Undirritunarađilar, biđla til og sigra mót

Orđlof

Högg

Góđur félagi benti mér á fyrirbćri sem einnig snertir íslenskt málfar nútímans: Nú táknar ţađ „ađ fá högg“ ekki heimilisofbeldi, heldur fađmlag (e. hug):

„Viltu fá högg?“

„Gefđu mér högg“.

Annađ málfrćđitengt atriđi lćt ég fylgja. Ég fékk ţađ í hendur nćstum milliliđalaust frá norđlenska kórmanninum: Ţađ kom eistneskur kór til ađ syngja međ söngfélögum hans á Akureyri. Ţegar hann lýsti uppákomunni eftir á sagđi hann:

„Fyrst sungu ţeir, svo sungum viđ. Og svo sungum viđ međ eistunum, og ţá ćtlađi ţakiđ af húsinu.“

Morgunblađiđ, 19.9.20. Tungutak, blađsíđu 28. Baldur Hafstađ.

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

„Sem upphaflegir undirritunarađilar Atlantshafsbandalagsins hafa Bandaríkin og Ísland veriđ viđbúin ađ koma hvort öđru til varnar í yfir 70 ár.“

Morgunblađiđ, grein á blađsíđu 29, 19.9.90.                               

Athugasemd: Sendiherra erlends ríkis fćr birta grein í Morgunblađinu. Einhver hefur fengiđ ţađ verkefni ađ ţýđa hana, líklega Google-Translate. 

Ţarna er talađ um „undirritunarađila“ sem gćti veriđ ţýđing á enska orđalaginu „original signatories“ eđa „signatory party“. Hins vegar er ţetta ekki óalgengt orđalag en ekkert meira ađlađandi fyrir ţví. Prófiđ ađ gúgla.

Á máliđ.is segir:

Oft eru til góđ og gegn orđ í málinu sem fara mun betur en ýmsar samsetningar međ orđinu ađili. T.d. fer mun betur á ađ segja ábyrgđarmađur, dreifandi, eigandi, hönnuđur, innheimtumađur, seljandi, útgefandi en „ábyrgđarađili“, „dreifingarađili“, „eignarađili“, „hönnunarađili“, „innheimtuađili“, „söluađili“, „útgáfuađili“.

Margt er líkt í íslensku og ensku en ţar međ er ekki sagt ađ bein ţýđing sé viđeigandi. Oft fer miklu betur á ţví ađ nota fleiri orđ í ţýđingu úr ensku, ţá umorđum viđ. 

Tillaga: Bandaríkin og Ísland voru međal ţeirra ríkja sem stofnuđu Atlantshafsbandalagiđ fyrir sjötíu árum og hafa síđan veriđ viđbúin ađ koma hvoru öđru til varnar.

2.

„Biden biđlar til ţingmanna Repúblikana.“

Fyrirsögn á ruv.is.                               

Athugasemd: Notkun sagnarinnar ađ biđla er orđin dálítiđ skrýtin í fjölmiđlum og ekki alltaf vitađ viđ hvađ blađamenn eiga. Samkvćmt orđabókinni merkir orđiđ ađ biđja sér konu, samanber nafnorđiđ biđill. Ţađ getur líka merkt ađ biđja. Í fjölmiđlum virđist hafa dregiđ úr notkun biđja en biđla komiđ í stađinn.

Fyrirsögnin hér fyrir ofan óljós. Hins vegar er skýrt hvađ átt er viđ ţegar lesin er fyrsta málsgreinin í fréttinni sjálfra. Ţar stendur:

Joe Biden, forsetaframbjóđandi Demókrata, hvatti ţingmenn í dag til ađ koma í veg fyrir ađ nýr hćstaréttardómari yrđi skipađur fyrir kosningar. 

Ljóst er ţví ađ hann hvatti ţingmenn en biđlađi ekki. Talsverđur munur er á merkingu orđanna.

Tillaga: Biden hvetur ţingmenn Repúblikana ađ tilnefna ekki dómara.

3.

„Snjór í hlíđum Esjunnar.“

Fyrirsögn á visir.is.                               

Athugasemd: Fyrirsögnin er alveg rétt, ekkert ađ henni. Ţó má benda á ađ ţegar snjóar lítilsháttar ţannig ađ greina má jörđ er talađ um ađ ţađ gráni, gráni í fjöll. Í morgun gránađi í Esjuna og líka í Hengli, Bláfjöllum og örugglega víđar á suđvesturhorninu.

Orđalagiđ ađ grána í fjöll er skemmtilega gegnsćtt og jafnvel notalegt, fer vel međ myndinni sem fylgir fréttinni.

Litríkar lýsingar geta veriđ skemmtilegar. Hér eru dćmi:

  1. Gránar í fjöll
  2. Bćta gráu ofan á svart
  3. Nú er’đa svart mađur
  4. Eins og svart og hvítt
  5. Svartur blettur á einhverjum
  6. Svartur blettur á tungunni
  7. Hef séđ ţađ svartara
  8. Fram í rauđan dauđann
  9. Rauđ rómantík
  10. Rauđ jól
  11. Algjör grćningi
  12. Undir grćnni torfu
  13. Í einum grćnum
  14. Ekki grćnan grun
  15. Út í bláinn
  16. Bláa höndin
  17. Hvít jól
  18. Hvítur fyrir hćrum
  19. Fjalliđ tjaldar hvítu
  20. Brenna til hvítra kola

Upp í hugann koma örfá orđatiltćki međ litum en ţegar leitađ er heimilda í orđabókum finnast margir tugir ef ekki hundruđ.

TillagaGránađi í Esjuhlíđar í nótt.

4.

„Kylfingurinn Bryson DeChambeau sigrađi Opna bandaríska meistaramótiđ í golfi í gćrkvöld.“

Frétt á ruv.is.                                

Athugasemd: Fréttamađurinn á örugglega viđ ađ kylfingurinn hafi sigrađ Í mótinu. Enginn getur „sigrađ mót“ en hćgt er ađ vinna ađra keppendur, hafa betur, sigra í keppni eđa móti.

Orđalagiđ hefur dreifst víđa enda átta ekki allir sig á ţversögninni. Önnur álíka ţversögn er ađ „opna hurđ“ sem er algjörlega vonlaust verkefni, rétt eins og ađ „standa međ sjálfum sér“, „elta drauma sína“ og annađ skemmtilegt.

Tillaga: Kylfingurinn Bryson DeChambeau sigrađi á Opna bandaríska meistaramótiđ í golfi í gćrkvöld.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband