ESB skiptir Samfylkinguna allt í einu engu máli

Aðild að ESB var meginatriði í stefnu Samfylkingarinnar. Muna lesendur eftir orðum Ingibjargar Sólrúnar þess efnis að hafni landsfundur Sjálfstæðisflokksins aðildarumsókn þá jafngildi það stjórnarslitum?

Já, Samfylkingin stendur fast á prinsipmálunum.

Út af fyrir sig er ekkert að því að skoða hvaða möguleikar þjóðin eigi við inngöngu í ESB. Hins vegar taka VG það ekki í mál - alls ekki. Skrýtið að Samfylkingin hafi ekki skoðun á þessari stefnu flokksins. Það skyldi þó ekki vera að þessi afstaða skipti engu máli í minnihlutastjórninni ...

Staðan er nú þessi hjá Samfylkingunni og það skil ég hreinlega ekki:

 

  • ESB skiptir engu máli
  • Minnihlutastjórn er betri en meirihluta
  • Stefna Samylkinginarinnar í stjórn með VG er önnur en í stjórn með Sjálfstæðisflokknum

 

Eflaust eiga fleiri upplýsingar eftir að dúkka upp um stjórnarslitin. Ljóst er líka að Samfylkingin gat ekki haldið áfram stjórnarsamstarfi. VG hlutinn, Alþýðubandalagshlutinn, Fylkingarhlutinn, allt eru þetta armar innan Samfylkingarinnar sem teljast til vinstri hlutans og hann hefur náð yfirhöndinni. Hófsamir kratar og hægri kratar hafa lotið í lægra haldi. Háværi hlutinn er loks kominn heim til vinstri.

Ha, ég, fúll út af stjórnarslitunum? Já, grautfúll. 

 

 



mbl.is ESB ekki á dagskrá í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband