Er móbergið á Fimmvörðuhálsi komið á Hornstrandir?

FimmvörðuhálsLjósmyndir eru óaðskiljanlegur hluti fréttar, sé þær á annað borð birtar. Fjölmiðlar gerast samt æði oft sekir um að birta myndir sem alls ekki eiga við fréttina. Dæmi um það er myndin sem fylgir fréttinni hér. Í myndtextanum segir:

Björg­un­ar­sveit­ir að störf­um á Horn­strönd­um. Mynd úr safni.

Varla er hægt að velja mynd sem er fjarri Hornströndum því þessi er af Fimmvörðuhálsi. Þarna eru björgunarsveitarmenn við móbergskletta sem finnast ekki á Hornströndum. Þar að auki sést stika á myndinni en hún er einkennandi fyrir Fimmvörðuháls, plast efst og járn neðst.

KistufellUm daginn sagði mbl.is frá óhappi í Þverfellshorni sem er hluti af Esju. Þá var birt mynd af Kistufelli.

Enginn blaðamaður myndi rugla saman forsætisráðherra Noregs og forsætisráðherra Bretlands. Nei, auðvitað ekki, þeir ekki einu sinni af sama kyni. Jafn fáránlegt er að rugla með landafræðina. Nóg eru vandamálin svo þetta bætist nú ekki við.

Sárasjaldan birtast kort í fjölmiðlum og er þó það hægur vandinn. Hér er kort af hluta Hornstranda og sést á því Fljótavík, Fljótvíkurvatn, Þorleifsskarð og Hlöðuvík. Allir þeir staðir sem nefndir eru í fréttinni. Ef einn aumur bloggari getur birt svona kort þá hlýtur virðulegur fjölmiðill að geta gert enn betur.

Afskaplega góð stafræn kort eru hjá Landmælingum og Loftmyndum. Meðfylgjandi kort er frá þeim fyrrnefndu.

Kort


mbl.is Ákváðu að halda ferð sinni áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband