Netmiðlarnir eru framtíðin

Netmiðlarnir eru framtíðin, pappírinn hverfur smám saman. Í mínu lífi hvarf dagblaðapappírinn þann dag sem ég keypti mér netáskrift af Morgunblaðinu, líklega fyrir um sjö árum. Sé ekki eftir því. Mogginn er alltaf kominn á réttum tíma og fyrir vikið sparar maður áreiðanlega helling af trjám.

Það er þó ekki aðalatriðið heldur mbl.is sem veitir upplýsingar örskömmu eftir að atburðir verða til. Í því liggur kostur netmiðlanna. Nota einnig visir.is og að sjálfsögðu erlenda netmiðla af ýmsu tagi.

Hef spáð því áður að tæki eins og iPad eigi eftir að taka yfir pappírinn. Innan skamms mun Mogginn og önnur dagblöð hætta með pappír og eingöngu bjóða fréttir á raftæku formi. Sé fyrir mér t.d. að Mogginn bjóði áskrifendum sínum í staðinn góðan „díl“ á iPad. Raunar er þetta boð þegar komið fram en verðið er enn alltof hátt, eiginlega skandall. Með því að bjóða 40.000 manns slík tæki væri eflaust hægt að lækka verðið gríðarlega.

No definition found.

mbl.is 60% leita frétta á netmiðlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég les dagblöðin nánast eingöngu á I pad, einnig les ég bækur á I pad og var að ljúka einni alveg stórkostlegri Unbroken eftir Lauru Hillebrand sem ég keypti á Amazon Kindle, en ég hef það forrit í I padinum mínum. Það er eitt sem er mjög sniðugt við I pad hvort sem það er I book eða Kindle en það er dictionary, en ef þú vilt fá skilgreiningu á orði, þú þrýstir puttanum á orðið og neðst á síðunni er orðið útskýrt. Einnig er kominn nýr vefur sem heitir lestu.is þar sem ná má í islenskar bækur sem er hið besta mál, en þær eru ókeypis, en smá galli hjá þeim sem þeir eiga eftir að laga en það er þegar að það þarf að slíta orð í sundur, en þá vill það gerast á ólíklegu-

Stu stöðum eins og sést með orðið ólíklegustu.

Þessi athugasemd var skrifuð og send með I pad.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 20:31

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Öfunda þig, Rafn. Til stendur hjá mér að kaupa næstu kynslóð iPad sem kemur út vor. Bíð þangað til órólegur.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 29.1.2011 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband