Meirihluti þingsins verður sér til skammar

... óstöðug, pólitísk, misráðið, of skammur frestur, óljós merkin hugtaka og orða, þrætusamkoma, veikir efnahag, óskýr,engin umræða, of naumur tími, hringlandaháttur, óljós hugmyndafræði, óskiljanlegt,ólúyðræðislegt ...

Þetta eru orð umsagnaraðila um frumvarp fræðimanna og hagsmunaaðila um stjórnarskrármálið. Kaupin á Alþingi gera ekki ráð fyrir neinni sátt um málið, þvert ofan í venju. Ofan í kaupið er enginn tími lengur til að ræða þessi mál. Forsætisráðherra minnihlutastjórnarinnar er svo lýðræðislega þenkjandi að henni kemur ekki við álit annarra en þeirra sem standa að viðskiptunum um breytingarnar.

Vinstri grænir og Samfylkingin keyptu Framsóknarflokkinn til stuðnings við minnihlutastjórn með því skilyrði að tveir hinir fyrrnefndu styddu nýja löggjafarsamkundu og hinn þriðji leggðist ekki gegn neinu máli sem stjórnin leggði fram.

Fyrir vikið er Framsóknarflokkurinn í útrýmingarhættu og vinstri flokkarnir eygja samkvæmt skoðanakönnunum möguleika á meirihluta á þingi.

Lýðræðishallinn á umræðunni um stjórnarskránna er svo gríðarlegur að ætlunin er að gera hana þannig úr garði að á næstu árum verði henni breytt eftir því hvaða pólitísku vindar blása hverju sinni. Það er ekki tilgangurinn með grunnlögum. Málatilbúnaðurinn er meirihluta þingsins til skammar og honum væri nær að drullast til að vinna að þeim málum sem eru meira knýjandi en svona æfingum.


mbl.is Vilja vísa stjórnarskrármáli frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband