Viðræður eru viðræður með eða án formanna

Viðræður milli flokkanna hófust í gærkvöldi en heimildir Morgunblaðsins herma að fulltrúar þeirra hafi rætt óformlega saman síðustu daga um mögulegt samstarf ef fyrra ríkisstjórnarsamstarf héldi ekki.

Formaður Vinstri grænna hefur komið fram í fjölmiðlum og svarið að hann hafi ekki staðið í viðræðum við Samfylkinguna. Sama hefur formaður Samfylkingarinnar. Nú kemur fram að viðræður hafa farið fram á milli flokkanna þó formennirnir hafi verið fjarri því góða gamni. 

Annað hvort er flokkur í viðræðum eða ekki. Skiptir engu þó formenn séu ekki með í leiknum. Viðræður eru viðræður jafnvel þó þær séu kallaðar þreifingar, spjall eða eitthvað annað. 

Köllum bara hlutina sínu rétta nafni, ekki fara undan í flæmingi eða skýla sér á bak við einhver önnur orð eða hugtök. Vinstri grænir voru í viðræðum við Samfylkinguna meðan síðarnefndi flokkurinn var í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Punktur. 


mbl.is Boðuð á fund forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi

Það skiptir máli að því leyti að formönnum flokkanna sem að sama skapi eru fulltrúar og höfuð síns flokk er mun síður heimilt að standa í slíkum viðræðum. Það stangast á við amk ýmsar siðareglur og jafnvel reglugerðir.

Mér þykir því eðlilegt að hafi formennirnir 2 ekki átt formlegar viðræður þá sé vert að taka það fram, þrátt fyrir að flokksmenn hafi spjallað yfir kaffibollum. 

Helgi , 27.1.2009 kl. 10:40

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Bestu þakkir fyrir athugasemdina, Helgi. Hins vegar getur verið að flokkur sé á kafi í viðræðum um nýtt ríkisstjórnarmynstur þó svo að formaður komi þar hvergi nærri. Þetta er ekki alveg að gera sig þannig. Aðgerðaleysi formanns er þar með bara sjónarspil.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 27.1.2009 kl. 10:46

3 Smámynd: Helgi

Já það var nú lítið. Á svona tímum er gott að fólk hafi málefnaleg sjónarmið og skoðanir og hafi tækifæri á að koma þeim á framfæri.

 En já algjörlega. Maður er auðvitað orðinn langþreyttur á að tíu orð séu notuð yfir sama hlutinn og hlaupið sé í kringum hluti eins og kötturinn (nú er grauturinn hinsvegar búinn). 

Helgi , 27.1.2009 kl. 10:51

4 identicon

Samkvæmt þessari kenningu þá eru öllu samtöl þingmanna mögulega stjórnarmyndunarviðræður.

Þess vegna eru menn sammála um eftirfarandi:

Það heitir viðræður þegar formenn flokka ræða saman eða lýst er yfir að formlegar viðræður hafi hafist. En auðvitað er búið að undirbúa jarðveginn mánuðum saman.

Undantekning á þessu virðist hafa verið þegar Gamli Góði Villi myndaði meirhluta með Björn Inga (Framsóknarflokknum) á meðan hann var í formlegum viðræðum við Ólaf G. (Frjálslynda Flokknum).

Annað dæmi er þegar formaður Framsóknarflokksins, Jón Sigurðsson, taldi sig vera í viðræðum við Geir Haarde um áframhaldandi samstarf og í ljós kom að varaformaður Sjálfstæðisflokksins var í viðræðum við formann Samfylkingarinnar á meðan.

Ég leyfi mér að óska þér til hamingju með vinstri stjórnina; nú sleppur Sjálfstæðisflokkurinn við að útskýra fyrir félagsmönnum sínum í smáatriðum af hverju þjóðin er gjaldþrota eftir 17 ára valdatíma flokksins. Nú sameina menn kraftana gegn ríkisstjórn sem vill tryggja hag heimilanna með þvi að jafna kjörin í landinu en það er ekki eins og kunnugt er pólitík Sjálfstæðisflokksins.

Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 10:52

5 Smámynd: Helgi

Best þykir mér þó að enn mælist blái örninn með fjórðung þjóðarinnar á bakvið sig. Mér finnst það sýna best hvernig við sjálf erum úr garði gerð.

Vonandi kemur þó annað í ljós þegar kosið verður. Við getum alveg eins sleppt því að hafa lýðræði ef fólk er alltaf búið að ákveða fyrirfram hvað það kýs.

Menn og málefni gott fólk!!

...ekki litur og lógó! 

Helgi , 27.1.2009 kl. 10:59

6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þakka þér fyrir þetta, Þráinn. Þú byrjaðir vel en endaðir í rugli.

Sammála innihaldi fyrri hluta athugasemdarinnar þó dæmin geti orkað tvímælis. Auðvitað er það frekar ómerkilegt þegar menn eiga að heita í viðræðum við aðra flokka en eru það í raun ekki. Það er líka helv... undarlegt að kaffispjall geti dregið úr þeirri vinnu sem formaður er formlega í. Auvitað er ekkert eitt rétt í þessu sambandi. Hins vegar ættu að ríkja ákveðnar reglur í þessu sambandi og framar öllu er merkingarlaus að formaður lýsi því yfir að hann hafi ekki rætt við einn eða neinn þegar varaformaðurinn og allir hinir eru á kafi í „kaffibollaspjalli“. Slíkt heitir einfaldlega baktjaldamakk.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 27.1.2009 kl. 11:00

7 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Nei, Helgi. Þetta var ekki skynsamlega sagt: „Við getum alveg eins sleppt því að hafa lýðræði ef fólk er alltaf búið að ákveða fyrirfram hvað það kýs.“

Á maður þá að breyta um skoðun á fjögurra ára fresti, er slæmt að hafa pólitíska skoðun?

Nei. Þetta var ekki frekar vanhugsað innlegg. Kosturinn við lýðræðið er ekki í þessu fólginn heldur í því að kosningarnar eru leynilegar. Hvorki mér eða þér kemur við hvað Jón Jónsson vill kjósa. Lýðræðið er líka í því fólgið að við þurfum að sætta okkur við niðurstöður kosninganna. Stór hluti fólks breytir um skoðun, við því er ekkert að gera. Stór hluti heldur fast við skoðun sína. Sættum okkur bara við það.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 27.1.2009 kl. 11:06

8 Smámynd: Helgi

Nei mér þykir þetta einmitt skynsamlega sagt og stendur harður við ...

Nú átti ég ekki við að maður "ætti" að skipta um skoðun á 4 ára fresti. Maður getur þessvegna kosið það sama allt sitt líf, sé það þín "pólitíska skoðun" eins og þú segir.

Það sem ég átti hinsvegar við er sá mikli fjöldi af fólki sem myndar sér sjálft afskaplega takmarkaðar skoðanir á málum, kynnir sér hlutina varla, hefur enga pólitíska skoðun, heldur kýs aðeins eitthvað ákveðið vegna þess "bara".

Pabbi kaus það og mér finnst það bara fínt. Þesskonar fólk, að mínu mati, á ekki skilið að búa í lýðræðissamfélagi. Það eru gríðarleg forréttindi og þau þarf að virða með því að "taka þátt" í lýðræðinu, kynna sér málin, móta sína skoðun og kjósa eftir SINNI sannfæringu.

Helgi , 27.1.2009 kl. 11:15

9 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sammála þessu að mestu leyti. Held nú samt að langflestir kjósi þann flokk sem þeir best telja að henti sér. Hvaða forsendur liggja svo til grundvallar, djúpar eða grunnar er svo allt annað mál. Lýðræðið er líka í því fólkið að menn myndi sér þá skoðun á þann hátt sem þeim hentar.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 27.1.2009 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband