Mynd af jarđskjálftasvćđinu suđvestan viđ Keili

DSC_0077 Keilir, toppur, S b

Jarđfrćđingar segja ađ „betri“ stađur fyrir eldgos á Reykjanesi sé vandfundinn en suđvestan viđ Keili. Ţetta mun vera rétt. Ţarna er afar fáfariđ en víđa ćgifagurt og ţarf ekki annađ en ađ skođa loftmyndir.

Suđvestan viđ Keili eiga flestir jarđskjálftar undanfarinna daga upptök sín. Sagt er ađ ţar í iđrum jarđar sé kvika ađ ţrengja sér upp á viđ. Slíkt gerist jafnan ţegar landrekiđ skilur eftir sprungur, kvikan fyllir ţćr. Óvíst er ađ hún komi nokkru sinni upp á yfirborđ jarđar.

Myndin hér til hliđar er tekin af Keili. Hún er gerđ úr ţremur myndum og ţví er horft frá suđri til vesturs. Ţarna er Ţráinsskjöldur, dyngja sem varđ til fyrir um 7.000 árum.

Á myndina hef ég sett nokkur örnefni og ađ auki tvćr línur. Milli ţeirra eru upptök langflestra jarđskjálfta sem skekiđ hafa Reykjanes og ađ auki höfuđborgarsvćđiđ. Ráđlegg lesendum ađ smella á myndina til ađ stćkka hana og verđur hún ţá skýrari. 

Lengst til vinstri er Vesturháls sem líka nefnist Núpshlíđarháls. Handan hans er Móhálsadalur og einnig Austurháls sem nefnist líka Sveifluháls. Ţessir tveir hálsar eru međ stefnuna suđvestur-norđaustur. Og hvađ er svo merkilegt viđ ţađ? Jú, skjálftarnir umrćddu hafa sömu stefnu. Verđi eldgos verđur ţađ ábygglega á sprungu sem hefur ţá stefnu. 

Munum samt ađ Vesturháls og Austurháls eru úr móbergi og urđu til viđ gos undir jökli á síđustu ísöld, svona í stuttu máli sagt.

Efst á Ţráinsskildi eru „vatnaskil“ ef svo má ađ orđi komast um nćr vatnslaust svćđi. Ţetta ţýđir ađ öllu skiptir hvar hugsanleg eldsprunga myndast. Sé hún norđarlega rennur hraun í áttina ađ Reykjanesbraut og byggđum ţar. Sé hún ađeins sunnar rennur hrauniđ í áttina ađ Vesturhálsi og hugsanlega niđur ađ Suđurstrandarvegi. Ţarna má litlu skeika.

Myndist eldsprungan nálćgt fjallinu sem nefnist Litli-Hrútur mun hraun renna inn í dalinn sem sést á myndinni og safnast ţar saman ţangađ til ţađ finni halla til suđurs eđa vesturs.

Af ţessu öllum má sjá ađ suđvestan viđ Keili er „góđur“ stađur fyrir eldgos. 

Svona í lokin er ekki úr vegi ađ nefna ţann draumspaka kunningja minn sem ég hitti um daginn. Hann heldur ţví fram ađ annađ hvort gjósi í sjó eđa hraun renni í sjó fram. Segist ekki vita hvort verđi raunin. Tek ţessu mátulega trúanlegu, veđja ţó frekar á jarđfrćđinga um ţessi efni.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband