnablik. 


mbl.is Ábyrg afstaða að slíta á milli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammál, ég styð þá áfram. Samtökin sem slík liggja að ég held ekki undir grun þó hugsanlegt sé að óvandaðir menn hafi reynt að notfæra sér þau.

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.10.2012 kl. 12:14

2 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Styðjum áfram gott málefni,björgunarsveitirnar, bændurna,sauðkindina,kúakynið íslenska

og margt annað gott, alltaf svartur sauður í mörgu fé.

Bernharð Hjaltalín, 31.10.2012 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband