Hnignun Laugardalslaugar

IMG_2110Laugardalslaug er frekar sóđaleg. Ţađ er ekki starfsmönnum ađ kenna, miklu frekar borgaryfirvöldum sem virđist vera nákvćmlega sama um laugina, veita ekki nćgt fé til viđhalds og ţrifa.

Vegna heimsfaraldursins voru sundlaugar landsins lokađar frá 23. mars til 18. maí. Í Laugardalslaug var tíminn notađur til viđhalds. Sundlaugargestir komu í vel ţrifna búningsklefa međ nýlökkuđu tréverki og allt ilmađi af hreinlćti og gleđi. Sumir stungu sér í laugina en ađrir renndu sér fótskriđu í pottana. Lífiđ var gott.

Svo tóku ýmsir góđborgarar eftir smáatriđunum sem höfđu gleymst. Rennurnar í lauginni voru óţrifnar, ţćr eru grćnar, ţó ekki fagurgrćnar. Tröppur upp úr lauginni voru jafn skítugar og fyrr. Viđ pottana voru tvćr efstu tröppurnar svo skítugar ađ ţar áttu smágerđ skorkvikindi lífvćnlegt landnám. Skíturinn hefur síđan haldiđ áfram ađ safnast ţar saman og jafnvel á milli potta. Blátt plast sem einhvern tímann var sett á bakka laugarinnar og víđar er sums stađar orđiđ grćnleitt af óţrifum.

IMG_2066Ţegar rignir lekur vatn ofan úr stúkunni og ofan í saltpottinn og lekandinn heldur áfram um tíma ţó stytt hafi upp.

Má vera ađ handriđin viđ pottana hafi veriđ lökkuđ međan á lokuninni stóđ. Ţađ breytir ţví ekki ađ ţau voru og eru enn kolryđguđ. Ryđbrunniđ gat er á handriđi á austasta heita pottinum og hugsanlega fleirum.

Í svokölluđum nuddpotti eru gráar ólar sem pottagestir geta stungiđ höndum sínum í. Ţćr hafa varla nokkru sinni veriđ ţrifnar og eru orđnar dökkar af skít eftir núning ţúsunda handa. Eflaust má í ţeim greina ótal lífsýni. Skyld'ann Kári vita af'essu?

Fyrir nokkrum dögum var einn góđur sundlaugargestur orđinn svo ţreyttur á sóđaskapnum ađ hann greip í sundlaugarvörđ og benti honum á nokkur atriđi sem hér hefur veriđ minnst á. Sá kom af fjöllum.

IMG_2114„Nćturvaktin sér um ţrifin,“ sagđi vörđurinn, en lofađi ađ koma athugasemdum á framfćri. Daginn eftir var búiđ ađ ţrífa, ađ minnsta kosti ađ nafninu til.

Hér hefur ekki veriđ fjallađ um búningsklefana og gesti af báđum kynjum sem fara ekki í sturtu og menga ţví laugarvatniđ fyrir öđrum. Um ţađ má skrifa langan pistil.

Myndirnar sem fylgja voru teknar eftir „ţrifin“. Af ţeim má ráđa ađ enn er mikiđ verk óunniđ. Sumir myndu orđa ţađ ţannig ađ komin sé tími á gagngera endurnýjun á lauginni.

Myndirnar skýra sig sjálfar. Ţó má vekja athygli á einni. Greina má ađ tvćr plöntur hafa skotiđ rótum í tröppum ofan í heitan pott (sjá neđstu myndina). Hugsanlega er ţetta smári. Já, ţađ er líf í laugunum, jafnvel eftir lokun.

IMG_2069 bSvo eru ţađ tćknimálin. Fyrir kemur ađ sturturnar verđa sjóđheitar og stundum ískaldar. Sjaldnast eru pottarnir međ sama hitastigi frá einum degi til annars. „Ţetta er ónýtt drasl,“ sagđi sundlaugarvörđur ţegar kvartađ var viđ hann. Líklega er ţađ rétt, lagnir og stýritćki eru örugglega jafngömul lauginni sem opnuđ var áriđ 1968.

Hversu lengi á ađ bjóđa gestum upp á svona sundlaug? Hvernig stendur á ţví ađ Laugardalslaug er ekki lengur besta sundlaugin í Reykjavík?

En ágćti lesandi, ekki spyrja mig hvers vegna ég fer nćr daglega í ţessa laug.

Ţessi grein birtist í Morgunblađinu 1. september 2020.

Síđan hefur svolítiđ veriđ unniđ ađ ţrifum. Mikiđ er ógert. Enn er eftir ađ ţrífa rennur laugarinnar. Bakkarnir eru óásjálegir sem og gamli plastdúkurinn sem settur var fyrir óralöngu á kanta laugarinnar. Niđurstađan er sú ađ fyrir löngu er kominn tími á endurnýjun. Betri er ný laug en kattarţvottur.

Kjallari er hringinn í kringum laugina. Mér er sagt ađ veggir hennar séu stífađir svo ţeir falli ekki inn. Ţar ađ auki munu ţeir vera sprungnir og lekir.

Skyld’ann Davíđ Dagur vita af’essu?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Mér finnst hú Lauga best og fer ekki annađ í hálfa öld núna held ég.

Halldór Jónsson, 5.9.2020 kl. 17:19

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband