Slógu Suðurríkin hitamet?

Hana nú. Líklegast er fyrirsögnin á þessari frétt mbl.is sú alvitlausasta sem hugsast getur. Hvernig í ósköpunum geta Suðurríki Bandaríkjanna sett hitamet?

Skyldu þarna hafa verið samantekin ráð þessara ríkja um að hækka hitastigið eða hvað ...?

Nei, auðvitað ekki ... Það er ekki á færi manna að hækka hitastig þó ýmsar aðgerðir þeirra geti stuðlað að hlýnun jarðar, en það er annað mál.

Hins vegar mun þarna vera sú staða að aldrei áður hafi hærri meðalhiti mælst í Suðurríkjum Bandaríkjanna og má því tala um hitamet á þessu svæði en að tengja það mannlegum mætti er út í hött.

Dag eftir dag eru alls kyns málvillur og staðreyndavillur á mbl.is. Það er auðvitað algjörlega ómögulegt að reka fjölmiðil á þann hátt. 

 


mbl.is Suðurríkin setja hitamet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband