Ríkisstjórnin veðsetur landið og miðin, hvað er þá eftir

Ekki þarf nema áframhaldandi alþjóðlega kreppu til að við getum ekki staðið við afborganir af Icesave samningnum. Og þegar skilið er á milli íslenskrar þjóðar og þess lands sem hún hefur átt í ellefuhundruð ár þá er hún ekki lengur sjálfstæð þegar gengið hefur verið á veðin heldur á skuldaklafa þeirra sem einu sinni þóttust vera bandamenn hennar.

Þjóðin kaus alls ekki um Icesave í síðustu kosningum. Allt tal um slíkt er þvert á alla skynsemi og er hreinlega ósatt.

Það er hins vegar dagsatt að fjármálaráðherra fullyrti fyrir síðustu kosningar að niðurstaða samningaviðræðna við Breta og Hollendinga yrðu glæsilegar fyrir Íslendinga. Fyrir þessi orð þyrfti maðurinn að gjalda.

Samningurinn er slíkur að þjóðin mun eiga mjög erfitt með að standa við hann. Ríkisstjórnin hefur veðstett eignir þjóðarinnar fyrir skuldum óreiðumanna. Þetta er hin sama ríkisstjórn og vill setja ákvæði í stjórnarskrá þess efnis að þjóðin eigi fiskveiðiauðlindirnar. Má þá búast við því að bresk stjórnvöld nái loks því markmiði sínu að sölsa undir sig fiskimiðin þegar hin íslenska þjóð lendir í vandræðum með afborganir af þessum endemissamningi?

Í grein í Morgunblaðinu hefur Jón Daníelsson fært mjög góð rök fyrir því að hafna beri Icesave samningnum. 

Tryggvi Þór Herbertsson, hagfræðingur og alþingismaður hefur einnig fært fyrir því góð rök að afborganir af Icesve megi aldrei fara yfir 1% af vergri landsframleiðslu.

Staðan í þjóðmálum er slík að nú er nausynlegt að þingmenn snúi baki saman og myndi þjóðstjórn. Ef einhvern tímann hefur verið þörf á slíku þá er það á þessari ögurstundu.


mbl.is Þjóðin kaus um Icesave í apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband