Sakramenti ríkisstjórnar og bannfæringin

Ég held að það sé sjónarsviptir af Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, alþingismanni Samfylkingarinnar og forseta Alþingis, sem hefur ákveðið að bjóða sig ekki aftur fram til þings. Hún hefur vaxið mikið sem forseti þingsins. Virðist vera réttsýn og umhugað um að halda virðingu Alþingis gagnvart frekju ríkisstjórnarinnar. 

Einhvern veginn hef ég það á tilfinningunni að flokkseigendafélag Samfylkingarinnar, vinstra liðið sem þar hefur ráðið ríkjum frá síðustu kosningum, sé algjörlega á móti Ástu Ragnheiði af því að hún hefur ekki makkað með. Framar öllu er hún forseti þingsins og það fer gríðarlega í taugarnar á þeim telja sig eiga að ráða hvort tveggja, framkvæmdavaldinu og löggjafarvaldinu.

Þetta sást berlega þegar Ólafur Ragnar Gímsson hætti að vera vinstri maður og hóf að vera forseti þjóðarinnar allrar. Um leið og hann tók undir áskoranir um þjóðaratkvæðagreiðslur um Icesave var hann settur út af sakramenti ríkisstjórnarinnar. Ásta Ragnheiður hefur ekki farið að vilja ríkisstjóranarinn og þess vegna er hún líka komin út af sakramentinu þó enn sé hún ekki bannfærð eins og forsetinn.

Hún hefur eflaust fengið tilboð sem hún gat ekki hafnað. „Hættu annars verður þú felld.“


mbl.is Ásta ekki í prófkjör í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband