Er þörf á lækkun hámarksmagns áfengis í blóði?

Líklega er það ekkert til vinsælda fallið að draga í efa þörf á lækkun á áfengismagni áfengis í blóði. Freistandi er að draga þá ályktun af lagafrumvarpinu að um sé að ræða einföldun á verklagsreglum fyrir lögregluna. Ef áfengislykt finnst af ökumanni þá er engin ástæða til annars en láta hann blása. Yfirgnæfandi líkur eru þá á því að hann sé yfir mörkunum.

Síðan gerist það í kjölfarið að þessi skrýtna stofnun Umferðaráð básúnar það út um allar jarðir að ölvun við akstur hafi aukist milli ára og því sé enn meiri þörf en áður að leggja fé til ráðsins og lögreglunnar.

Allt hljómar þetta eins og tilraun til að sækja sér hnefa úr ríkissjóði. Eða er þetta einhvers konar tilraun til að auka við verkefni löggæslunnar og Umferðaráðs, löggilding á atvinnubótavinnu? Þetta er hins vegar vel fallið til að efla almannatengsl Umferðaráðs og lögreglunnar, enginn getur verið á móti því að ná stútum undir stýri.

Ég hef ekki nokkra trú á því að vandamálið í umferðinni sé ökumenn með milli 0,2 til 0,5 prómill áfengis í blóði. Eða hversu stórt hlutfall þeirra sem valda eignatjóni eða slysum eru með þetta áfengishlutfall í blóðinu? Hversu stórt vandamál er þetta eiginlega? Eða er þetta vandamál?

Af hverju segi ég að Umferðaráð sé skrýtin stofnun? Jú, aðallega heyrir maður af henni í fjölmiðlum og þá er verið að vara við því að verið sé að malbika Hlíðarhjalla eða kafla á Brúnavegi. Þetta eru afar gangslitlar upplýsingar hvernig sem á þær er litið og lítil von til þess að þær gagnist einhverjum jafnvel þó hægt sé að gera að því skóna að umræddar götur séu í Kópavogi eða Reykjavík.


mbl.is Blátt bann við akstri og áfengisneyslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband