Þjóðstjórn - ekki stjórn og stjórnarandstöðu

Þegar upplýsingar vantar verða til kviksögur. Vandi ríkisstjórnarinnar er að frá henni koma upplýsingar seint og illa.

Það styrkir hins vegar ekki virðingu Alþingis þegar þingmenn blaðra um allt og ekkert og taka jafnvel kjaftasögur og bera þær undir ráðherra í opinberum fyrirspurnatímum.

Á viðsjárverðum tímum verður bæði stjórn og stjórnarandstaða að gæta sín. Þingmenn verða að gæta að virðingu sinni, sýna yfirvegun og skynsemi í umræðum.

Staða mála er slík að nú þarf að mynda þjóðstjórn til að vinna að þeim efnahagsvanda sem við eigum við að etja.

Það er ekki forsvaranlegt að við þessar aðstæður skiptist Alþingi í stjórn og stjórnarandstöða. Þetta er ekki lengur pólitískur fótbolti heldur barátta um líf eða dauða sjálfstæðs þjóðfélags.


mbl.is Ekki krafa um þjóðnýtingu lífeyrissjóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég fer að verða sammála þessu. Þetta gengur ekki mikið lengur.

Finnur Bárðarson, 22.6.2009 kl. 17:02

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Rétt Sigurður. Lausn vandans í fyrirúmi; fella samninginn.

Helsta krafan er nú orðin um starfsstjórn til þess að flokkarígurinn og söguskoðanirnar valdi því ekki að þjóðin afsali sér þjóðarétti sínum til dómstólaleiðar, líklegast fyrir EFTA- dómstóli.

Nú þegar flestir eru orðnir ónæmir fyrir hundraða- milljarða tali með dagsveiflu upp á 10-50 milljarða króna, þá er ljóst að ekki er lengur farið eftir staðreyndum máls, sem sýna áðurnefnt afsal og öruggar greiðslur upp á þó nokkur hundruð milljarða króna. Höldum öllum vafa sakborningi (okkur) í hag. Hvetjum alþingismenn til þess að fella Icesave- samninginn, óháð flokkadráttum en háð almennri skynsemi.

Ívar Pálsson, 22.6.2009 kl. 17:28

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Af yfirvegun og skynsemi er best að vinna að einu máli í senn og ljúka því. Vandinn er hins vegar í því fólginn að verkefnin hrúgast að. Ríkisstjórnin er í engu standi til að klára þau með stjórnarandstöðuna og meginhluta þjóðarinnar á bakinu.

Það er komin tími á þjóðstjórn.

Aldrei fyrr í sögu lýðveldisins hefur hún staðið frammi fyrir öðrum eins hörmungum, IMF, ICESAVE, atvinnuleysi, verðbólga, fólksflótti úr landi, lánshæfismat ofl, ofl.

Nú þurfa allir stjórnmálaflokkar að koma að ríkisstjórn og vinna saman næstu tvö árin.

Og við, almenningur, þurfum að leggja það á okkur að fara niður á Austurvöll, fylla hann, fylla miðborgina og krefjast þjóðstjórnar.

Og bloggheimurinn þarf að leggja megináherslu á þessa kröfu vegna þess að sjálfstæði þjóðarinnar liggur við.

Krafan er réttmæt.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 22.6.2009 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband