Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Tók Obama á móti föllnum hermönnum?

Þessa fyrirsögn á mbl.is má misskilja. Hann hlýtur að hafa ráðgast við á um fjölgun hermanna í Afganistan.
mbl.is Obama tók á móti föllnum hermönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri menn með martröð allan sólarhringinn

Eftir að hetjur Samfylkinga og blogglýður margvíslegur hefur í átta ár skipst á að vega að persónu Davíðs Oddssonar, kennt honum um öll mein landsins, aflabrest og bankakreppur kemur í ljós að landsmenn líta enn á hann sem helsta forystumanns þjóðarinnar.

Eflaust kemur þetta þeim afskaplega mikið á óvart enda var markmiðið með ófrægingarherferðinni sem hófst forðum daga í Borgarnesi að gera útaf við Davíð. Um tíma leit út fyrir að það hefði tekist og hann afskrifaður, embættislaus og gleymdur.

Menn gleyma ekki Davíð svo glatt, hvorki samherjar né andstæðingar. Nú eru vinstri menn með martröð alla daga og nætur enda hafa kostir Davíðs blómstrað eftir að hann tók við starfi ritstjóra Morgunblaðsins. Í stað þess að sitja að mestu leyti þegjandi undir áróðrinum getur hann tjáð sig og það gerir hann og varpar nýju ljósi á stjórnmál samtímans.

Skyndilega hefur Morgunblaðið fengið á sig allt annan blæ, skín þar í gegn hinn ritfæri og fróði stjórnmálamaður. Og vinstri mönnum svíður miklu meir undan Morgunblaðinu en áður og hafði þó nóg verið af kvörtunum.

Þjóðin virðist þurfa á Davíð Oddssyni að halda og treystir honum. Þó gott sé að hafa hann á Mogganum væri enn betra að vita af honum í stjórnarráðinu.


mbl.is Treysta Davíð til að leiða landið út úr kreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Froða uppvaskarans í Samfylkingunni

Mikið djö... hló ég. Afsakið orðbragði en maður getur varla stillt sig þegar fyrir augum verður góður og innihaldsríkur texti. Ég skal skýra þetta aðeins nánar.

Í vikunni las ég afskaplega fróðlega grein eftir Stefán Svavarsson, endurskoðanda, og kennara í reikningshaldi við Háskóla Íslands og nefnist hún „Veðlán Seðlabankans“. Forðum er ég kom við í viðskiptafræðinni í Háskólanum var Stefán annar þeirra sem mér þótti afspyrnu áhugaverður kennari og kannski var það hans vegna að ég fékk aukinn skilning á bókhaldi og uppgjöri, vann meira að segja við það í mörg ár.

Greinina eftir Stefán vistaði ég inn á tölvuna mína og hugðist alltaf skrifa eitthvað um hana en það gleymdist í önnum dagsins. Mér þótti nefnilega greinin skýra afar vel hluti sem ég hafði ekki skilið fullkomlega og varð 

Í Morgunblaði sunnudagsins er að venju afar áhugavert Reykjavíkurbréf, listavel skrifað. Í því eru undirliggjandi meiningar, bæði upplýsandi og einni pólitískar. Í lokakaflanum segir:

Það átti að vera hápunktur herferðarinnar sem átti að leiða til þeirrar sælu niðurstöðu að „tap Seðlabankans væri mesta tap alls hrunsins og þungbærara en sjálft Icesaveklúður ríkisstjórnarinnar að fá virtan samfylkingarfræðimann, sem verið hefði í útlöndum og þekkti fræga menn, til að slá lokastrikið undir ófrægingarlotuna. Þá þyrfti ekki lengur um málið að deila. En það fékk illan endi og það var með vísun til þess sem fyrirsögn bréfsins var valin.
Fræðimaðurinn hellti sér yfir Seðlabankafólkið af miklu yfirlæti, eins og slíkum er tamt og sagði að því hefði borið að taka veð í innistæðum innistæðueigenda í bönkunum! Hann er vísast eini maðurinn sem vitað er um að hafi samtímis farið út af í fyrstu beygju og gatað á fyrsta efnisatriðinu í bókinni fyrir byrjendur. Bankar skulda innistæðueigendum innistæður þeirra en eiga þær ekki. Á fyrsta ári í verslunarskóla vita allir menn, líka þeir sem lesa ekki heima að menn taka veð í eignum manna eða banka en ekki í skuldum þeirra! Hafi hinn mikli fræðimaður samfylkingarinnar unnið í Seðlabanka Bandaríkjanna hlýtur það að hafa verið í uppvaskinu.

Og það var nákvæmlega þarna sem ég hló. Og hlátur minn var bæði vegna húmorsins sem höfundur Reykjavíkurbréfsins hefur til að bera og svo verð ég að viðurkenna að hláturinn var illkvitnislegur enda hefur mér lengi leiðst sú froða sem oft verður til hjá sumum Samfylkingarmönnum þegar þeir eru að tala um mál sem þeir þekkja ekki.

Nú bíð ég eftir því að djarfir hagfræðingar á borð við Gauta Eggertsson (sem vann við uppvaskið) og Jón Steinarsson skýri nánar út fyrir Stefáni Svavarssyni hvað þeir eiga raunverulega við og reyni þannig að áfrýja falleinkuninni með því að kjafta sig í kringum málið.

 


Bakherbergin og lýðræðisástin

Taka menn eftir því að ríkisstjórnin leikur einleik í Icesave málinu. Allan tímann frá því lögin um ríkisábyrgð var samþykkt á Alþingi hefur stjórnarandstöðunni verið haldið vísvitandi utan við málið. Hún hefur ekkert fengið að vita, ekki frekar en við almenningur.

Gamli frasi vinstri manna um „reykfyllt bakherbergi“ á svo sannarlega við hérna. Þetta sýnir í hnotskurn að lýðræðisást vinstri manna er svo sem ekkert meiri en annarra. Ég held þó að aðrar stjórnir hefðu haft víðtækt samráð við stjórnarandstöðuna. Eða undir hvaða kringumstæðum er nauðsynlegt að hafa stjórnarandstöðuna með í ráðum. Er hún „andstaða“ þegar um er að ræða framtíðarhagsmuni þjóðarinnar?


mbl.is Ekki auknar byrðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur ráðherranm fullyrt að nýju eigendurnir verði betri

Mikið er nú ánægjulegt að ríkisstjórnin skuli hafa staðið fyrir því að endureinkavæða íslensku bankanna. Sérstaklega gleður það mig að vinstri stjórn skuli standa svona vel að málum.

Ríkisstjórninni sem einkavæddi bankanna er núna lagt það til hnjóðs að hafa „valið“ rangt fólk til eignarhaldsins ... og hafa beinlínis vitað það. Þess vegna er ekki annað sanngjarnt en að spyrja hvort viðskiptaráðherrann eða aðrir ráðherrar geti fullyrt að nýjir eigendur bankanna verði betri en þeir fyrri?


mbl.is Gylfi: Ánægja með lausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kæruleysi sem skapar misskilning

Einu sinni fóru tveir bræður mínir í jarðarför en uppgötvuðu ekki fyrr en langt var liðið á athöfnina að þeir þekktu ekki manninn sem var verið að jarða. Vitlaus jaðrarför, ef svo má að orði komast.

Lífið er fullt af mistökum sem síðar má skoða sem skemmtilegar uppákomum. Sögur myndast um hitt og þetta, sögur af heimskupörum, mistökum og vitleysum. Og sögumenn eiga oftast hlut að máli og þeir hlægja manna hæst af eigin óförum.

Ég geri góðan skammt af mistökum og vitleysum, kannski rúmlega það, og ættingjar, vinir, kunningjar og samstarfmenn hlægja að manni. Stundum eru uppákomurnar neyðarlegar og þegar frá líður, og maður hættir að skammast sín getur verið að maður sjái spaugilegur heliðarnar.

Þegar ég var yngri var ég frekar spéhræddur. Sá andskoti hefur þó rjátlast af manni með tímanum, sem betur fer. Kannski þess vegna get ég sagt nýjust söguna af mér en hún er um það er ég kom út úr skápnum, varð hommi. 

Lesandinn kann að reka upp stór augu en ég vil áður en lengra er haldið fullvissa hann um að kynhneigð mín er óbreytt. Þetta voru bara allt mistök og Facebook að kenna.

Allir eru inn á Facebook. Ég er eða var undantekning. Gömul skólasystir sendi mér fyrir nokkrum rúmum mánuði boð um að bekkjarsystkini úr 12 ára bekk í Hlíðaskóla hyggðust koma saman. Hún rak mig beinlínsi nauðugan til að skrá mig á Facebook til að geta fylgst með. Það gerði ég samviskusamlega og ekkert meira með það. Ég rakti mig áfram og skráði mig með erfiðismunum á þess fésbók og náði að tengjast gömlu bekkjarsystkinunum mínum.

Nokkrum vikum eftir skráningu finn ég breytingu. Vinnufélagar og fjölmargir aðrir eru farnir að tala örlítið öðruvísi við mig en áður. Ég næ samt engum tökum á þess, fatta ekki alveg hvað er í gangi, en eitthvað var þetta allt örlítið og bókstaflega kynlegt. Oftar en ekki eru einhverjir að tala um homma og lesbíur og allir eru afar umburðalyndir en aldrei beinist umræðan að mér persónulega neða þega farið að tala í mín eyru um dúka, barnaföt og annað ... tja , kvenlegt. Og svo horfast einhverjir í augu og líta síðan blíðlega til mín sem veit gjörsamlega ekki hvaðan á mig stendur veðrið. Nei, fjandinn, þetta er bara einhver misskilningur hjá mér.

Svo leiddi ég ekki frekar hugann. Samt þótti mér undarlegt er kunningi minn, mætur þingmaður spyr mig hvort ég sé að verða að kellingu í þessu vinnuumhverfi mínu. Jú, svaraði ég, grunlaus og illu heilli kæruleysilega, maður dregur sitt dám af þeim sem maður umgengst.

Síðan gerist að nokkrum dögum síðar að ég er að flækjast á síðunni minni á Facebook og kem ég þá auga á meinlega villu í persónulegum upplýsingum. Og mér krossbrá. Svona litu grunnupplýsingarnar út:

Kyn: Karlmaður
Börn: Bjarki Rúnar Sigurðarson, Heidrún S. Sigurðardóttir, Grétar Sigfinnur Sigurðarson,
Hjúskaparstaða: Einhleypur
Hefur áhuga á: Karlmönnum

Hvur fjandinn? hugsa ég. Hver í andskotanum er að gera at í mér? Og hvernig var það hægt? Í nokkur sekúndubrot varð ég hreinlega miður mín. Hvað skyldi fólk halda, börnin mín, Inga Jóna, vinkona mín, systkini, þessi risastóra ætt? Í henni hafa hvorki fundist prestar, kommar né kynhverfir einstaklingar.

Ég hafði greinilega ekki verið með hugann við skráninguna. Mistökin hlutu því að skrást á mig. Já, mistök voru þetta því enn er ég ekki í neinum skáp, hvað þá kominn úr honum. Er bara enn hinn sami og hafði notið þess að búa til þrjú börn og gert'ða í ótrúlegan fjölda skipta til viðbótar án þess að nein kona hafa kennt mér fleiri börn (... sjö, níu, þrettán).

Og þar sem ekkert hefur breyst breytti ég skráningunni umsvifalaust á þessa leið: 

Hefur áhuga á: Konum

Ég hef svosem ekki leitt hugan að því hvaða afleiðingar þessi fyndna misskráning á Facebook hefur haft. Kannski fæ ég bráðum póst frá gömlu bekkjarsystur minni úr Hlíðaskóla þar sem hún býður mér að koma með kall á bekkjarmótið. Það minnir mig á gamlan vin, hann Guðstein sem var eitt sinn framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna meðan ég var formaður Neytendafélags Reykjavíkur. Hann talaði alltaf um eiginmann sinn og átti þá við konu sína. „Nú, konur eru líka menn,“ sagði Guðsteinn, þegar fólk hváði.

Nú skynjaði ég ástæðuna fyrir breyttu andrúmslofti undanfarinna vikna. Ef til vill eiga ættingjar, vinir eða aðrir sem þekkja mig eftir að lesa þessar línur. Og sumir munu áreiðanlega heilsa mér aftur á götu og segja: Siggi minn, ég vissi að þetta var tóm vitleysa.

Og þá segi ég og byrja á innsoginu: Jááá, elskan, gasalega ertu nú sæt/ur að segj'etta. 


Örlögin ákveðin með nýjum Icesave samningi

Þeir vita sem vilja að Hollendingar og Bretar seetja einkum fyrir sig þrjú atriði. Þau varða tímasetningu ríkisábyrgðar, hámark ríkisábyrgðar og að uppgjör Landsbankans fari eftir íslenskum lögum en ekki breskum.

Ríkisstjórnin hefur samið upp á nýtt um Icesave. Nýji samningurinn er í aðalatriðum eins og sá fyrri en fallið er frá ofangreindum þremur fyrirvörum.

Samningurinn verður undirritaður á næstu dögum og síðan lagður fyrir Alþingi þar sem meirihluti þingsins mun staðfesta hann.

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mun greiða atkvæði gegn honum. Líkur eru á að Þráinn Bertilsson muni greiða atkvæði með honum sem og þingmenn Borgarahreyfingarinnar enda hafa þeir lýst yfir ánægju með hann.

Stjórnarþingmennirnir Ögmundur Jónasson og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir munu greiða atkvæði með samningnum enda virðist afsögn Ögmundar sem heilbrigðisráðherra byggjast á því að hann vill ekki standa fyrir niðurskurði í heilbrigðismálum.

Þar með verða örlög þjóðarinnar ráðin. Hún segir sig til sveitar í Evrópusambandinu kemur þar inn í tötrum. Mun þá sannast það sem þingmaður sytursflokks Samfylkingarinnar í Bretlandi, Verkamannaflokkurinn, fullyrti, að hin íslenska þjóð væri ekkert annað en byrði fyrir framkvæmdastjórn ESB.


mbl.is Fundi um Icesave lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagur af lægri afborgunum lána fer í skatta

Ríkisstjórnin gefur og ríkisstjórnin tekur. Hún gefur okkur vonarneista, þykist ætla að lækka afborganir af íbúða- og bílalánum (að vísu á okkar eigin kostnað). Daginn eftir slekkur hún þenna sama vonarneista með því að hirða af okkur mismuninn í skatta.

Við stöndum því einfaldlega í stað og að manni læðist sá bitri sannleikur að tilgangurinn með lægri afborgunum af lánunum hafi einfaldlega verið sá að gera okkur hæfari til að borga skatta. 

Forðum var sagt; drottinn gaf, drottinn tók. Óupplýstum almúganum var talin trú um að yfirnáttúruleg máttarvöld réðu því sem gerðist; lífi, dauða, slysum, plágum jafnvel sköttum.

Við sem teljumst til hins sauðsvarta almúga nútímans erum ef til vill örlítið upplýstari en forfeður okkar. Ríkisstjórnin telst ekki til yfirnáttúrulegra máttarvalda. Þau eru jarðnesk þó stórlega megi draga í efa að jarðtengingin sé til staðar.

Yfir okkur hafa hellst hrikalegar náttúruhamfarir af mannavöldum, rétt eins og á mann hafi fallið skriða. Ríkisstjórnin lætur auðvitað grafa hann upp og um leið hún sér að hann er með lífsmarki er mokað yfir aftur. 

Ekkert andrými er gefið heldur gripið til gamaldags hallærisráða sem maður hefði talið að væru geymd á Þjóminjasafninu.

Og svo er reynt að sannfæra okkur um að við höfum ekki efni á öðru, ríkissjóður sé tómur. Á móti ég skal segja yður, ágæta ríkisstjórn, að til er tugur betri úrræða en að pönkast á almenningi vegna glæpa vanskilamanna. Ef þetta á að verða raunin er ekki annað hægt að gera en að slá í pott gegn vanhæfri ríkisstjórn. 


mbl.is Reikna með 87 milljarða halla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband