Ógæfumenn strax gripnir - hvítflibbar leika lausum hala

Hvað varð annars um eignir gömlu bankanna? Getur einhver rifjað það upp fyrir mér hverjir séu grunaðir þar og hvers vegna þeir leika lausum hala?

Á meðan einhverir vesalings ógæfumenn eru nær samstundis gripnir við óhæfuverk sín eru aðrir í svörtum Armanifötum með bindi sem gert hafa þjóð sína að sakamönnum og komast upp með það. Þeir síðarnefndu ráku banka og höfðu her manns í liði sínu til að hafa eftirlit með því að útlánin færu ekki til annarra en þeirra sem voru borgunarmenn. Framhjá þessu skothelda kerfi lánuðu þeir gríðarlegar fjáhæðir til einstaklinga og fyrirtækja án þess að biðja um veð eða ábyrgð. Veit einhver hvað varð um þessa peninga?

Það er segin saga að kerfið á auðveldara með að grípa einhvera vitleysinga sem brjóta lögin en gáfumennin í svörtu sem stálu peningum með að því er virðist löglegum hætti. Og við vitleysingarnir dáðumst að þessu liði en vissum ekkert hvað þeir gerðu.

Ó, hvað maður er orðinn þreyttur á þessu bulli.


mbl.is Grunaðir hraðbankaþjófar handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Lárus Pálsson

Hér er gamall húsgangur sem sýnir að umræðan breytist ekki mikið:  Stelir þú litlu, og standir lágt,/  í steininn óðar ferðu./ En stelirðu miklu, og standir hátt,/ í Stjórnarráðið ferðu!   Svona leit almenningur á málin fyrir 6o árum!

Stefán Lárus Pálsson, 2.2.2009 kl. 13:19

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Takk fyrir vísuna, Stefán. Löngum verið sagt að maður taki hreinlega ekki eftir mestu gripdeildunum. Þar af leiðandi má segja að meintir útrásarvíkingar og samherjar þeirra séu eiginlega gripdeildarmenn.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 2.2.2009 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband