Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

Netmiðlarnir eru framtíðin

Netmiðlarnir eru framtíðin, pappírinn hverfur smám saman. Í mínu lífi hvarf dagblaðapappírinn þann dag sem ég keypti mér netáskrift af Morgunblaðinu, líklega fyrir um sjö árum. Sé ekki eftir því. Mogginn er alltaf kominn á réttum tíma og fyrir vikið sparar maður áreiðanlega helling af trjám.

Það er þó ekki aðalatriðið heldur mbl.is sem veitir upplýsingar örskömmu eftir að atburðir verða til. Í því liggur kostur netmiðlanna. Nota einnig visir.is og að sjálfsögðu erlenda netmiðla af ýmsu tagi.

Hef spáð því áður að tæki eins og iPad eigi eftir að taka yfir pappírinn. Innan skamms mun Mogginn og önnur dagblöð hætta með pappír og eingöngu bjóða fréttir á raftæku formi. Sé fyrir mér t.d. að Mogginn bjóði áskrifendum sínum í staðinn góðan „díl“ á iPad. Raunar er þetta boð þegar komið fram en verðið er enn alltof hátt, eiginlega skandall. Með því að bjóða 40.000 manns slík tæki væri eflaust hægt að lækka verðið gríðarlega.

No definition found.

mbl.is 60% leita frétta á netmiðlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er frammistaðan ekki alltaf til fyrirmyndar?

Þetta er skrýtin frétt en fær mann til að staldra við og hugsa. Hvenær skyldi frammistaða björgunarfólks hafa verið eitthvað lakari en til fyrirmyndar? Er Sveinn Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli við einhverja atburði á meðan á gosi stóð eða á eftir?

Einstaklingar í björgunarsveitum eru auðvitað aðeins þverskurður af samfélaginu en aginn er góður og samvinna með ágætum í sveitunum.

Eflaust er maðurinn bara að veita björgunarsveitunum verðskuldað hrós en maður veltir þessu fyrir sér ...


mbl.is Frammistaðan til fyrirmyndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skynsamur maður og vel útbúinn

Af hverju skyldi nú maðurinn hafa fundist? Jú, hann er sagður vera þaulvanur ferðamaður, hann var vel búinn og ... skynsamur; hann hélt kyrru fyrir.

Ótrúlega oft kemur það fyrir að fólk reynir að komast leiðar sinnar í dimmri þoku og myrkri án þess að hafa gps tæki til að miðunar. Það er eins og taka þátt í happdrætti, miði er möguleiki, eins og margir segja, en líkurnar á því að fá vinning eru æði litlir og hætturnar margvíslegar.

Þess vegna gerir ferðamaðurinn best í því að láta fyrir berast. Hann var vel klæddur og hefur líklega verið með nógan mat og ekki síst síma. 

Ég þekki Eyjafjallajökul ágætlega, eða ég þekkti hann. Eflaust hefur margt breyst. Bæði hefur askan aukið við bráðnun og líklega hefur gosið opnað sprungur á svæðum sem ekki voru þekkt sprungusvæði. Ekki þar fyrir að mig langar þessi lifandi ósköp upp á jökulinn. Væntanlega verður það áður en langt um líður.

 


mbl.is Heill á húfi á Eyjafjallajökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Róbert blóraböggull ríkisstjórnarinnar?

Meira er spunnið í Róbert Marshall, þingmann Samfylkingarinnar en en ég bjóst við fyrirfram. Hann biður þjóðina afsökunar á þeim mistökum sem leiddu til að Hæstiréttur ógilti kosningarnar um stjórnlagaþingið. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna tek ég afsökunarbeiðninni með þeim fororðum að hann geri þetta aldrei aftur og vandi sig betur eftirleiðis.

Ekki hefur það flögrað að forsætisráðherra eða innanríkisráðherra að biðja þjóðina afsökunar. Kannski halda þau að Róbert sé hentugur blóraböggull en auðvitað er það mikill misskilningur.

Hitt er svo annað mál að hugsanleg afsökunarbeiðni forsætisráðherra ber auðvitað að skoða í ljósi þess sem ríkisstjórnin ákveður um framhald málsins. Ætli hún að svindla sér framhjá Hæstarétti og skipa þá sem „náðu kjöri“ í kosningunum í „stjórnlagaþingsnefnd“ þá hefur hún enn unnið gegn þjóðinni og anda laganna. Ekki er víst að þá finnist hentugur blóraböggull enda mistök ríkisstjórnarinnar þvílíkar að jaðrar við kæru til landsdóms. 

Og einhvern tímann hlýtur hin ótrúlega framganga ríkisstjórnarinnar í stjórnsýslunni að koma henni í koll. 


mbl.is Biður þjóðina afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljóst hverjir bera ábyrgðina

Það er rétt hjá innanríkisráðherranum að auðvitað er þetta pólitík þegar þjóðaratkvæðagreiðsla er dæmd ógild.

  • Lögin um stjórnlagaþingið voru samin í forsætisráðuneytinu; þar liggur ábyrgð.
  • Þau voru samþykkt af meirihluta löggjafans; þar liggur ábyrgð. 
  • Dóms- og mannréttindaráðuneytið gaf línuna um framkvæmdina; þar liggur ábyrgð.
  • Landskjörstjórn sá um framkvæmdina; þar liggur ábyrgð. 

Ábyrgðin er ljós nú þarf bara að ganga að þessum aðilum. Það skyldi þó ekki vera að niðurstaðan verði að meirihluti þingsins og ríkisstjórnin standi uppi með skömmina?


mbl.is Ákvörðun Hæstaréttar kom á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórfelldar uppsagnir skólafólks yfirvofandi

Segja má að útilokað sé að skera niður útgjöld í grunnskólum Reykjavíkur nema fækka starfsfólki. Þar er stærsti útgjaldaliðurinn. Borgaryfirvöld ætla að vaða í þann lið og búast má við stórfelldum uppsögnum í skólunum. 

Fjölda skólaliða verður sagt upp, starfsfólki fækkað í bókasöfnum og jafnvel hefur komið til athugunar að segja skólastjórum upp og setja stjórnun skólanna undir menntasvið.

Sárast mun foreldrum og skólafólki eflaust finnast leikaraskapurinn í kringum allt þetta því sett hefur verið upp leikriti sem á að bera með sér að samráð hefur verið haft við alla aðila. Hins vegar hefur ákvörðunin þegar verið tekin. Öllum er ljóst að frekari samdráttur í rekstri grunnskóla Reykjavíkur er útilokaður nema skera niður launaliðinn. Það er næst á dagskránni að fara eins að með skólanna eins og Orkuveituna, skera mannskapinn niður við trog. Svo vona borgaryfirvöld að enginn sjái í gegnum leikaraskapinn. Borgarstjórinn hefur þannig komist sæmilega klakklaust í gegnum tæp tvö ár.

Segi fólk svo að Besti flokkurinn standi ekki undir nafni ... eða þannig. Og enginn spyr hvort þjónustan eftir niðurskurð sé ásættanleg eða samkvæmt lögum.


mbl.is „Talsverð ringulreið í skólunum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki hægt að svindla sér framhjá Hæstarétti

Ég hlakka til að sjá ríkisstjórn og meirihluta Alþingis grípa til þessa vanhugsaða ráðs. Einhver talaði um Þórðargleði minnihlutans vegna klúður meirihlutans. Verði þetta ofan á held ég að Þórður verði barasta himinlifandi.

Í alvöru talað. Hvernig getur upplýstur maður eins og Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðingur, haldið því fram að þetta sé kostur í stöðunni. Það er ekki hægt að svindla sér framhjá niðurstöðu Hæstaréttar og láta eins og tuttugu og fimm menningarnir séu löglega kosnir.

Í stöðunni eru aðeins tveir kostir. Hætta við stjórnlagaþingið eða kjósa upp á nýtt. Nýjar kosningar þýðir einfaldlega að þeir geti boðið sig fram sem vilja. Ekki endurtekið efni.


mbl.is Verði skipaðir í stjórnarskrárnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingmaður VG tekur hnefahögginu létt

Ég skil ekki þessi ummæli Árna Þórs Sigurðssonar, alþingismann VG. Vonandi er rangt eftir honum haft, en í niðurlagi fréttarinnar segir:  „... sagði reynt að gera málið tortryggilegt og krefjast afsagnar ráðherra og embættismanna en hið einfalda svar væri að endurtaka kosningarnar.  En stjórnmálaöflin þyrftu að svara því hvort þau vildu styðja hugmyndina um stjórnlagaþing og þá lýðræðisnýjung sem í því fælist.“

Það er mikill misskilningur hjá Árna ef hann heldur að dómur Hæstaréttar sé bara óþægindi, rétt eins og að skipta á sprungnu dekki á bíl. Málið er miklu alvarlegra. Þjóðaratkvæðagreiðsla fer út um þúfur vegna lagalegra formgalla á framkvæmd atkvæðagreiðslunnar og talningu. Þetta gengur ekki hjá lýðræðisþjóð.

Eflaust geta aðrar þjóðir hlegið að okkur Íslendingum fyrir vangetu okkar. Mér er hins vegar ekki hlátur í huga og undrast hversu léttilega meirihluti Alþingis tekur á þessu máli. Þetta er hnefahögg en Árni virðist bara taka því létt, liggjandi í sárum sínum á gólfinu.

„Bara að kjósa aftur og gera það rétt.“ Þannig virkar ekki lýðræðið nema ábyrgð fylgi. Hún liggur fyrst og fremst hjá landskjörstjórn og þessu næstu hjá innanríkisráðherra og forsætisráðherra.

Í framhaldinu má svo skoða hvernig löggjafarvaldið er í stakk búið til að setja þjóðinni lög.


mbl.is Skapa þarf vissu um framhaldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin pólitíska og siðferðilega ábyrgð

Ekki virðist vera ágreiningur um ákvörðun Hæstaréttar. Flestir lögmenn sem tjá sig telja yfirleitt rökstuðninginn ágætan sem og niðurstöðuna. Það leiðir umræðuna að ábyrgð. Að sjálfsögðu er liggur hún hjá landskjörstjórn en hún liggur einnig hjá æðstu stjórnvöldum, forsætisráðherra og dómsmálaráðherra (starfsheitið hefur breyst).

Eftir hrunið hefur flestum landsmönnum verið tíðrætt um ábyrgð. Fjallað hefur verið um Landsdóm og fyrrverandi forsætisráðherra dreginn fyrir hann, fyrstur manna í sögunni.

Lengi hefur verið rætt um ábyrgð ráðherra á verkum starfsmanna í ráðuneyti. Víða um lönd hafa ráðherra þurft að segja af sér vegna þess að þeir báru pólitíska ábyrgð á verkefnum ráðuneytis þeirra og skiptir þá engu þótt þeir hafi verið víðsfjarri framkvæmd. 

Í ljósi þessa hlýtur einhver að bera pólitíska ábyrgð á því klúðri að kosning á Íslandi var dæmd ólögleg. Menn geti einfaldlega ekki látið eins og ekkert sé, það þurfi bara að endurtaka kosninguna og „passa sig bara á því að gera allt rétt næst“, eins og einhver sagði og raunar lá í orðum formanns allsherjarnefndar Alþingis í umræðum gærdagsins.

Hér er ekki verið að leita að blórabögglum. Bláköld staðreynd málsins er sú að gerð voru alvarleg mistök sem eiga sér engin fordæmi. Innanríkisráðherra skákar bara í því skjólinu að enginn skaði hafi orðið, ekkert misjafnt hafi gerst þrátt fyrir þau atriði sem Hæstiréttur nefnir í rökstuðningi sínum.

Stjórnmálamaðurinn á að vita betur, hann á að vera upplýstur rétt eins og allur almenningur er. Ráðherra ber hina endanlegu ábyrgð og hann á að segja af sér. Pólitískt og siðferðilega séð er honum ekki sætt. Það er svo annað mál hvort hann líti framhjá þessum óþægindum og treysti því að almenningur gleymi. Hann verður þó að muna að nú er nafn hans komið á spjöld sögunnar, hann og aðrir ráðherrar þessarar ríkisstjórnar klúðruðu þjóðaratkvæðagreiðslu örskömmu eftir að hafa dregið fyrrverandi ráðherra til pólitískrar og siðferðilegrar ábyrgðar á stjórnarathöfnum hans.


mbl.is Niðurstaðan vel rökstudd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kærendur eru ekki blórabögglar

Þremenningarnir sem kærðu stjórnlagaþingskosninguna eru ekki blórabögglar heldur stjórnvöld sem sáu um að undirbúa og framkvæma kosninguna. Það er álit Hæstaréttar að framkvæmdin gekk í blóra við lög um opinberar kosningar.

Hafi þremenningarnir ekki kært væru kosningarnar engu að síður ólöglegar. Þetta er það sama og með bankahrunið. Hefði það ekki orðið væru gömlu bankarnir á fullu í ólöglegri starfsemi. Sameiginlegt eiga þessi tvö dæmi að enginn veit af því sem er ólöglegt nema um það gangi dómur.

Þar af leiðandi ber okkur að þakka hinum ágætu þremenningum, Skafta Harðarsyni, Óðni Sigþórssyni og Þorgrími S. Þorgrímssyni fyrir að hafa kært kosninguna.  


mbl.is Jóhanna flytur skýrslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband