Hin pólitíska og siðferðilega ábyrgð

Ekki virðist vera ágreiningur um ákvörðun Hæstaréttar. Flestir lögmenn sem tjá sig telja yfirleitt rökstuðninginn ágætan sem og niðurstöðuna. Það leiðir umræðuna að ábyrgð. Að sjálfsögðu er liggur hún hjá landskjörstjórn en hún liggur einnig hjá æðstu stjórnvöldum, forsætisráðherra og dómsmálaráðherra (starfsheitið hefur breyst).

Eftir hrunið hefur flestum landsmönnum verið tíðrætt um ábyrgð. Fjallað hefur verið um Landsdóm og fyrrverandi forsætisráðherra dreginn fyrir hann, fyrstur manna í sögunni.

Lengi hefur verið rætt um ábyrgð ráðherra á verkum starfsmanna í ráðuneyti. Víða um lönd hafa ráðherra þurft að segja af sér vegna þess að þeir báru pólitíska ábyrgð á verkefnum ráðuneytis þeirra og skiptir þá engu þótt þeir hafi verið víðsfjarri framkvæmd. 

Í ljósi þessa hlýtur einhver að bera pólitíska ábyrgð á því klúðri að kosning á Íslandi var dæmd ólögleg. Menn geti einfaldlega ekki látið eins og ekkert sé, það þurfi bara að endurtaka kosninguna og „passa sig bara á því að gera allt rétt næst“, eins og einhver sagði og raunar lá í orðum formanns allsherjarnefndar Alþingis í umræðum gærdagsins.

Hér er ekki verið að leita að blórabögglum. Bláköld staðreynd málsins er sú að gerð voru alvarleg mistök sem eiga sér engin fordæmi. Innanríkisráðherra skákar bara í því skjólinu að enginn skaði hafi orðið, ekkert misjafnt hafi gerst þrátt fyrir þau atriði sem Hæstiréttur nefnir í rökstuðningi sínum.

Stjórnmálamaðurinn á að vita betur, hann á að vera upplýstur rétt eins og allur almenningur er. Ráðherra ber hina endanlegu ábyrgð og hann á að segja af sér. Pólitískt og siðferðilega séð er honum ekki sætt. Það er svo annað mál hvort hann líti framhjá þessum óþægindum og treysti því að almenningur gleymi. Hann verður þó að muna að nú er nafn hans komið á spjöld sögunnar, hann og aðrir ráðherrar þessarar ríkisstjórnar klúðruðu þjóðaratkvæðagreiðslu örskömmu eftir að hafa dregið fyrrverandi ráðherra til pólitískrar og siðferðilegrar ábyrgðar á stjórnarathöfnum hans.


mbl.is Niðurstaðan vel rökstudd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband