Sættið ykkur við lýðræðislegar reglur

Styður Framsóknarflokkurinn ekki ríkisstjórnina? Hvaða bull er þetta í Siv Friðleifsdóttur um að Sjálfstæðisflokkurinn stjórni málum? Þetta er svo mikið bull sem mest má vera.

Nái meirihlutinn ekki fram sínum málum vegna minnihlutans þá verður bara að hafa það. Rétt eins og þegar minnihlutinn fær ekki næg atkvæði til að koma sínum málum fram.

Og til þess að kenna nú þessum áhugasömu þingmönnum sitt af hverjum um lýðræðislegan gang mála þá eru það atkvæðin á þingi sem telja en ekki grátur Sivjar eða hótanir Atla sem gilda.

Atli tók ósjaldan þátt í að tefja mál fyrir fyrrverandi ríkisstjórn með málþófi. Ekki flögraði annað að honum en að hann og hans nótar hefðu fullkomlega rétt fyrir sér. Þeim kom það ekkert við þó meirihlutinn kvartaði og kveinaði. En nú er kallinn í einhvers konar meirihluta og þá eru leikreglurnar allt aðrar.

Sættu þig bara við það, Atli, að aðrir brúki sömu meðul og þú! 

Og Siv Friðleifsdóttir ætti ekki að vaða upp á dekk. Hún sem var umhverfisráðherra og hélt því fram að Eyjabakkar væru ljótir og þar mætti virkja. Þjóðin var nú ekki á sömu skoðun en það skipti hana engu máli.

Og hversu oft brúkaði stjórnarandstaðan ekki málþóf þegar Siv varráðherra eða ekki-ráðherra? nóg kvartaði hún undan minnihlutanum en auðvitað breytast allar forsendur þegar maður kemst í pólitískan lífsháska enda ljóst að Siv og framsóknarmenn hafa veðjað á vitlausan hest sem er þessi minnihlutastjórn. Hún mun ganga af Framsóknarflokknum dauðum.

Sættu þig bara við þessar lýðræðislegu leikreglur, Siv, og hættu þessu væli! 


mbl.is Geta setið fram að kosningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband