Hálfnuð með verkefnin sín en hvað með raunveruleikann?

Auðvitað ber að fagna því að ríkisstjórnin skuli vera hálfnuð með 100 daga áætlun sína. Það skiptir þó minnstu máli. Aðalatriðin eru einfaldlega þessi:

 

  1. Enn eru um 18.000 manns atvinnulausir
  2. Verðbólgan lækkar ekki
  3. Stýrivextir eru 13% en nálægt núlli í nágrannalöndunum
  4. Bankarnir eru lokaðir atvinnufyrirtækjum
  5. Gjaldþrot fyrirtækja vegna verkefnaskorts er gríðarlegt
  6. Gjaldþrotum einstaklinga hefur fjölgað afar mikið
  7. Fjárhagslegur vandi heimilanna er ofboðslegur
  8. Viðskipti við útlönd eru afar erfið vegna stöðu krónunnar

 

Og lái mér einhver þótt sá grunur læðist nú að manni að ríkisstjórnin sé barasta ekki að gera það sem hún á að gera. Eftir fimm mánuði mælist árangurinn í framlögðum skjölum en ekki fækkun á atvinnuleysisskrá, lækkun verðbólgu, styrkara atvinnulífi, traustum bönkum, færri heimilum í fjárhagsvanda, fækkun á gjaldþrotaúrskurðum og auðveldari viðskiptum við útlönd.

Nei, 21 verkefni af 48 kláruð!

Teikna mynd á gúmmískó, raða til á skrifborðinu, senda samúðarkveðjur til fjölskyldu sem missti íbúðina ... Jú, verkefnin geta verið mörg og mismunandi. Hver hefur auga með þessari ríkisstjórn og bendir henni á að hún sé hreinlega ekki að vinna í réttum málum eða vinna rétt?


mbl.is Segir 21 verkefni af 48 afgreidd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband