Ljóst hverjir bera ábyrgðina

Það er rétt hjá innanríkisráðherranum að auðvitað er þetta pólitík þegar þjóðaratkvæðagreiðsla er dæmd ógild.

  • Lögin um stjórnlagaþingið voru samin í forsætisráðuneytinu; þar liggur ábyrgð.
  • Þau voru samþykkt af meirihluta löggjafans; þar liggur ábyrgð. 
  • Dóms- og mannréttindaráðuneytið gaf línuna um framkvæmdina; þar liggur ábyrgð.
  • Landskjörstjórn sá um framkvæmdina; þar liggur ábyrgð. 

Ábyrgðin er ljós nú þarf bara að ganga að þessum aðilum. Það skyldi þó ekki vera að niðurstaðan verði að meirihluti þingsins og ríkisstjórnin standi uppi með skömmina?


mbl.is Ákvörðun Hæstaréttar kom á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skúli Víkingsson

Sá sem bar fram frumvarpið og ætlaði að sjá um framkvæmdina sá ekki ástæðu til þess að hafa í lögunum ákvæði um frávik frá almennum lögum um kosningar. Öllu púðrinu var eytt í að búa til reglur um það hvernig mætti leiðrétta niðurstöðuna til samræmis við pólitísk sjónarmið frumvarpsflytjanda. Mismuna átti frambjóðendum eftir kyni, en ekki svo sem búsetu, aldri, starfsgrein eða öðru sem þeim gæti dottið í hug seinna. Það má segja að landskjörstjórn hefði átt að fara að lögum, jafnvel þótt það hefði þýtt að kosningin væri óframkvæmanleg.

Skúli Víkingsson, 27.1.2011 kl. 13:17

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Furðulegast er þó sú staðreynd að her lögfræðinga og spekinga á þingi, ráðuneytum og landskjörstjórn skuli hafa yfirsést sú staðreynd að enginn getur breytt lögum nema löggjafarvaldið. Allt er hér á sömu bókina lært; enginn af hagfræðingum, stjörnuspámönnum eða öðrum spekúlöntum stjórnkerfisins eða á þingi sáu bankahrunið fyrir og vöruðu við því. Fer hér vel á andvarpsorðum formanns framkvæmdanefndar stjórnlagaþings er hún frétti af dómi Hæstaréttar; Íslands óhamingju verður allt af vopni.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 27.1.2011 kl. 13:26

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Vanhæf stjórnmennska fjórflokkana!

Sigurður Haraldsson, 28.1.2011 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband