Vitleysisgangurinn í löggunni

Börnum innan tólf ára hefur veriđ bannađ ađ fara á gossvćđiđ. Svo segir löggan á Suđurnesjum. Ţar ráđa ríkjum Geir og Grani sem flestum eru kunnir. Spengilegu kallarnir í löggunni ţykjast vita betur en allur almenningu hvernig ađ ferđast, hverjir megi ferđast.

Hvers vegna 12 ára börn? Er eitthvađ sem liggur ţarna ađ baki?
„Hvers vegna ekki? Ţetta er náttúrlega matskennd ákvörđun,“ segir Úlfar. Ekki fengust nánari upplýsingar um ástćđur aldurstakmarksins.
„Menn geta velt ţessu fyrir sér en ákvörđunin liggur fyrir og henni verđur framfylgt,“ segir Úlfar. Hann segist vonast til ţess ađ ađgerđirnar verđi til ţess ađ tryggja öryggi á svćđinu. Almannavarnir beri ábyrgđ á ađ ţađ sé gert.

Ţetta kemur fram í frétt í Morgunblađinu. Lögreglustjórinn ţykist hafa Almannavarnir Ríkislögreglustjóra á bak viđ sig. Samkvćmt honum er ákvörđunin um ađ banna börnum ađgang „matskennd“ og engin rök fylgja.

„Mönnum er skylt ađ fara eftir fyrirmćlum lögreglu og ef ţađ er ekki gert, ţá er hćgt ađ beita sektum samkvćmt lögreglulögum,“ segir Úlfar, spurđur hvort unnt sé ađ sekta fólk sem fer ađ gosinu eđa ţá sem halda ađ gosinu međ börn undir 12 ára aldri.

Ţetta er vitlausara en tali tekur. Sé ákvörđunin „matskennd“ er aldrei hćgt ađ sekta ţá sem brjóta gegn matinu. Sé sumum hleypt í gegn en ekki öđrum er ţađ gert samkvćmt ákvörđun lögreglumanns sem finnst ađ barniđ eigi ekkert erindi á gosstöđvarnar. Hefur löggan ţekkingu á útbúnađi, getu barna og getuleysi. Getur verđ ađ matskennd ákvörđun lögreglumanns gangi framar lögum um frjálsa för fólks um landiđ?

Ţetta er eftir öđru. Ég dreg stórlega í efa ađ lögreglan á Suđurnesjum og  Ríkislögreglustjóra séu starfi sínu vaxin. Mistökin og vandrćđagangurinn hjá embćttunum á síđasta ári og ţessu eru nóg til ađ hver heilvita mađur ćtti ađ varast ađ taka ţau trúanleg. 

2021

Screenshot 2022-08-10 at 12.16.08Eldgosiđ viđ Fagra-dalsfjall sem hófst 19. mars 2021 var forvitnilegt og dró ađ sér ţúsundir manna og skipti veđriđ fćsta neinu máli. Mér kom samt á óvart hve embćtti Ríkislögreglustjóra og almannavarnadeild ţess var illa ađ sér. Sama á viđ Lögregluna á Suđurnesjum og jafnvel Björgunarsveitina Ţorbjörn í Grindavík sem var ţarna almenningi til ađstođar og stóđ sig oft vel.

Í upphafi hafđi svo mikiđ fát gripiđ lögguna, bćđi ţá hjá Ríkislögreglustjóra og á Suđurnesjum. Vegagerđin var látin loka Suđurstrandarvegi og ţví boriđ viđ ađ hann vćri skemmdur. Engin skemmd fannst. Vegurinn átti bara ađ vera skemmdur og ţví var hann lokađur heila helgi. Svo var gefinn út tilkynning um ađ fólk gćti gengiđ ađ gosstöđvunum frá Grindavík og Bláa Lóninu. Ţarna kom berlega í ljós hvers konar vitleysisgangur ríkti. Frá báđum stöđum voru ađ minnsta kosti tíu km ađ gosstöđvunum, ađra leiđina. Sem sagt fólki var ráđlagt ađ ganga rúma tuttugu km til ađ sjá gosiđ. Hundruđ ef ekki ţúsundir gerđu ţađ og voru uppgefin á eftir. Gangan gekk nćrri heilsu fjölda fólks og hafđi ţađ ekki annađ til saka unni en vilja sjá eldgos.

Nátthagi

IMGL4818Ég get lesiđ á landakort. Ţó ég hefđi aldrei komiđ á ţessar slóđir áđur sá ég strax ađ auđveldast var ađ ganga um dalinn Nátthaga. Besta ađ segja ţađ strax ađ ţegar svona stendur á er ég lítiđ fyrir ađ láta yfirvöld sem ţekkja greinilega ekki ađstćđur smala mér, segja mér hvert ég á ađ fara eđa gera. Stađreyndin var einfaldlega sú ađ ég vissi miklu betur en embćttismenn Ríkislögreglustjóra og Suđurnesjalöggan. Ţekking ţeirra á landslagi og fjallamennsku var sáralítil og ekki til mikils gagns. Ţar ađ auki var eins og ţessir ađilar kynnu ekki ađ lesa úr landakortum.

Athuganir á gervitunglagögnum bentu til ţess ađ kvikugangurinn, sem myndađist vikurnar fyrir gosiđ, og opnađist í Geldingadölum, sé ekki ađ fara ađ mynda nýjar gosstöđvar annarstađar yfir ganginum.

IMGL5335 AurSvo sagđi í yfirliti á vef Veđurstofu Íslands 26. mars 2021. Í upphafi eldgossins var ekki taliđ ráđlegt ađ búa til gönguleiđ ađ gosstöđvunum um Nátthagadal. Jarđfrćđingar töldu ađ ýmislegt benti til ađ berggangurinn vćri undir dalnum og ţar gćti hugsanlega gosiđ. Ţrem dögum síđar var ekki lengur talin hćtta á ţessu. Ţó var gerđ gönguleiđ sem lá ţráđbeint eftir bergganginum og nefnd „leiđ A“. Ekki mikil hugsun ţar ađ baki.

Nátthagadalur er geysistór, langur og djúpur, líklega nćrri 250.000 fermetrar og er ţá ađeins mesta sléttlendiđ taliđ. Hćglega hefđi veriđ hćgt ađ koma ţar fyrir nćrri tíu ţúsund bílastćđum án mikillar fyrirhafnar og hefđi ţó veriđ ćđi rúmt um alla. Međ ţví hefđi hefđi veriđ hćgt ađ koma í veg fyrir umferđaröngţveiti á Suđurstrandarvegi. Mestu skipti ađ fólk hefđi ekki ţurft ađ ganga nema ađ hámarki fjóra km ađ gosstöđvunum og til baka í dalinn, afar létta leiđ.

Embćttismennirnir

Embćttismennirnir tóku engum sönsum, hugsuđu ekki sjálfstćtt, jafnvel ţegar sérfrćđingar Veđurstofunnar töldu óhćtt ađ ganga um Nátthagadal.

Margt fer öđru vísi en ćtlađ er. Hér er atburđarásin: 

  1. Hraun rann niđur í Nátthagadal 22. maí 2021 og fyllti hann smám saman. 
  2. Ţann, 4. júní 2021 rann hraun yfir gönguleiđina sunnan Gónhóls og lokađi henni. 
  3. Ţann 13. júní rann hraun yfir gönguleiđ Ríkislögreglustjóra (kölluđ A) gerđ hafđi veriđ međ jarđýtu.

RíkislögreglustjóriŢegar litiđ er til baka var engin gönguleiđ varanleg. Ţó má fullyrđa ađ skynsamlegra hefđi veriđ ađ beina fólki um Nátthagadal í stađ ţess ađ gera fólki beinlínis erfiđara fyrir ađ skođa eldgosiđ. Ţađ sem olli ţessu var einfaldlega ţekkingarleysi, reynsluleysi og getuleysi ţeirra sem um véluđu.

