Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Hvað ef ...? Betri upplýsingar vantar?

Fyrir nokkrum misserum var samskonar skjálftahrina við Upptyppinga og nú er í Eyjafjallajökli. Þar var jafnvel búist við eldgosi og margir spakir menn kenndu Hálslóni um ósköpin. Þyngd þess hafi valdið breytingum á jaðarskorpunni og því væri eldgos væri óumflýjanlegt.

Nú er minn kæri Eyjafjallajökull kominn í ham og jarðhræringarnar virðast vera svipaðar og forðum við Upptyppinga. Fróðlegt væri nú ef fréttamenn gengu á jarðvísindafólk og öfluðu enn frekari upplýsinga og settu þær í samhengi.

Eftirfarandi leikur mér forvitni á að vita: 

  • Hvaða máli skipta upptök jarðskjálfta miðað við hugsanlegt eldgos eða staðsetningu þess?
  • Á vef Veðurstofunnar eru upptök jarðskjálfta sýnd grafískt á sjálfvirkan hátt. Er mögulegt að sýna samsvarandi grafíska útfærslu á upptökum jarðskjálfta miðað við dýpt þeirra?
  • Skjálftarnir eru nú að langmestu leyti í kringum toppgíginn en engu að síður er sagt að kvikuinnskotin, sem valda þeim, geti skotist í Kötlu og hreinlega valdið gosi þar. Er eitthvað til í því?
  • Eru einhver líkindi með skjálftavirkninni í Eyjafjallajökli og þeim við Upptyppinga og í Grímsvötnum fyrir eldgos þar?
  • Hversu langvinnt getur skjálftavirknin verið í Eyjafjallajökli án þess að til eldgoss komi?
  • Miðað við upptök skjálftanna, hvar eru mestu líkur á að eldgos brjótist fram? Er viðkvæmasta svæðið undir toppgígnum, á Fimmvörðuhálsi eða jafnvel í hlíðum jökulsins.

Svo gætu fréttamenn skoðað betur áhættusvæðið í kringum Eyjafjallajökul og fjallað eitthvað um það. til dæmis væri fróðlegt að vita hvaða áhrif eldgos í Mýrdalsjökli eða Eyjafjallajökli gæti haft á ferðaþjónustuna í Þórsmörk og Goðalandi.

Einnig væri fróðlegt að vita hvort eldgosi í Eyjafjallajökli gæti fylgt stórflóð með aurburði og grjóti sem hugsanlega gæti stíflað Markarfljót til skamms tíma, hvað þá? 


mbl.is Áfram viðbúnaður almannavarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er allt stjórnarandstöðunni að kenna?

Forsætisráðherra kvartar undan stjórnarandstöðunni. Skilja það fæstir. Sé vandamálið það að stjórnarandstaðan vilji stjórna án þess að taka ábyrgð þá er ekki um annað að gera en að skipta um ríkisstjórn. Ég dreg það stólega í efa að stjórnarandstaðan muni geri  athugasemdir við þá skipan mála.

Í Silfri Egils sagði formaður Framsóknarflokksins að ríkisstjórnin ætti að segja af sér.

Og hver á þá að taka við? spurði forsætisráðherra, kannski þú? Og svo flissuðu þau í einum kór yfir hugmyndinni, Jóhanna og Steingrímur.

Ríkisstjórnin hefur rúman þingmeirihluta. Hún þarf ekki á stjórnarandstöðinni að halda. Hún hefur klúðrað málunum upp á sitt eindæmi hingað til og mun án efa halda því áfram nema hún þekki sinn vitjunartíma. Á meðan er allt stjórnarandstöðunni að kenna.


mbl.is Kosningarnar ljúka ekki málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórn í pólitískri og sálrænni fýlu

Í útvarpsfréttum segir fjármálaráðherra: „Niðurstaðan leysir ekki Iceve-deilinuna“. Hann hefur rangt fyrir sér. Niðurstaðan er nær því að leysa deiluna en nokkuð það annað sem fjármálaráðherra eða aðrir ráðherrar hafa gert í málinu.

Formenn Samfylkingar og Vinstri grænna gera sem minnst úr þjóðaratkvæðagreiðslunni. Þau tóku ekki einu sinni þátt í henni. Var þó grundvöllur hennar sá eini samningur sem er á borðinu. 

Og á meðan ríkisstjórnin er í póltískri og sálrænni fýlu stígur forseti Íslands enn einu sinni fram og segir það sem forsætisráðherra átti að segja. Gordon Brown, sýndu leiðtogahæfileika þína og stuðlaðu að færsælli lausn á Iesesave málinu.

 


mbl.is Nei sögðu 93,2%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórn sem tapar segir af sér

Forsætisráðherra og fjármálaráðherra tala þvert um hug sér. Ljóst er að þau eru bæði slegin yfir úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslunnar þó þau reyni að bera sig vel.

Broslegt var að heyra fjármálaráðherra halda því fram að já atkvæðin væru fleiri en búist var við. Sá mælskumaður sem hann var áður en hann varð fjármálaráðherra hefði talað um flengingu ríkisstjórnarinnar og krafist afsögn hennar.

Og hvað er næst á dagskránni. Ríkisstjórnin er rúin trausti. Öll vinna hennar í mikilvægasta máli þjóðarinnar frá upphafi hefur fengið falleinkunn þjóðarinnar. Ríkisstjórnin getur ekki einu sinni réttlæt sig og haldið því fram að kjörsókn hafi verið léleg.

Ríkisstjórninni ber að segja af sér. Þannig á lýðræðið að virka. Tap í þjóðaratkvæðagreiðslu er gríðarlegt áfall fyrir ríkisstjórn og hún er ekki starfhæf á eftir. 

Íslensk stjórnvöld munu áfram vinna að farsælli lausn Icesave-málsins á sömu forsendum. 

Þetta segir í aldreilis makalausri bull-fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Hingað til hefur ríkisstjórnin ekki unnið að farsælli lausn Iceave mál. Það hlýtur öllum að vera ljóst eftir úrslit kvöldsins.


mbl.is Jóhanna: Kom ekki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mætum á kjörstaða og veljum NEI

Á morgun, laugardag, er þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave samninginn. Ég ætla að kjósa og mun merkja við NEI og skora alla að mæta á kjörstað og gera slíkt hið sama.

Ástæðan er einföld að mínu mati.

  • NEI er staðfesting á því að meint Icesave-skuld er ekki ríkisskuld
  • NEI er yfirlýsing um að krafa Breta og Hollendinga er langt yfir lágmarki samkvæmt alþjóðasamningum um innistæðutryggingar
  • NEI er ábending um að mörg atriði samningsins verða þjóðinni afar þung byrði, t.d. vextirnir

NEI er alls ekki yfirlýsing um að við Íslendingar eigum ekki að standa við alþjóðlegar skuldbindingar. Þó svo að Icesave hafi valdið mörgum Bretum og Hollendingum tjóni eru það þá rök fyrir því að refsa gjörvallri íslensku þjóðinn næsta áratuginn og jafnvel lengur?

Nei merkir að við vitum að ríkisstjórn Íslands hefur gefist upp. Ráðherrarnir ætla ekki einu sinni að kjósa, þeir taka ekki lengur til varnar fyrir eigin verk. Í þokkabót halda þeir því fram að þjóðaratkvæðagreiðslan sé markleysa vegna þess að betri samningur er í boði. Hvar er sá samningur og hvenær samþykkti Alþingi hann? NEI, þetta er bara fyrirsláttur stefnulausra og ráðþrota stjórnmálamanna.

NEI sendir umheiminum afdráttarlaus skilaboð. Íslenskur almenningur sættir sig ekki við aðra ábyrgð en þá sem alþjóðalög segja til um. Og mér segir svo hugur um að almenningur í öðrum löndum muni fagna þessari afstöðu okkar, það er að segja ef þeir hefðu einhverjar upplýsingar um kjarna málsins. En íslenska ríkisstjórnin gerir ekkert til að útskýra málstað Íslendinga - síst af öllu erlendis.Já ... ég hvet alla til að mæta á kjörstað og krossa við NEI og reyna að auki með öllum ráðum að fá aðra til að kjósa eins.


Skilaboð til Breta, Hollendinga og íslenskrar ríkisstjórnar

Allir stjórnmálamenn myndu gera það sem Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, aðhefst - það er að segja séu þeir í pólitískum vanda.

Og hver er vandi Steingríms? Hann er einfaldlega höfuð framkvæmdavaldsins og hefur sem slíkur misst allt frumkvæði í Icesave málinu. Hann mótar ekki stefnu, hann stýrir ekki viðræðunum, hann er úti á þekju. Á meðan hefur stjórnarandstaðan tögl og haldir. Ríkisstjórnin er máttvana.

En Steingrímur þráast við. Hann ætlar núna að binda enda á þráteflið og koma í veg fyrir að kosið verði um Icesave málið, vera sá sem sker á hnútinn.

Það má vel vera að nýtt tilboð hafi vert það að verkum að þjóðaratkvæðagreiðsla sem slík sé stjórnskipulega óþörf. Hinu má þó ekki gleyma að synjun þjóðarinnar á samningi ríkisstjórnarinnar eru ótvíræð skilaboð til ...

  • Breta og Hollendinga þess efnis að almenningur á Íslandi ber ekki ábyrgð á vanskilum óreiðumanna.
  • ríkisstjórnar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar ótvíræð skilaboð um að segja af sér. 

mbl.is Án samráðs við stjórnarandstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband