Fyrir hverju á að bólusetja?

Fyrir hverju er verið að bólusetja? Á að bólusetja fyrir svínaflensu sem er aðeins eins og venjuleg flensa og þegar komin út um allar koppagrundir í veröldinni? Eða er ætlunin að bólusetja fyrir hinni stökkbreyttu svínaflensu sem talið er að muni verða til í haust og herja á heimsbyggðina í haust og vetur?

Líklegast er ég að misskilja eitthvað. Ekki trúi ég því að verið sé að verja 380 milljónum króna í gagnslausar varnir og ég neita að trúa því að þetta sé einhvers konar sýndarmennska.

Hið eina sem mér dettur í hug eru svívirðileg samsæri lyfjaframleiðenda og heilbrigðisstétta til að hafa eitthvað þarflegt að gera. og nú sé ég að þessi kenning er ekki heldur sannfærandi.

Fyrir hverju er þá verið að bólusetja? Er ekki alveg eins gáfulegt að leita til spámiðla og biðja þá um að reyna að komast að því hvort þessi flensa verði að vandamáli yfirleitt?

Í þessu sambandi má líka spyrja sig hvort einhver munur sé á læknum og spámiðlum. Báðar stéttirnar eru rýna í framtíðina með mismunandi árangri.


mbl.is Bóluefni fyrir 380 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dagur Björnsson

alveg sammála þér

Dagur Björnsson, 4.8.2009 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband