Komum hringlendingunum út af þingi

Lélegustu stjórnmálamennirnir eru þeir sem byggja á hentistefnu en ekki stefnu sem byggð er fyrirfram á markmiði og rökum. Þetta er liðið sem snýst eins og vindhanar ofan á kirkjuturni, sækist eftir athyglinni, skiptir engu hvers vegna sú athygli fæst.

Loddari er ekki áhugaverður karakter og hann er einn af þeim sem nær árangri í eitt sinn en aldrei aftur. Ástæðan er fyrst og fremst sú að almenningur getur fyrirgefið allt annað en hringlandahátt.

Ýmsir hafa sagt að það eigi að vera markmiðið að koma því liði út af þingi sem sátu þar þegar hrunið varð. Auðvitað er þetta vitleysa. Miklu skynsamlegra er að koma hinglendingunum út. Við þurfum þingmenn sem standa við sannfæringu sína, leita ef því er að skipta á móti straumnum, snúa móti vindi, berjast af alefli. Við þurfum ekki liðleskjur.

Nokkrir þingmenn sýndu það í atkvæðagreiðslunum um ákærur til landsdóms að þeir fara eftir pólitískum merkimiðum frekar en rökum. Losum þingið svona lið. 


mbl.is Greiddi atkvæði samkvæmt sinni sannfæringu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Mikið til í þessu. Það er einkenni allt of margra stjórnmálamanna að slá sig til riddara þegar færi gefst og segja það sem helst fellur í kramið.

Hins vegar er ég orðinn tiltölulega efins um það sem þú segir um almenning og afstöðu hans til hringlandaháttar. Það væri gott ef þú hefur rétt fyrir þér þar.

kær kveðja af Nesinu 

Örvar Már Marteinsson, 29.9.2010 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband