Enginn krefst afsagnar fyrsta ráđherra Skotlands

Fyrsti ráđherra Skotalands, Nicola Sturgeon,sćtir nú lítilsháttar ámćli fyrir ađ hafa veriđ án grímu á minningarvöku á krá í síđustu viku. Birt var mynd af henni í fjölmiđlum grímulausri. Hún hefur beđist afsökunar á „ódćđinu“ og ber fyrir sig ađ ađeins tuttugu manns hafi veriđ á barnum ţar sem vakan var haldin.

Í öllum fréttatímum í Ríkisútvarpinu og fleiri fjölmiđlum frá ţví á ađfangadag hefur veriđ um ađ fjármála- og efnahagsráđherrann, Bjarni Benediktsson og kona hans, hafi veriđ grímulaus í fimmtíu manna „samkvćmi“ í Ásmundarsal. Reyndar var ţetta myndlistarsýning og voru listaverkin til sölu.

Enginn er hissa á ţví ađ pólitískir andstćđingar Bjarna vilji ađ hann segi af sér og ţurfti ekki brot á sóttvarnarlögum til ţess.

Pólitískir andstćđingar Nicola Sturgeon, fyrsta ráđaherra Skotlands, gera ekki kröfu til ţess ađ hún segi af sér.

Hvergi í íslenskum fjölmiđlum hefur veriđ sagt frá ráđherranum í Skotlandi. 

Á fréttamiđlinum Sky segir skoski ráđherrann í lauslegri ţýđingu:

Mér ţykir leitt ađ hafa brotiđ reglur sem ég hef hvatt alla til ađ fara eftir. Ég tók af mér andlitsgrímuna eitt andartak á minningarvöku í síđustu viku. Ég vil leggja áherslu á ađ ţrátt fyrir ađstćđur braut ég reglurnar. Ég á mér enga afsökun.

Ég á ađ fara eftir reglunum rétt eins og allir ađrir enda skipta ţćr öllu máli. Ég álasa sjálfri mér meir en nokkur annar. En ţađ sem meira er um vert ég mun halda vöku minni framvegis.

Og máliđ er dautt eins og sagt er. Skotar eru kurteist fólk og skilja ráđherrann.

Bjarni Benediktsson sagđi á ađfangadag í yfirlýsingu á Facebook eftir atvikiđ í Ásmundarsal:

Á heimleiđ úr miđborginni í gćrkvöldi fengum viđ Ţóra símtal frá vinahjónum, sem voru stödd á listasafninu í Ásmundarsal og vildu gjarnan ađ viđ litum inn til ţeirra og köstuđum á ţau jólakveđju. Ţegar viđ komum inn og upp í salinn í gćrkvöldi hefđi mér átt ađ verđa ljóst ađ ţar voru fleiri en reglur gera ráđ fyrir.

Eins og lesa má í fréttum kom lögreglan og leysti samkomuna upp. Og réttilega. Ţarna hafđi of margt fólk safnast saman.

Ég hafđi veriđ í húsinu í um fimmtán mínútur og á ţeim tíma fjölgađi gestunum. Rétt viđbrögđ hefđu veriđ ađ yfirgefa listasafniđ strax ţegar ég áttađi mig á ađ fjöldinn rúmađist ekki innan takmarkana. Ţađ gerđi ég ekki og ég biđst innilega afsökunar á ţeim mistökum.

Og pólitískir andstćđingar ráđherrans misstu stjórn á sér og fúkyrđin streymdu á Facebook síđur Bjarna. Nú síđast birtir píratinn Björn Leví Gunnarsson, ţingmađur, grein í Morgunblađinu og reynir á hrokafullan máta ađ gera lítiđ úr Bjarna. 

Ólíkt hafast menn ađ. Umburđarlyndiđ er ekkert á Íslandi jafnvel ţó komin séu jól. Yfir hátíđarnar kom flóđbylgja formćlinga frá andstćđingum Bjarna. Ekkert slíkt gerđist í Skotlandi.

Píratinn Mári McCarthy er sagđur hafa brotiđ sóttvarnalög er hann fór í Sundlaug Reykjavíkur. Hann settist í heitan pott ţar sem voru fimmtán manns fyrir en vegna takmarkana máttu ađeins tólf vera í honum. Ađeins dv.is segir frá ţessum atburđi.

Enginn stjórnmálamađur hefur krafist ţess ađ Smári segi af sér ţingmennsku vegna brotsins.

Svona er nú pólitíkin á Íslandi. Fáir reyna ađ skila ađstćđur en eru ţvert á móti fljótir ađ fordćma og formćla. Svona rétt eins og meintur „morđingi“ hundsins Lúkasar var tekinn af lífi í fjölmiđlum og samfélagsmiđlum. Og hvađ gerđi sama fólk ţegar hundurinn fannst lifandi? Ekkert. Bađst ekki einu sinni afsökunar. Og hefur líklega ekki heldur skammast sín fyrir ađ hafa ráđist á saklausan mann.

Auđvitađ má fólk hafa skođun á einstaklingum sem ţađ vill. Ţó má gera ţessa kröfu til allra gagnrýnenda: Ekki vera skíthćll í umrćđunni.

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband