Vera frelsissviptur og eldfjall sendir frá sér heitt rautt hraun

Sjá nánar á bloggsvæðinu málfar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Sæll Sigurður og takk fyrir ágæta pistla.

Mig langar að varpa til þín spurningu.

Á mbl.is gefur að líta eftirfarandi fyrirsögn:

Konan sem skaut Mussolini.

Í textanum segir: Kúlan straukst við nef Benito Mussolini, en ítalski leiðtoginn lifði af morðtilræðið.

Skv. minni máltilfinningu er fyrirsögnin röng þar sem tilræðiskvendið hitti ekki manninn hvað þá að það hafi orðið honum að bana.

Í minni sveit var aldrei talað um að dýr hefði verið skotið nema að það hefði leitt til dauða dýrsins.

Í seinni tíð hefur mér fundist að allt of frjálslega sé farið með orðið að skjóta einhvern eða eitthvað.

Að mínu mati hefði fyrirsögnin átt að vera: Konan sem reyndi að skjóta Mussolini.

Hvert er þitt alit á ofanritaðri fyrirsögn Mbl.is?

Daníel Sigurðsson, 21.2.2021 kl. 22:40

2 Smámynd: S i g u r ð u r  S i g u r ð a r s o n

Sæll Daníel,

Ég get ekki skilið þetta öðru vísi en að konan hafi drepið Mussolini. Það er hins vegar ekki rétt, hvorki sögulega séð né segir svo í fréttinni. Réttara myndi vera að segja að konan hafi skotið á Mussolini, eða að honum. Fréttin er þýðing af vefmiðli BBC. Þar stendur í fyrirsögn:

Violet Gibson - The Irish woman who shot Benito Mussolini.

Þó svona segi á ensku er ekki þar með sagt að hægt sé að þýða orðin og fá það út að konan hafi skotið Mussolini. Hún skaut á hann, særði manninn. Hins vegar drepast ekki allir sem skotið er á.

  • Maðurinn sem skaut Frans Fredinand erkihertoga og ríkisarfa Austurríkis hét Gavrillo Pricip. Sá fyrirnefndi dó. 

  • Maðurinn sem skaut Abraham Lincoln forseta Bandaríkjanna árið 1865 hér John Wilkes Booth. Forsetinn dó.

  • Skotið var á Ronald Reagan forseta Bandaríkjanna árið 1981. Hann var ekki skotinn, heldur særður.

  Blaðamenn þurfa að hafa hugann við það sem þeir eru að gera. Ekki þýða ógætilega.

  Mér sýnist að sá sem þýddi þessa klausu sé ekki góður í íslensku. Þarna er talað um „hugrekkisverk“ sem á að vera þýðing á „acts of individual bravery“. Þýðandinn sækist í nafnorðin, býr þau til en gefur sér ekki tíma til skrifa fyrir lesandann. 

  Þarna kemur fyrir orðið „alsgnægtir“. Kolvitlaust skrifað enda skilur þýðandinn greinilega ekki orðið allsnægtir sem merkir nóg af öllu.

  Svo segir að konan hafi átt við „heilsufarsleg vandamál að stríða“ í stað þess að segja að hún hafi verið slæm til heilsunnar.

  Stafsetningavillur eru í textanum sem er furðulegt því á Mogganum eru tölvur með sjálfvirkum villuleitarforritum. Eina sem blaðamaðurinn þarf að gera er að nenna að láta forritið skanna textann.

  Fréttin er óboðleg. Enginn les yfir það sem viðvaningar skrifa og varla er nokkur virðing borin fyrir okkur lesendum.

  S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 21.2.2021 kl. 23:26

  Bæta við athugasemd

  Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

  Innskráning

  Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

  Hafðu samband