Eftir ađ hafa kynnt mér málin fannst mér útilokađ ađ fara gönguleiđ löggunnar ađ gosstöđvunum. Sé enga ánćgju í ađ rölta í óslitinni fimm kílómetra halarófu, trođa drullu og renna til í flughálli brekku. Nátthagadalsleiđin mun skemmri og fljótfarnari.

Veđriđ

Stundum ţótti löggunni óskaplega vont veđur á gosstöđvunum. Líklega er miđađ viđ ađ kyrrsetumenn treysti sér ekki út í rok eđa slagveđur. Ţá er sagt ófćrt fyrir alla, jafnvel fyrir fjallakalla sem eru margreyndir í útivist og ferđalögum. Öllu var skellt í lás, jafnt fyrir útlendinga á sandölum sem og ţeim sem voru í gönguskóm međ stífum sóla, í hlýjum og góđum útivistarfötum og hlífđarfötum utan yfir.

Ríkisútvarpiđ var lengst af međ beint streymi frá gosstöđvunum í Geldingadal og einnig var hćgt ađ nálgast myndir á vef Veđurstofunnar og Ríkislögreglustjóra. Stundum var ekki annađ ađ sjá en ađ á Fagradalsfjalli vćri ţokkalegt  útivistarveđur.

Ţá má spyrja, hvađ er gott veđur til útvistar? Sumir segja ađ veđriđ skipti engu máli, bara klćđnađur fólks, útbúnađur og slatti af skynsemi. Ţví er ég mikiđ sammála. Spakir fjallamenn halda ţví reyndar fram ađ veđur velti á hugarfari. 

Svo er ţađ hitt. Ţegar lokađ var vegna veđurs á gosstöđvunum fór ég, og örugglega margir ađrir, eitthvert annađ, á fjöll, um heiđar. Hvergi var lokađ nema viđ Fagradalsfjall og nágrenni. Enginn bannađi fólki ađ ganga á Núpshlíđarháls, Sveifluháls eđa Geitafell, sem eru ţó í nćsta nágrenni og veđurlagiđ nákvćmlega hiđ sama. 

Líklega ţótti löggunni lakara ađ fólk fćri sér ađ vođa  viđ gosstöđvarnar en skárra ađ ţađ gerđist annars stađar. Ţetta er nú meiri vitleysan hjá löggunni.

Einhver fann upp orđiđ „gluggaveđur“. Ţađ notar „of-fólkiđ“ óspart. Úti er of-kalt, of-hvasst, of-rigning, of-snjór og van-sól sem merkir of lítil sól. Helst ţarf ađ vera blankalogn úti, tuttugu gráđu hiti og sól til ađ of-fólkiđ treysti sér í útivist.

Ć, ć, nú rignir

Fjölmiđlar og Ríkislögreglustjóri hafa oft tekiđ ađ sér ađ segja fólki til um útivist á Fagradalsfjalli en hafa ţví miđur ekki alltaf rétt fyrir sér enda sjaldnast reynt útivistarfólk sem slíkt gerir. Sífelldur áróđur gegn gönguferđum úti í náttúrunni er lítt hvetjandi. Byggir upp bölvađan aumingjaskap sem endar međ ţví ađ fólk leggur upp laupanna heima í stofu horfandi á sjónvarp og étandi sykurvörur. Ţá vćri nú meiri mannsbragur á ţví ađ berjast á móti vindi: 

Ég vildi óska, ţađ yrđi nú regn 
eđa ţá bylur á Kaldadal,            
og ćrlegur kaldsvali okkur í gegn 
ofan úr háreistum jöklasal.

Ţurfum á stađ, ţar sem stormur hvín 
og steypiregn gerir hörund vott. 
Ţeir geta ţá skolfiđ og skammast sín, 
sem skjálfa vilja. Ţeim er ţađ gott.

Undir Kaldadal heitir ţetta hraustlega ljóđ eftir Hannes Hafstein, tvö erindi af fimm. 

Ég ţreytist sjaldan ađ vitna í Fjallamenn, bók Guđmundar Einarssonar listamanns frá Miđdal en ţar stendur:

„Íslendingar eru skyldugir til ađ leggja stund á göngur og skíđaíţrótt, ţá vaxa ţeim ekki fjarlćgđir í augum. Sund, leikfimi og fleiri íţróttir eru ágćtur undirbúningur fyrir fjallgöngumann jafnframt ţví, ađ hann beri virđingu fyrir líkama sínum. Ég veit, ađ fyrstu tilraunum fylgir nokkur hćtta, ef ekki er reynt fólk međ í för. En ţađ aftrar mér ekki frá ađ hvetja fólk til ađ ganga á fjöll.

Fleiri og vođalegri slys hljótast af hreyfingarleysi en fjallgöngum. Ég hef séđ kunningja minn hrapa til dauđa í Alpafjöllunum, en ţađ fékk mér ekki eins mikillar sorgar og ađ sjá fjölda fólks, sem ég ţekki, grotna niđur af fitu, leti og óreglu.“ (Fjallamenn, blađsíđa 161)

Geir og Grani í löggunni

Screenshot 2022-08-10 at 12.54.11Rétt fyrir hádegi ţann 5. apríl 2021 opnađist sprunga norđan viđ Geldingadal og á örfáum dögum mynduđust fimm gígar. 

Ţegar ţetta gerđist var ég nýkominn upp á Langahrygg. Hafđi dvalist í heiđskíru og fallegu veđri viđ ađ taka myndir af rofabörđum enda lá mér ekkert á. Hefđi ég gengiđ hrađar upp á hrygginn, sem ćtlunin var, hefđi ég séđ nýju eldsprunguna opnast. Ţađ hefđi veriđ saga til nćsta bćjar. Já, hefđi og hefđi.

Ţegar ég kom upp leit ég auđvitađ til eldstöđvanna, en nokkru norđar var reykur og jafnvel eldur. Nokkrar sekúndur liđu áđur en ég áttađi mig á ţví ađ ţarna var ný sprunga ađ opnast. Úr henni rann hraun sem féll ofan í Meradal. Ég tók myndir í gríđ og erg. Skundađi eftir Langahrygg í áttina ađ Stóra-Hrúti, ţangađ upp ćtlađi ég. Ţá  fékk ég smáskilabođ í símann minn; 

Rímiđ gossvćđiđ. Umferđ bönnuđ. Ný sprunga ađ myndast.

Ég las skilbođin og hló (dálítiđ illkvittnislega ég viđurkenni ţađ). Leirskáldin hjá Ríkislögreglustjóra höfđu berađ ţekkingarleysi sitt á enn einu sviđinu. 

Vantađi Geir og Grana rímorđ? Mörg orđ ríma viđ gossvćđiđ, til dćmis fljótrćđiđ, smárćđiđ, ónćđiđ, bráđrćđiđ, einrćđiđ og mörg fleiri. Öll ţessi eiga vel viđ.

Ţegar löggan frétti af nýrri sprungu virđist mikiđ fát hafa gripiđ um sig á lögreglustöđinni á Suđurnesjum og Ríkislögreglustjóra. Ef til vill eins og sást í gömlu bíómyndunum um „The keystone cops“. Sé fyrir mér ringulreiđina ţegar fréttin barst. Allir ćđa fram og til baka, rekast á vinnufélaga, borđ og stóla og hrópa og kalla í algjöru ráđaleysi.

„Lokum lokum, fólk gćti dottiđ ofan í nýju sprunguna,“ gćti einhver hafa ćpt, skrćkum rómi. Nýliđanum er skipađ fyrir og hann hleypur til og sendir út smáskilabođ. Af hverju nýliđinn? Jú, hann er međ próf á jarđýtu, hámenntađur.

Jćja, afsakiđ ţetta. Ég gat ekki stillt mig, ţví löggan tók til ţess ráđs ađ skipa fólki ađ rýma (ekki „ríma“) gossvćđiđ. Sleppum stafsetningarvillunni og samt mátti misskilja orđalagiđ. Var átt viđ ađ ţeir sem fái skilbođin eigi ađ ađstođa viđ ađ rýma gossvćđiđ eđa eiga ţeir fari á brott? Líklega var átt viđ ţađ síđarnefnda. Löggan gat ekki einu sinni skrifađ skammlaust smáskilabođ fyrir síma.

Ţyrlan

Ţó gossprunga opnist er lítil hćtta á ferđum. Engar hamfarir eru á leiđinni. Ekki verđur sprenging. Nćr útilokađ var ađ ađrar eldsprungur myndu opnast viđ hliđ hennar. Ţađ gerist aldrei. Frekar er líklegar ađ svona sprungur lengist í ađra hvora áttina. Á Reykjanesi hafa allar gossprungur stefnuna suđvestur-norđaustur og ţarf ekki annađ en ađ líta á landkort til ađ sannfćrast. Löggan vissi ţetta ekki, skildi ekki eđa hafđi ekki hlutađ á jarđfrćđinga. 

Uppi á Langahrygg velti ég ţví fyrir mér hvers vegna ég ćtti ađ fara heim? 

Jú, valdstjórnin krafđist ţess. 

En var ég á gossvćđinu? 

Nei, ég var langt fyrir utan hćttusvćđi sem skilgreint hafđi veriđ. Ţess vegna gekk ég upp á Stór-Hrút.

Stuttu eftir ađ ég sá nýju sprunguna og náđi af henni mynd tók ađ renna hraun suđvestan viđ stađinn ţar sem fyrst opnađist.

IMGL4917 AurMikiđ var gaman - ţangađ til ţyrla Landhelgisgćslunnar nálgađist. Svo hringsólađi hún ógnandi yfir mér ţar sem ég stóđ ţarna á fjallstindinum. Auđvitađ skelfdist ég. Bjóst viđ hryđjuverkasveit Ríkislögreglustjóraembćttisins sem myndi renna sér á köđlum niđur úr ţyrlunni, alvopnađir hríđskotabyssum, hnífum, kylfum og táragasi, og handtaka mig fyrir ađ hafa óhlýđnast valdstjórninni. Svo gerđist ţađ nćstótrúlegasta. Ţyrlan flaug í burtu. Ég settist skjálfandi og sveittur niđur viđ litlu hrúguna sem einu sinni hafđi veriđ varđa og reyndi ađ ná mér. Ţađ tókst, en helluna í eyrunum hef ég ekki losnađ viđ síđan. Enn suđar.

 

Já og nú er aftur fariđ ađ gjósa og löggan á Suđurnesjum og embćtti Ríkislögreglustjóra leita allra ráđa til ađ passa okkur, almúgann. Viđ vitum ekki neitt, kunnum ekki neitt og erum vís til ađ detta ofan í kvikutjörnina eđa jafnvel ofan í gíginn. Og ţá er nú nauđsynlegt ađ ţeir Geir og Grani og félagar ţeirra standi sig.

 

Myndirnar

Efsta myndin er af forsíđu Fréttablađsins og er af fólki sem er ađ brölta upp „kađalleiđina“ svoköllu. Gönguleiđ upp bratta hlíđ sem tróđst fljótt niđur og í slyddu og rigningu varđ hún fljótt eitt forađ. Ţetta var í bođi löggunnar og Björgunarsveitarinnar Ţorbjarnar í Grindavík og hafa báđir ađilar veriđ stoltir af framkvćmdinni.

Nćsta mynd er tekin af Langahrygg og ţarna sést í fjarska „kađalbrekkan“ frćga.

Ţriđja myndin er af uppgöngunni úr Nátthagadal, miklu léttari og auđveldari leiđ en löggan ţröngvađi fólki til ađ fara.

Fjórđa myndin ţarfnast ekki skýringa.

Fimmta myndin ekki heldur.

Sú sjötta er af ţyrlu Landhelgisgćslunnar sem nálgast Stóra-Hrút. Grćnafjall í baksýn.

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband