Örlögin ákveðin með nýjum Icesave samningi

Þeir vita sem vilja að Hollendingar og Bretar seetja einkum fyrir sig þrjú atriði. Þau varða tímasetningu ríkisábyrgðar, hámark ríkisábyrgðar og að uppgjör Landsbankans fari eftir íslenskum lögum en ekki breskum.

Ríkisstjórnin hefur samið upp á nýtt um Icesave. Nýji samningurinn er í aðalatriðum eins og sá fyrri en fallið er frá ofangreindum þremur fyrirvörum.

Samningurinn verður undirritaður á næstu dögum og síðan lagður fyrir Alþingi þar sem meirihluti þingsins mun staðfesta hann.

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mun greiða atkvæði gegn honum. Líkur eru á að Þráinn Bertilsson muni greiða atkvæði með honum sem og þingmenn Borgarahreyfingarinnar enda hafa þeir lýst yfir ánægju með hann.

Stjórnarþingmennirnir Ögmundur Jónasson og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir munu greiða atkvæði með samningnum enda virðist afsögn Ögmundar sem heilbrigðisráðherra byggjast á því að hann vill ekki standa fyrir niðurskurði í heilbrigðismálum.

Þar með verða örlög þjóðarinnar ráðin. Hún segir sig til sveitar í Evrópusambandinu kemur þar inn í tötrum. Mun þá sannast það sem þingmaður sytursflokks Samfylkingarinnar í Bretlandi, Verkamannaflokkurinn, fullyrti, að hin íslenska þjóð væri ekkert annað en byrði fyrir framkvæmdastjórn ESB.


mbl.is Fundi um Icesave lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sæll Sigurður 

Ég var sammála þér alveg þangað til kom að síðustu málgreininni. Tryggingasjóður er settur til að vernda sparífjáreigendur í öðrum löndum þannig að heimalandið tryggi sjóðinn. Það gleymdist í góðæri og græðgi Sjálfstæðisflokks. Sú stefna mun setja okkur til sveitar, ef eitthvað mun gera það.

Líkt og gjafakvóti Sjálfstæðisflokks bjó ekki til fjármagn úr engu heldur leyfði sjávarútvegsfyrirtækjunum að skuldsetja sig í botn líkt og bankarnir. Eiga lánadrottnar á meginlandinu ekkert að gæta sinna hagsmuna gagnvart hinum fífldjörfu og áhættusæknu fjárglæframönnum? Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 2.10.2009 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband