„Þakkarvert“ að bætt skuli úr vanköntum

Ekki gátu fulltrúar minnihlutastjórarinnar í viðskiptanefnd Alþingis borið til þess gæfu að fara eftir reyndra manna ráðum. Ljóst er að frumvarpið um seðlabankann var einungis til þess að koma í pólitískum andstæðingi í burtu.

Jóhannes Nordal, fyrrverandi Seðlabankastjóri segir samkvæmt endursögn mbl.is að frumvarpið hafi í upphafi verið mjög af vanefnum gert. „Segir Jóhannes þakkarvert að meirihluti nefndarinnar hafi þegar lagt fram breytingartillögur sem bæti nokkuð úr alvarlegustu vanköntum þess.“ Nóg er líklega eftir samt.

Minnihlutaríkisstjórnin vildi ekki fá álit Alþjóða gjaldeyrissjóðsins á frumvarpinu og ekki heldur aðstoð frá Evrópu. Svo mikið liggur á að losna við Davíð Oddsson að betra er lélegt frumvarp en ekkert. augsjáanlega er betra að veifa röngu tré en öngu.

Maður gengur undir manns hönd til að leiðbeina þessari ógæfusamlegu minnihlutastjórn frá villum síns vegar, en það tekst illa. Verði þá það sem verða vill og spyrjum að leikslokum. Mín spá er sú að laga þurfi frumvarpið lengi og mun arla árið eða næsta duga.


mbl.is Af vanefnum gert í upphafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband