Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011
Ærandi þögn jarðfræðinga
27.2.2011 | 12:22
Er viljandi sagt minna af jarðskjálftahrinunni á Krýsuvíkursvæðinu en efni standa til? Ég velti þessu fyrir mér, annars vegar vegna þess að þögn jarðfræðinga er ærandi og hins vegar í ljósi þess hversu margir stórir skjálftar hafa orðið þarna frá miðnætti.
Nokkur atriði vekja athygli mína hvað varðar síðustu skjálftanna:
- Upptök flestra skjálfta eru í beinni línu í NNA frá Krýsuvík
- Fjallshryggir á þessum slóðum eru allir í SV - NA, t.d. Sveifluháls, Selvallaháls ofl.
- Særstu skjálftarnir eru flestir NNA frá Krýsuvík
- Síðustu skjálftarnir eru allir í kringum Grænavatn, austan við Krýsuvíkurskóla og allt að Sveifluhálsi
- Dýpt þeirra eru frá 4 km og upp í 1,1 km
Atburðir síðustu ára hafa verið sögulegir og eitthvað er að gerast. Stór hluti af Kleifarvatni hefur horfið án þess að það hafi leitt til þess að aukning hafi orðið á hverasvæðum. Þennsla hefur orðið á svæðinu og hún hjaðnað aftur. Ég hef ekkert vit á jarðfræði en mér skilst að talsverður órói hafi mælst á mælum Veðurstofunnar. Einhverja merkingu hlýtur það að hafa.
Vandinn er hins vegar sá að svo virðist sem blaðamenn skoða ekki staðreyndir áður ein þeir spyrja um ástæður jarðskjálfta.
Draumspakur maður hefur fullyrt að eldgos muni brjótast út á Krýsuvíkursvæðinu innan skamms. Jarðfræðingar munu án efa slá úr og í og benda jafnvel á svæðið allt og halda því fram að einhvern tímann muni gjósa á þeim slóðum sem áður hafi gosið. Sá sem dreymdi er nú ekki spakur á þessu sviði nema að eigin sögn. Jafnvel jarðfræðingar segjast ekkert vera spakari í að spá um eldgos nema með ca 20 ára fyrirvara.
Líkur á fleiri skjálftum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Samþykkjum aldrei ráð úr ógildum kosningum
26.2.2011 | 15:10
Varla getur það vitað á gott þegar þingmenn Samfylkingarinnar vilja hlusta á okkur Sjálfstæðismenn. En í alvöru talað er það eindregin skoðun Sjálfstæðismanna að blanda ekki saman kosningum um Icesave og stjórnlagaþing. Svo frábrugðin eru þessi tvö mál og efni máls svo ólík að fáir geta með nokkrum rökum krafist þeirra.
Skoðun Sjálfstæðismanna er sú að Alþingi eigi setja þjóðinni stjórnarskrá. Það er verkefni löggjafarvaldsins og gjörsamlega út í hött að búa til annað löggjafarþing. Það er einnig skoðun Sjálfstæðisflokksins að með engu móti er hægt að draga stjórnarskránna inn í deilur um bankahrunið.
Meini Róbert Marshall þingmaður Samfylkingarinnar eitthvað með orðum sínum um að hlusta á Sjálfstæðisflokkinn þá hefur hann hingað til ekki verið til viðræðu um stjórnlagaþing. Flokkurinn getur aldrei verið sammála hugmyndum um að vekja upp niðurstöðu stjórnlagaþingskosninganna og þannig hunsa úrskurð Hæstaréttar. Hugsanlega getur hann samþykkt t.d. 25 manna stjórlagaráð sem í sitja aðilar tilnefndir af stjórnarflokkunum, þingmenn og aðrir
Mestu skiptir að í slíku ráði sitji þeir sem gerst til þekkja um stjórnarskránna, bæði lögfræðingar og aðrir og um niðurstöðuna náist breið og góð samstaða. Til einskis er að búa til stjórnarskrá ef stór hluti þjóðarinnar er henni andsnúinn.
Þetta veit Róbert Marshall.
Vill samvinnu með Sjálfstæðisflokki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sandkassaleikur með fjöregg þjóðarinnar
25.2.2011 | 15:19
Ríkisstjórnin lætur sér stjórnskipun landsins engu máli skipta og hún lemur frá sér við allt mótlæti, skelfingu lostin, og telur jafnvel Hæstarétt pólitískan óvin.
Innanríkisráðherra virðist gera sér grein fyrir stöðu sinni og hann áttar sig á að stjórnsýslan er flókin. Þess vegna getur hann að minnst kosti ekki í ljósi stöðu sinnar gengið gegn úrskurði Hæstaréttar vegna kosninganna til stjórnlagaþings. Það væri einfaldlega pólitískt sjálfsmorð. Hann neitar að samþykkja að fara á svig við Hæstarétt rétt eins og hinir ráðherrarnir ætla að gera, tekur ekki þátt í þessum leik.
Enginn skyldi halda að þessi aðgerð ríkisstjórnarinnar að lögleiða löglausan gerning sé eitthvað smámál, rétt eins og menn skjóti eignum undan gjaldþrota fyrirtæki eða breiði yfir nafn og númer meðan veitt er í landhelginni. Nei, hér á ríkisstjórn hlut að máli og hún GETUR EKKI hagað sér á þennan hátt. Afstaða innanríkisráðherra er auk þess engin syndaaflausn, hvorki fyrir ríkisstjórn né hann sjálfan. Taki hann ekki þátt í leiknum á hann að fordæma hann.
Þetta er svo svakalega ósvífið og alls ekki í anda þeirrar viðreisnar sem þjóðin krafðist í kjölfar hrunsins. Ríkisvaldið á að gera hlutina rétt en ekki vera í sandkassaleik með fjöregg þjóðarinnar, stjórnskipunina.
Ögmundur ósammála | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Öfundin er erfið við að eiga
25.2.2011 | 10:10
Þeir geta leyft sér þetta, þessir ríku, meðan sitjum við hér heima með hendur í skauti. Búnir að fara alltof oft á Hvannadalshnúk, troða niður Esjuna, stórskemma Eyjafjallajökul og flest önnur fjöll og jafnvel búnir að fara í Alpana.
Öfundin er erfið.
Svo horfir maður á einhvern kall sem er forstjóri og ætlar á Everest. Og maður grætur sig í svefn á hverju kvöldi upp frá því. Skyldi vera hægt að fá vinnu hjá Iceland?
Forstjóri Iceland hyggst glíma við Everest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Siðlaust að breiða yfir nafn og númer
25.2.2011 | 08:30
Ríkisstjórnin og þeir sem að henni standa höfðu í byrjun mikil orð um ábyrgð, gegnsæi, lýðræði og fleiri sem notuð er til að lýsa stefnu sinni eftir hrunið. Nú kemur í ljós að þetta orðabrúk er eingöngu einnota og ætlað til að gera hosur sínar grænar fyrir kjósendum en svo ekki meir.
Ríkisstjórnin hefur verið á fallanda fæti og nú hefur hún fengið til niðurstöðu meirihluta samráðsnefndar um stjórnlagaþing. Bent skal á að sá meirihluti er fyrst og fremst stuðningsmenn stjórnarinnar. Samkvæmt nefndinni á að skipa 25 manns í svokallað stjórnlagaráð. Eflaust er það engin tilviljun að þetta eru fólkið sem náðu kjöri í kosningu um stjórnlagaþing. Hæstiréttur úrskurðaði kosninguna ógilda vegna alvarlegra galla.
Úrskurðurinn þýðir einfaldlega að þeir 25 sem áður voru taldir hafa náð kjöri, eru ekki löglegir stjórnlagaþingsmenn. Ekkert stjórnlagaþing situr og þar af leiðandi eru þeir á sama báti og hinir rúmlega 500 frambjóðendurnir, hafa ekkert umboð til eins eða neins.
Með því að skipa þetta fólk í stjórnlagaráð er einfaldlega farið á svig við úrskurð Hæstaréttar og honum gefið langt nef. Skiptar skoðanir eru að sjálfsögðu um úrskurð Hæstaréttar rétt eins og dóma hans. Það breytir hins vegar ekki stöðunni.
Og nú á að breiða yfir nafn og númer, kalla stjórnlagaþing stjórnlagaráð, til þess eins að komast framhjá úrskurði Hæstaréttar. Líklegast er það löglegt en afar siðlaust og gerir ekkert annað en að draga úr gildi réttarríkisins. Um leið er framkvæmdavaldið og væntanlega löggjafarvaldið farið að hafa vafasöm afskipti af dómsvaldinu.
Almennum borgurum er er freklega misboðið verði þetta niðurstaða meirihluta alþingis og ríkisstjórnarinnar. Hið eina rétta í málinu, sé meirihluti fyrir stjórnlagaþingi á Alþingi, er að kjósa upp á nýtt og þá ekki endurtaka kosninguna heldur sækjast eftir nýjum framboðum.
Hins vegar er það sem skiptir mestu máli að löggjafarþing Íslendinga axli þá ábyrgð að vinna að stjórnarskrármálinu og setja þjóðinni nýja eða breytta stjórnarskrá. Það er, sé almennt talin ástæða til breytinga á grunnlögunum.
Uppkosning talin eina leiðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ógild kosning og ómarktækar niðurstöður
24.2.2011 | 17:45
Með þessari hugmynd um að skipað verði stjórnlagaráð þeirra sem náðu kjöri í ógildum kosningum er Hæstarétti í raun sendur fingurinn. Það fordæmi sem ríkisvaldið er nú að skapa er einfaldlega á þá leið að hægt sé að sætta sig við sum lögbrot en önnur ekki.
Þeir tuttugu og fimmmenningar sem hér er um að ræða eru ekki fremri hinum sem buðu sig fram. Kosningin var einfaldlega ógild og niðurstöðurnar eru ómarktækar.
Ekki kosið til stjórnlagaþings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttamiðlum hignar, bullið tekur við
24.2.2011 | 09:17
Fyrir áhugamann um fréttir hefur það löngum verið áhyggjuefni hversu mikil áhersla er lögð á einskisverða innlenda umfjöllun. Yfirskinið til að fylla upp í sekúndur og mínútur í sjónvarpi og útvarpi og í dálka í dagblöðum er margvíslegt og kannski allt gott og blessað enda erfitt að finna raunverulegar fréttir í svona litlu þjóðfélagi.
Auðvitað er innlent efni of fátæklegt til að uppfylla þarfir þessara fjölmiðla fyrir efni og því er nú orðið vinsælt að fara einfaldlega á YouTube og finna þar eitthvað. Fyrir vikið er sáralítið orðið varið í marga þessara miðla enda gengur nú flest út á einhvers konar slúður og bull en fréttir sem skipta máli gleymast.
Maður veltir því fyrir sér hvort ástæðan sé einfaldlega sú að auðveldara er að sópa upp einhverri meðalmennsku á YouTube og kjaftasíðum heldur en að vinna að viti í blaðamennsku. Líklegast er þó meginskýringarinnar að leita í stjórnun. Ungt og óreynt fólk fær að leika lausum hala og enginn sem reynslu hefur af blaðamennsku sinnir ritstjórn.
Sorgleg þróun þegar fréttamiðlum hnignar en Se og Hör stefnunni eflist ásmegin með tómt bull sem skiptir ekki nokkru máli þegar upp er staðið.
Vaðlaheiðagöng skipta miklu máli
23.2.2011 | 16:32
Það er ekki rétt hjá innanríkisráðheranum að miklu máli skipti að heimamenn á Norðurlandi styðji að fjármagna Vaðlaheiðargöng með gjaldtöku. Líkur benda til þess að gjaldtaka muni aldrei standa undir nema hlut af kostnaði. FÍB hefur bent á að göngin spari sáralítinn krók.
Engu að síður eru göngin mikilvægur þáttur í samgöngukerfi landsmanna. Og þá er ástæða til fyrir heimamenn á Norðurlandi sem og aðra að styðja verkefnið.
Menn eiga ekki að láta eins og Atvinnuþróunarfélag Eyfirðinga og tveir þingmenn Norðausturkjördæmis, þeir Sigmundur Ernir Rúnarsson og Tryggvi Þór Herbertsson, sem krefjast breytinga á þjóðveginum við Blönduós og spyrja ekkert um vilja heimamanna.
Sveitarfélög og þingmenn eiga að venja sig á samvinnu en ekki rjúka af stað með offorsi fyrir eitt sveitarfélag gegn öðru eða etja sveitarfélögum saman.
Í anda heiðarlegrar samvinnu geta nú Húnvetningar lagt sitt lóð á vogarskálarnar og hvatt til þess að lagt verði í Vaðlaheiðargöng. Fæstir eru svo illa innrættir að leggjast eingöngu gegn göngunum vegna óvinsemdar áðurnefndra aðila.
Við uppbyggingu vegakerfisins þarf að huga að öryggi vegfarenda. Vaðlaheiðagöng sneiða hjá Víkurskarði sem getur verið afar erfiður sérstaklega að vetrarlagi.
Nýtt félag um Vaðlaheiðargöng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skip standast ekki flutningabílum snúning
23.2.2011 | 00:06
Hvers vegna hafa strandsiglingar lagst að mestu af hér á landi? Með betri vegum er fljótlegra að koma vörum á þann leiðarenda sem hver og einn kýs. Hraði skiptir máli. Ekki aðeins vegna verslunarvöru sem þarf að komast fersk sem allra fyrst í sína hillu í matvörubúðinni heldur einnig þarf fiskur að komast til vinnslu nokkrum klukkustundum eftir að aflanum var landað. Og þetta eru bara örfá dæmi.
Þeir eru til sem vilja greiða niður strandsiglingar til að losna við stóru bílanna af þjóðvegunum. Þeim verður ekki að ósk sinni. Ástæðan er hraðinn. Skip keppir ekki við bíl. Önnur ástæða er að þjóðin á ekki fjármagn til niðurgreiðslu á flutningum og það væri heimskuleg ráðstöfun á peningum.
Þeir eru til sem vilja þvinga stóru bílana af þjóðvegunum vegna þess að þeir slíta þeim. Sparnaðurinn verður t.d. á kostnað landsbyggðarinnar og fiskvinnslunnar. Er ekki skynsamlegra að gera vegina svo vel að þeir þoli stóru bílanna. Út um alla Evrópu aka stóri flutningabílar með þungavöru, raunar allt milli himins og jarðar. Eru vegirnir betri t.d. í Evrópu en hér á landi? Sé svo, hvernig skyldi á því standa?
Það er dálítið óþægilegt þegar íbúar í 101 Reykjavík halda að landsbyggðin gangi aðeins fyrir sjálfri sér. Þannig mætti það vera en slíkur er ekki raunveruleikinn. Landsbyggðin þarf að sækja svo ákaflega margt til Reykjavíkur. Hraði og tími skipta miklu meira máli nú en fyrir t.d. 20 árum eða fyrr. Sættum okkur við það og gerum betri vegi sem standa undir þeim kröfum sem gerðar eru til þeirra.
Helmingur viðhaldskostnaðar vegna vöruflutningabifreiða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Á forseti að vera ríkisstjórn leiðitamur?
22.2.2011 | 15:03
Umræður um breytingar á stjórnarskránni hafa upp á síðkastið einkennst af einhverri þörf á að breyta breytinganna vegna. Nú er komin upp ný viðbára og hún er sú að hefna sína á forseta vegna þess sem stjórnarskráin leyfði honum.
Þegar forsetinn neitaði að staðfesta fjölmiðlalögin 2005 var það síst af öllu það sem fyrst kom upp að breyta 26. grein stjórnarskrárinnar. Steingrímur J. Sigfússon fagnaði þá synjun forsetans en nú er hann bara forundrandi á að fosetinn skuli leyfa sér að hafa sjálfstæða hugsun.
Þarf að stafa það ofan í stjórnmálamenn að við getum ekki gert hvort tveggja, haldið og sleppt. Jú, fyrirgefið, ef ríkisstjórnin hefur leiðitaman forseta þá getur hún að sjálfsögðu pantað samþykkt hans á öllum lögum sem Alþingi samþykkir.
Sjálfum þætti mér nú betra að hafa sjálfstæðan forseta sem tekur afstöðu til eðli máls á hverjum tíma heldur en einhvern lepp ríkisstjórnar.
Nei, við getum ekki leyft okkur að reiðast ákvörðun forsetans og bara þess vegna talað um breytingar á stjórnarskránni. Það ber ekki vott um góða sjálfsstjórn.
Væri það ekki skynsamlegast að þingið einhenti sér í að stofna stjórnarskrárnefnd? Í henni ættu þingmenn sæti þingmenn er hefðu það að verkefni sínu að gera tillögu um stjórnarskrá fyrir vorið. Þá gætum við sauðsvartur almúginn fengið að kjósa til Alþingis í vor svo fremi sem það samþykki stjórnarskrárbreytingu fyrir sumarið. Um leið gætum við sloppið við að búa til hjáleiguþing um stjórnarskránna með öllum þeim tilkostnaði sem því fylgir.
Vill breyta 26. greininni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |