Kćruleysi sem skapar misskilning
7.10.2009 | 16:49
Einu sinni fóru tveir brćđur mínir í jarđarför en uppgötvuđu ekki fyrr en langt var liđiđ á athöfnina ađ ţeir ţekktu ekki manninn sem var veriđ ađ jarđa. Vitlaus jađrarför, ef svo má ađ orđi komast.
Lífiđ er fullt af mistökum sem síđar má skođa sem skemmtilegar uppákomum. Sögur myndast um hitt og ţetta, sögur af heimskupörum, mistökum og vitleysum. Og sögumenn eiga oftast hlut ađ máli og ţeir hlćgja manna hćst af eigin óförum.
Ég geri góđan skammt af mistökum og vitleysum, kannski rúmlega ţađ, og ćttingjar, vinir, kunningjar og samstarfmenn hlćgja ađ manni. Stundum eru uppákomurnar neyđarlegar og ţegar frá líđur, og mađur hćttir ađ skammast sín getur veriđ ađ mađur sjái spaugilegur heliđarnar.
Ţegar ég var yngri var ég frekar spéhrćddur. Sá andskoti hefur ţó rjátlast af manni međ tímanum, sem betur fer. Kannski ţess vegna get ég sagt nýjust söguna af mér en hún er um ţađ er ég kom út úr skápnum, varđ hommi.
Lesandinn kann ađ reka upp stór augu en ég vil áđur en lengra er haldiđ fullvissa hann um ađ kynhneigđ mín er óbreytt. Ţetta voru bara allt mistök og Facebook ađ kenna.
Allir eru inn á Facebook. Ég er eđa var undantekning. Gömul skólasystir sendi mér fyrir nokkrum rúmum mánuđi bođ um ađ bekkjarsystkini úr 12 ára bekk í Hlíđaskóla hyggđust koma saman. Hún rak mig beinlínsi nauđugan til ađ skrá mig á Facebook til ađ geta fylgst međ. Ţađ gerđi ég samviskusamlega og ekkert meira međ ţađ. Ég rakti mig áfram og skráđi mig međ erfiđismunum á ţess fésbók og náđi ađ tengjast gömlu bekkjarsystkinunum mínum.
Nokkrum vikum eftir skráningu finn ég breytingu. Vinnufélagar og fjölmargir ađrir eru farnir ađ tala örlítiđ öđruvísi viđ mig en áđur. Ég nć samt engum tökum á ţess, fatta ekki alveg hvađ er í gangi, en eitthvađ var ţetta allt örlítiđ og bókstaflega kynlegt. Oftar en ekki eru einhverjir ađ tala um homma og lesbíur og allir eru afar umburđalyndir en aldrei beinist umrćđan ađ mér persónulega neđa ţega fariđ ađ tala í mín eyru um dúka, barnaföt og annađ ... tja , kvenlegt. Og svo horfast einhverjir í augu og líta síđan blíđlega til mín sem veit gjörsamlega ekki hvađan á mig stendur veđriđ. Nei, fjandinn, ţetta er bara einhver misskilningur hjá mér.
Svo leiddi ég ekki frekar hugann. Samt ţótti mér undarlegt er kunningi minn, mćtur ţingmađur spyr mig hvort ég sé ađ verđa ađ kellingu í ţessu vinnuumhverfi mínu. Jú, svarađi ég, grunlaus og illu heilli kćruleysilega, mađur dregur sitt dám af ţeim sem mađur umgengst.
Síđan gerist ađ nokkrum dögum síđar ađ ég er ađ flćkjast á síđunni minni á Facebook og kem ég ţá auga á meinlega villu í persónulegum upplýsingum. Og mér krossbrá. Svona litu grunnupplýsingarnar út:
Kyn: Karlmađur
Börn: Bjarki Rúnar Sigurđarson, Heidrún S. Sigurđardóttir, Grétar Sigfinnur Sigurđarson,
Hjúskaparstađa: Einhleypur
Hefur áhuga á: Karlmönnum
Hvur fjandinn? hugsa ég. Hver í andskotanum er ađ gera at í mér? Og hvernig var ţađ hćgt? Í nokkur sekúndubrot varđ ég hreinlega miđur mín. Hvađ skyldi fólk halda, börnin mín, Inga Jóna, vinkona mín, systkini, ţessi risastóra ćtt? Í henni hafa hvorki fundist prestar, kommar né kynhverfir einstaklingar.
Ég hafđi greinilega ekki veriđ međ hugann viđ skráninguna. Mistökin hlutu ţví ađ skrást á mig. Já, mistök voru ţetta ţví enn er ég ekki í neinum skáp, hvađ ţá kominn úr honum. Er bara enn hinn sami og hafđi notiđ ţess ađ búa til ţrjú börn og gert'đa í ótrúlegan fjölda skipta til viđbótar án ţess ađ nein kona hafa kennt mér fleiri börn (... sjö, níu, ţrettán).
Og ţar sem ekkert hefur breyst breytti ég skráningunni umsvifalaust á ţessa leiđ:
Hefur áhuga á: Konum
Ég hef svosem ekki leitt hugan ađ ţví hvađa afleiđingar ţessi fyndna misskráning á Facebook hefur haft. Kannski fć ég bráđum póst frá gömlu bekkjarsystur minni úr Hlíđaskóla ţar sem hún býđur mér ađ koma međ kall á bekkjarmótiđ. Ţađ minnir mig á gamlan vin, hann Guđstein sem var eitt sinn framkvćmdastjóri Neytendasamtakanna međan ég var formađur Neytendafélags Reykjavíkur. Hann talađi alltaf um eiginmann sinn og átti ţá viđ konu sína. Nú, konur eru líka menn, sagđi Guđsteinn, ţegar fólk hváđi.
Nú skynjađi ég ástćđuna fyrir breyttu andrúmslofti undanfarinna vikna. Ef til vill eiga ćttingjar, vinir eđa ađrir sem ţekkja mig eftir ađ lesa ţessar línur. Og sumir munu áreiđanlega heilsa mér aftur á götu og segja: Siggi minn, ég vissi ađ ţetta var tóm vitleysa.
Og ţá segi ég og byrja á innsoginu: Jááá, elskan, gasalega ertu nú sćt/ur ađ segj'etta.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir söguna hún er sniđug - en svona getur gerst stundum
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 8.10.2009 kl. 00:20
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.