Samþykkjum aldrei ráð úr ógildum kosningum

Varla getur það vitað á gott þegar þingmenn Samfylkingarinnar vilja hlusta á okkur Sjálfstæðismenn. En í alvöru talað er það eindregin skoðun Sjálfstæðismanna að blanda ekki saman kosningum um Icesave og stjórnlagaþing. Svo frábrugðin eru þessi tvö mál og efni máls svo ólík að fáir geta með nokkrum rökum krafist þeirra.

Skoðun Sjálfstæðismanna er sú að Alþingi eigi setja þjóðinni stjórnarskrá. Það er verkefni löggjafarvaldsins og gjörsamlega út í hött að búa til annað löggjafarþing. Það er einnig skoðun Sjálfstæðisflokksins að með engu móti er hægt að draga stjórnarskránna inn í deilur um bankahrunið.

Meini Róbert Marshall þingmaður Samfylkingarinnar eitthvað með orðum sínum um að hlusta á Sjálfstæðisflokkinn þá hefur hann hingað til ekki verið til viðræðu um stjórnlagaþing. Flokkurinn getur aldrei verið sammála hugmyndum um að vekja upp niðurstöðu stjórnlagaþingskosninganna og þannig hunsa úrskurð Hæstaréttar. Hugsanlega getur hann samþykkt t.d. 25 manna stjórlagaráð sem í sitja aðilar tilnefndir af stjórnarflokkunum, þingmenn og aðrir 

Mestu skiptir að í slíku ráði sitji þeir sem gerst til þekkja um stjórnarskránna, bæði lögfræðingar og aðrir og um niðurstöðuna náist breið og góð samstaða. Til einskis er að búa til stjórnarskrá ef stór hluti þjóðarinnar er henni andsnúinn.

Þetta veit Róbert Marshall.


mbl.is Vill samvinnu með Sjálfstæðisflokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

"Hugsanlega getur hann samþykkt t.d. 25 manna stjórlagaráð sem í sitja aðilar tilnefndir af stjórnarflokkunum, þingmenn og aðrir "

Þannig að íhaldsgaurar eins og þú og fleiri Sjálfstæðismenn eru til í allt annað en að hinn almenni borgari fái að koma með tillögur að bættri stjórnarskrá.....

hilmar jónsson, 26.2.2011 kl. 15:24

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þú ert nú meiri bullarinn, Hilmar. Er ég eitthvað annað en almennur borgari?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 26.2.2011 kl. 16:15

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Lélegur útúrsnúningur Sigurður. Þú veist vel hvað ég á við, en treystir þér greinilega ekki til að svara, og átt eflaust ekkert svar.

Ef eitthvað er bull hér, þá eru það þessi andlýðræðislegu og barnalegu skrif þín ..

hilmar jónsson, 26.2.2011 kl. 16:26

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Mér finnst þú ættir aðeins að stilla þig áður en þú ræðast að fólki sem þú þekkir ekki með ónotum og uppnefnum. Ef þú hefur ekkert annað til málanna að leggja en að úthúða mér fyrir að hafa skoðanir sem þú ert ekki sammála þá áttu í vanda. Ég leyfi mér, rétt eins og þú, að mynda mér skoðanir og tjá þær á þann hátt sem ég kýs. Þú átt hins vegar þess kost að halda þig fjarri þessu bloggi og fyrir alla muni gerðu það nema þú áttir þig og takir upp betri mannasiði.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 26.2.2011 kl. 16:43

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Ekkert er mér kærar en að sniðganga þig í framtíðinni, enda ekki mikið til þín að sækja hvað skrif þín varðar..ados.....

hilmar jónsson, 26.2.2011 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband