Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
Ógæfumenn strax gripnir - hvítflibbar leika lausum hala
2.2.2009 | 08:54
Hvað varð annars um eignir gömlu bankanna? Getur einhver rifjað það upp fyrir mér hverjir séu grunaðir þar og hvers vegna þeir leika lausum hala?
Á meðan einhverir vesalings ógæfumenn eru nær samstundis gripnir við óhæfuverk sín eru aðrir í svörtum Armanifötum með bindi sem gert hafa þjóð sína að sakamönnum og komast upp með það. Þeir síðarnefndu ráku banka og höfðu her manns í liði sínu til að hafa eftirlit með því að útlánin færu ekki til annarra en þeirra sem voru borgunarmenn. Framhjá þessu skothelda kerfi lánuðu þeir gríðarlegar fjáhæðir til einstaklinga og fyrirtækja án þess að biðja um veð eða ábyrgð. Veit einhver hvað varð um þessa peninga?
Það er segin saga að kerfið á auðveldara með að grípa einhvera vitleysinga sem brjóta lögin en gáfumennin í svörtu sem stálu peningum með að því er virðist löglegum hætti. Og við vitleysingarnir dáðumst að þessu liði en vissum ekkert hvað þeir gerðu.
Ó, hvað maður er orðinn þreyttur á þessu bulli.
![]() |
Grunaðir hraðbankaþjófar handteknir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
ASÍ hefur hingað til svamla í kjölvatni umræðunnar
1.2.2009 | 20:42
Así skiptir engu máli. Samtökin hafa hvergi átt frumkvæði að einu eða neinu undanfarin ár. Gylfi Arnbjörnsson er Samfylkingarmaður og það kemur ekkert á óvart þó hann sé hamingjusamur yfir minnihlutastjórninni og fagni hátt.
Ég er félagi í VR og hef ekki nokkra trú á að Gylfi eða Así muni gera einhvern gæfumun fyrir mig eða aðra launþega. Hingað til hafa samtökin svamlað í kjölvatni samfélagslegrar umræðu og framlag þeirra hefur litlu skipt.
Hins vegar myndast margeykið í Así ákaflega vel á fundum með ríkisstjórn eða Samtökum atvinnulífsins, lúkkar flott í dagblöðum og sjónvarpi. Forsetinn, varaforsetinn, varavaraforsetinn, framkvæmdastjórinn, varaframkvæmdastjórinn og hvaða titlar sem eru á þessu liði.
Niðurstaðan er þá sú að almenningur heldur að Así sé að gera eitthvað. Kannski er það nóg fyrir Gylfa Arnbjörnsson, forseta.
![]() |
Reiðubúnir til samstarfs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ef forsætisráðherra ætlar að reka Davíð þarf grjótheld rök
1.2.2009 | 19:08
Nú er ástæða fyrir forsætisráðherra minnihlutastjórnarinnar að vanda sig. Hún þarf að hafa skoðun á því hvers vegna Davíð Oddsson er ekki hæfur sem Seðlabankastjóri.
Henni dugar ekki að tala eins og götustelpa með mótmælaspjald, pott og prik. Hún verður að hafa rök fyrir brotvikningu hans.
Þau rök verða líka að duga sögulega séð. Þegar málin verða gerð upp verður að vera algjörlega ljóst hvað Davíð gerði rangt og hvað hann hefði átt að gera út frá þeim forsendum sem ljósir voru á þeim tíma. Það dugar ekki að fullyrða að í ljósi staðreynda dagsins í dag hefði Davíð eða Seðlabankinn átt að gera hitt eða þetta.
Vilji svo til, út frá staðreyndum mála, að Seðlabankinn hafi eiginlega gert flest það sem hann hefði átt að gera þá mun sagan dæma Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra minnihlutastjórnar mjög harkalega. Og raunar alla ríkisstjórnina sem minnihluta Alþingis, Samfylkinguna og Vinstri græna.
Nú þarf rök, grjótheld rök. Ekki að einhverjum þurfi bara þurfi að fórna.
![]() |
Einn Seðlabankastjóri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þú, nýji dómsmálaráherra, hvaða embættisveitingar voru pólitískar?
1.2.2009 | 18:56
Nú má fastlega gera ráð fyrir að fjölmiðlar spyrji nýja dómsmálaráðherrann um pólitískar embættisveitingar Björns Bjarnasonar. Um er að ræða í kringum tuttugu embættaveitingar; sýslumenn, héraðsdómara, saksóknara, lögreglustjóra og fleira.
Meintar pólitískar embættisveitingar Björns hafa verið aðalumræðuefni í fjölda frétta, blaðagreina og bloggfærslna.
Nýji dómsmálaráðherrann ætti manna best að vita um þær og hafa á þeim skoðun enda var hún ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytisins. Þetta er einstakt tækifæri.
Einhver metnaðarfullur blaðamaður eða fréttamaður hlýtur að spyrja nýjan dómsmálaráðherra eftirfarandi: Hvaða embættisveitingar Björns Bjarnasonar voru pólitískar? Og ekki síður má spyrja hann: Hvað embættisveitingum varstu sammála?
![]() |
Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |