Vinstri menn með martröð allan sólarhringinn

Eftir að hetjur Samfylkinga og blogglýður margvíslegur hefur í átta ár skipst á að vega að persónu Davíðs Oddssonar, kennt honum um öll mein landsins, aflabrest og bankakreppur kemur í ljós að landsmenn líta enn á hann sem helsta forystumanns þjóðarinnar.

Eflaust kemur þetta þeim afskaplega mikið á óvart enda var markmiðið með ófrægingarherferðinni sem hófst forðum daga í Borgarnesi að gera útaf við Davíð. Um tíma leit út fyrir að það hefði tekist og hann afskrifaður, embættislaus og gleymdur.

Menn gleyma ekki Davíð svo glatt, hvorki samherjar né andstæðingar. Nú eru vinstri menn með martröð alla daga og nætur enda hafa kostir Davíðs blómstrað eftir að hann tók við starfi ritstjóra Morgunblaðsins. Í stað þess að sitja að mestu leyti þegjandi undir áróðrinum getur hann tjáð sig og það gerir hann og varpar nýju ljósi á stjórnmál samtímans.

Skyndilega hefur Morgunblaðið fengið á sig allt annan blæ, skín þar í gegn hinn ritfæri og fróði stjórnmálamaður. Og vinstri mönnum svíður miklu meir undan Morgunblaðinu en áður og hafði þó nóg verið af kvörtunum.

Þjóðin virðist þurfa á Davíð Oddssyni að halda og treystir honum. Þó gott sé að hafa hann á Mogganum væri enn betra að vita af honum í stjórnarráðinu.


mbl.is Treysta Davíð til að leiða landið út úr kreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

því erum við að eiða orku í svona fáránlegar kannanir - Davíð er eflaust ágætur og öll hin líka en höldum áfram að vinna ekki veitir okkur af

Jón Snæbjörnsson, 29.10.2009 kl. 08:41

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Minn kæri Jón, þú veist það manna best að á bak við gott skip er góður og sterkur skipstjóri.  Þar dugar engin samræðupólitík.  Nú er Ísland í miðjum ólgusjó og okkur vantar sterkan leiðtoga. 

Greinilegt er að þjóðin treystir Davíð best til að stýra skipinu út úr ólgusjónum !!

Sigurður Sigurðsson, 29.10.2009 kl. 09:01

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Sigurður minn - þó svo að ég sé hlintur Davíð þá tel ég hann vera hættan - frjálst svosem að skiptast á skoðunum

Jón Snæbjörnsson, 29.10.2009 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband