Þú, nýji dómsmálaráherra, hvaða embættisveitingar voru pólitískar?

Nú má fastlega gera ráð fyrir að fjölmiðlar spyrji nýja dómsmálaráðherrann um pólitískar embættisveitingar Björns Bjarnasonar. Um er að ræða í kringum tuttugu embættaveitingar; sýslumenn, héraðsdómara, saksóknara, lögreglustjóra og fleira.

Meintar pólitískar embættisveitingar Björns hafa verið aðalumræðuefni í fjölda frétta, blaðagreina og bloggfærslna.

Nýji dómsmálaráðherrann ætti manna best að vita um þær og hafa á þeim skoðun enda var hún ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytisins. Þetta er einstakt tækifæri.

Einhver metnaðarfullur blaðamaður eða fréttamaður hlýtur að spyrja nýjan dómsmálaráðherra eftirfarandi: Hvaða embættisveitingar Björns Bjarnasonar voru pólitískar? Og ekki síður má spyrja hann: Hvað embættisveitingum varstu sammála?


mbl.is Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband