Sorrí, stóllinn frátekinn fyrir Má Guðmundsson

Af hverju ekki enn eina leiksýninguna? Nei, nei. Enga leiksýningu, allt fyrir opnum tjöldum. það eru bara ljóti Sjálfstæðismennirnir sem ákveða stöðuveitingar í „reykfylltum bakherbergjum“.

Fyrir löngu var ákveðið að Már Guðmundsson ætti að vera næsti Seðlabankastjóri -  þá var hann Davíð enn þarna inni og búsáhöldin óbarin.

Vinstri menn hafa sín á milli með mikilli velþóknun fagnað Má í starfið. Þegar þannig er staðið að málum er ekki kyn þó keraldið leki. Jú, það lak út fyrir margt löngu að svona ætti það að vera. 

Ætlunin er einni að Þorvaldur Gylfason verði aðstoðarseðlabankastjóri en nokkur andstaða er við hann innan minnihlutastjórnarinnar og telja sumir farsælla að Arnór Sighvatsson haldi áfram í þessari stöðu. Einn þeirra sem hvetur til þess að Arnór verði fyrir valinu er kratinn Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra, sem enn nýtur nokkurar virðingar meðal Samfylkingarmanna. Sú virðing fer þverrandi eftir því sem völd gömlu Allaballanna innan þessa lausgirta flokks hafa aukist.

Og nú verður gaman að fylgjast með lokaatriði leiksýningarinnar. Hvernig menn leggja ráðningarnar fyrir, hvernig orðfærið verður og í hvað vitnað. Þori að veðja að heilagleikinn leki af frösum eins og lýðræði, fólki í landinu, bylting fólksins og svo framvegis.


mbl.is Fimmtán sóttu um stöðu seðlabankastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hver af umsækjendum myndi hugnast þér? Sjálfur hef ég enga skoðun á málinu.

Finnur Bárðarson, 2.4.2009 kl. 16:39

2 Smámynd: Tóbías í Turninum

Mér finnst Arnór ekki koma til greina, þá hefðu þeir getað sleppt leikritinu í heild sinni!. Seðlabankinn var barinn utan vegna þess að Raddir Fólksins..vildu endurnýjun. Ég tel það enga endurnýjun að hafa aðalhagfræðing Seðalabankans fyrrverandi sem aðstoðarseðlabankastjóra. Það yrði hreint og klárt hneyksli!

Tóbías í Turninum, 2.4.2009 kl. 17:18

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ég hefði nú verið ágætlega sáttur við að hafa Davíð Oddsson áfram. Hins vegar eru held ég allir umsækjendurnir sé ágætir, það sem ég þekki af þeim. Hins vegar væri nú gaman ef Þorvaldur fengi Seðlabankastjórastöðuna og þar með tækifæri til að standa við stóru orðin.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 2.4.2009 kl. 17:33

4 Smámynd: Guðmundur Björn

Það er klárt mál að Þorvaldi Gylfasyni var lofað embættinu af vinstriflokkunum strax í janúar. 

Guðmundur Björn, 2.4.2009 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband