Verða kosningar í vor?

Er Ágúst Ólafur Ágútsson viss um að það verði kosningar í vor? Enn hefur ekkert verið opinberlega ákveðið um kosningar.

Verði kosningar þarf að rjúfa jafnframt þing. Þar af leiðandi verður hugsanleg minnihlutastjórn VG og Samfylkingar aðeins starfandi í tvo til þrjá mánuði og það án þings. Úrræði ríkisstjórnarinnar vera því afar takmörkuð og raunar má hún ekkert gera, aðeins halda í horfinu.

Það er því ótímabært fyrir Ágúst Ólaf að fara að leggja drög að námi í útlöndum í haust. 


mbl.is Ágúst Ólafur hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Hróbjartsson

Langaði bara að benda þér á að ef það væri þannig að þingið væri ekki að störfum fyrr en eftir kosningar þá getur forseti, fyrir atbeina ríkisstjórnar gefið út bráðabirgðarlög, eins og tekið er fram í 28. gr stjórnarskránnar. Það þarf bara einungis að bera vera nauðsynlegt að lögin séu sett strax og þau mega ekki brjóta í bága við stjórnarskrána.

Það er síðan alls ekkert gefið að forseti muni rjúfa þing þá þegar og boða til kosninga. Hann þarf ekki að gera það og ef hann gerir það verður að ganga til kosninga á innan við 45 dögum.  samkvæmt 31. grein stjórnarskránnar. 

Langaði bara að skjóta þessu að þér. 

Ari Hróbjartsson, 27.1.2009 kl. 09:54

2 Smámynd: Byltingarforinginn

Bíddu... var það ekki krafa mótmælenda að það yrðu kosningar strax? Maí var alltof seint, bæði skv. þeim og vinstri grænum. Menn hljóta að standa við það.

Byltingarforinginn, 27.1.2009 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband