Standa ađ baki, blettur á trausti og fremja eggjavopnaárás

Orđlof

Verkjađur

Guđjón Lárusson, lyflćknir, hringdi og tjáđi óánćgju sína međ orđaval í sumum lćknabréfunum sem honum berast. Sérstaklega er hann ósáttur viđ orđin bjúgađur, verkjađur og lyfjađur, og bađ undirritađan ađ herđa baráttuna gegn ţeim.

Um ţessi orđ var fjallađ í 170. pistli (Lćkna­blađiđ 2004; 10: 713) eftir ađ leitađ hafđi veriđ fulltingis hjá sérfrćđingum Íslenskrar málstöđvar. Ţeir töldu orđin ekki samrćmast íslensku málkerfi. 

Fram kom í pistlinum ađ ţau ćtti líklega ađ flokka sem lýsingarorđ, mynduđ af nafnorđunum, bjúgur, verkur og lyf. Gott dćmi um myndun lýsingarorđs af nafnorđi er kjarkađur (af kjarkur). 

Flest ţau orđ sem enda á -ađur eru hins vegar lýsingarháttur ţátíđar af sagnorđi, svo sem málađur (af mála) og ölvađur (af ölva).

Lćknablađiđ. Jóhann Heiđar Jóhannsson.

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

„Einnig ţakka ég barnsmóđur minni … fyrir ađ standa ađ baki mér …“

Frétt á mbl.is.                                    

Athugasemd: Sá sem ’stendur ađ baki einhverjum’ getur veriđ fyrir aftan hann. Orđalagiđ getur einnig merkt ađ sá sé slakari en sem bakiđ á.

Ţarna er vitnađ í formála bókar sem er nýkomin út og ţakkar höfundur mörgum fyrir liđveisluna međal annars međ ţessum orđum. Ekki er ţó laust viđ ađ lesandinn brosi í kampinn. 

Í Njáls sögu biđur Kári Sölmundarson Björn í Mörk ađ standa ađ baki sér og ađhafast lítiđ. Lesandinn veit ađ Kári er frćkinn bardagamađur en Björn ekki ţó málugur sé, og er ţetta hiđ besta fyrirkomulag fyrir Björn.

Líklegast er ađ höfundur formálans hafi viljađ ţakka barnsmóđur sinni fyrir ađ standa međ sér á tímum sem hann ţurfti ađstođ.

Ţetta er ágćtt dćmi um ađ skrifarar ţurfa oftast einhvern til ađ lesa yfir skrif sína annars er hćtt viđ ađ illa fari.

Tillaga: Einnig ţakka ég barnsmóđur minni … fyrir ađ styđja mig …

2.

„Aukn­ar lík­ur á eng­um smit­um.“

Fyrirsögn á mbl.is.                                    

Athugasemd: Líkur eru á engu. Nei, svona talar enginn, nema kannski hátimbrađir vísindamenn. 

Hér er vitnađ í greinargerđ sem fylgir spálíkani Háskóla Íslands. Ţar segir međ orđum blađamannsins:

Alltaf er ţó mögu­leiki á ţví ađ mörg smit grein­ist …

Ţetta er nú ekki ýkja spámannslega sagt. Frekar í ćtt viđ ţađ sem veđurfrćđingurinn gćti sagt ţegar hann er spurđur um veđriđ í vetur: 

Jú, ţađ eru alltaf líkur á snjókomu.

Ég gerđi athugasemd viđ ofangreind orđ á Facebook-síđu Thors Aspelunds sem svarađi mér kurteislega og sagđi:

Götumál líftölfrćđinga og jafnvel líkindafrćđinga. 

Ég var nú ekki alveg sammála og ţá svarađi hann međal annars:

Ţađ er ekki rétt ađ segja ađ nú förum viđ ađ sjá daga međ engin smit. Heldur er rétt ađ segja nú aukast líkurnar á ađ viđ förum ađ sjá daga međ engin smit. En mikilvćgt ađ útskýra vel og koma "talmálinu" rétt inní talmáliđ.

Ég get vel sćtt mig viđ svariđ enda ljóst ađ Thor áttađi sig vel á ţví sem ég átti viđ. Orđalagiđ ’förum ađ sjá’ er ekki eins gott og ađ segja blátt áfram ađ viđ munum sjá.

Tillaga: Litlar líkur á smitum.

3.

„Myndlistarsýningin On Common Ground opnar í dag á Hlöđulofti Korpúlfsstađa …“

Frétt á frettabladid.is.                                     

Athugasemd: Listamenn frá Póllandi, Litháen og Íslandi opna myndlistasýningu. Af hverju er heiti hennar á ensku? 

Á nokkur vafa er óskađ eftir ţví ađ Íslendingar komi á sýninguna og hvers vegna er yfirskriftin ţá ekki á íslensku? Ţetta er enn eitt dćmiđ um niđurlćgingu tungunnar, henni er ekki beitt heldur gripiđ til ensku sem enginn listamannanna á ađ móđurmáli.

Blađamađurinn gerir vel og ţýđir enskuna á íslensku eins og lesa má í tillögunni hér fyrir neđan.

Ţar ađ auki „opnar sýningin“ ekki neitt. Hún er opnuđ af fólki.

Tillaga: Á sameiginlegri jörđ.

4.

„Ţađ setur blett á traust til Mannréttindadómstóls Evrópu af hálfu ţeirra Tyrkja sem reka mál fyrir dómstólnum ađ forseti hans ţiggi heiđursdoktorsnafnbót …“

Frétt á ruv.is.                                     

Athugasemd: Ţetta er einhvers konar varfćrnisorđlag sem gengur ekki fullkomlega upp. Betra er ađ nota lýsingarorđin lítiđ traust, mikiđ traust eđa eitthvađ ţar á milli frekar er ađ blanda blettum inn í orđalagiđ.

Sagt er ađ blettur falli á mannorđ einhvers og ţá er átt viđ ađ orđspor hans hafi beđiđ skađa. Stundum er talađ um skammarbletti. Í ţessu tilvikiđ hefđi veriđ tilvaliđ ađ segja ađ bletti hafi veriđ kastađ á Evrópudómstólinn, ţađ er ađ orđstír hans hafi rýrnađ.

Evrópudómstóllinn byggir á trausti ađildarríkja og almennings á honum. Fyrir kemur ađ úr trausti dragi og ţannig orđalag skilja allir og frekari málalalengingar eru ţví óţarfar.

Tillaga: Ţađ rýrir traust til Mannréttindadómstóls Evrópu af hálfu ţeirra Tyrkja sem reka mál fyrir dómstólnum ađ forseti hans ţiggi heiđursdoktorsnafnbót …

5.

2.988smit kór­ónu­veiru greind­ust í Bretlandi síđasta sól­ar­hring.“

Frétt á mbl.is.                                      

Athugasemd: Svo virđist sem stjórnendum Moggans sé alveg sama hvernig blađamenn skrifa. Engin gćđastjórnun á ţeim bć. Krakkar sem tóku ekki eftir í íslenskutímum í skóla byrja hiklaust setningar á tölustöfum. Ţetta gerist aftur og aftur á mbl.is (takiđ eftir ađ hér er ekki sagt „ítrekađ“ sem er vinsćlasta orđ blađamanna um ţessar mundir).

Allir fjölmiđlar hafa sínar tiktúrur. Á Ríkisútvarpinu er fréttamönnum skipađ ađ segja „í gćrkvöld“ ekki í gćrkvöldi. Hvort tveggja er ţó rétt.

Á Mogganum er nýliđunum sagt ađ byrja setningar á tölustöfum, ekki á bókstöfum. Ţađ er kolrangt.

Ímyndum okkur ađ eins eitt nýtt smit hafi greinst í Bretlandi. Ţá hefđi gáfupenninn skrifađ:

1 nýtt smit kórónuveiru greindist í Bretlandi síđasta sólarhring.

Myndi sá sem ţetta les skrifa svona?

Af hverju skrifar blađamađurinn „smit kórónuveiru“ sem ţó er alls ekki rangt en flestir myndu segja kórónuveirusmit.

Tillaga: Síđasta sólarhring greindust 2.988 ný kórónuveirusmit í Bretlandi.

6.

„Lögreglan í Birmingham á Englandi hefur handtekiđ 27 ára karlmann sem grunađur er um ađ hafa framiđ eggvopnsárásir  “

Frétt á visir.is.                                      

Athugasemd: Ţekkjastskammbyssuárásir“ eđa „bareflisárásir“? Án efa, en ţetta er ekki vel skrifađ. Árásarmađurinn stakk fólk, ţađ kemur greinilega fram í heimildinni sem er frétt BBC. Ţó kemur ekki fram hvort ţađ hafi veriđ gert međ skćrum, sveđju eđa hnífi svo dćmi séu tekin. Ýmislegt bendir til ţess ađ ţađ hafi veriđ hnífur, sem raunar má telja til eggvopna, međ ţeirri undantekningu ađ hnífur er alls ekki alltaf vopn.

Ekki er rangt ađ tala um ađ „fremja árás“ en ţetta er nafnorđastíll sem hćglega má víkja sér undan og skrifa ’ráđast á fólk’ sem er eđlilegt orđalag nema fyrir ţá sem hafa vanist ensku máli.

Í fréttinni segir:

Sá sem lést var 23 ára gamall mađur og dó hann á Irving strćti klukkan.

„Klukkan …“ Hvađ erindi á ţessi stubbur ţarna? Nennti blađamađurinn ekki ađ lesa skrifin yfir fyrir birtingu? Er ekkert gćđaeftirlit međ skrifum blađamanna á Vísi? Ţeim leyfist allt en ábyrgđin er ritstjórans sem virđist ekki gera kröfur til starfsmanna.

Í fréttinni segir:

Mađur og kona, 19 og 32 ára, hlutu alvarlega áverka og eru sögđ í lífshćttu.

Sem sagt, konur eru ekki menn. Er betra ađ skrifa nítján og ţrjátíu og tveggja ára? 

Tillaga: Lögreglan í Birmingham á Englandi hefur handtekiđ 27 ára karlmann sem grunađur er um ađ hafa stungiđ fólk međ hnífi.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband