Dregur úr vindi, breytingar á sýningaađilanum og ţeir sem féllu á andlit

Orđlof

Vefsíđuheiti fallbreygjast

Í vefsíđuheitum er .is skammstöfun fyrir landiđ rétt eins og á mörgum dönskum vefsíđum er .dk, á norskum .no, sćnskum .se, á ţýskum .de og á austurískum .at.

Engin hefđ er fyrir ţví ađ beygja ţessar skammstafanir. Sagt er: „fréttina má lesa á hi.is [hi punktur is]" (vef Háskóla Íslands), ekki „*…hi.isi", "ţetta má sjá á mbl.is [mbl punktur is]" en ekki „*… mbl.isi".

Vefsíđuheitiđ sjálft á ađ sjálfsögđu ađ beygja. 

Ef einhver ćtlar til dćmis ađ nota vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum frćđum, arnastofnun.is, ţá er vefsíđuheitiđ beygt eins og hvert annađ íslenskt orđ: á vef árnastofnunar.is (ef.). 

Sömuleiđis: „Ég las ţetta á vísi.is“ (ţgf.), ekki „vísir.is“

Vísindavefurinn, Guđrún Kvaran, prófessor.

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

„Dreg­ur úr vindi og úr­komu.“

Fyrirsögn á mbl.is.                                    

Athugasemd: Ţetta er ekki rangt. Samt finnst mér „vindatal“ veđurfrćđinga og blađamanna ósköp ţreytandi ţví hćgt er ađ segja ţetta á einfaldan hátt:

Lćgir og styttir upp.

Ég, eins og svo margir ađrir, ólst upp viđ svona orđalag. Finnst ţví skrýtiđ hversu einhćfar veđurlýsingar eru orđnar. Oftar en ekki er talađ um ađ „vindur aukist“ eđa „minnki“, „vindur sé mikill“ eđa „lítil“ og sama međ rigninguna sem á sunnudögum er stundum kölluđ úrkoma.

Ţegar hvasst er og rigning var oft talađ um slagviđri. Ţetta orđ ţekkist varla í dag og ástćđan er ekki batnandi veđurfar.

Fréttin er ekki illa skrifuđ. Í henni koma fyrir orđ eins og strekkingur og súld, gömul og góđ orđ. 

Í fréttinni segir:

Á föstu­dag gera lang­tímaspár ráđ fyr­ir lćgđ úr suđri, og ef fer sem horf­ir gćti sá dag­ur orđiđ ansi blaut­ur og vinda­sam­ur.

Hefđi ekki veriđ betra ađ orđa ţetta svona:

Spáđ er ađ lćgđ komi ađ landinu á föstudaginn og fylgir henni rigning og hvassvirđi [slagviđri].

Ég velti ţví fyrir mér hvađ hafi gerst. Líklegast eru komnar nýjar kynslóđir sem aldrei hafa stundađ lestur eđa hlustađ á frásagnir eldra fólks og ţví hafi rof orđiđ í flutningi ţekkingar milli kynslóđa. Tungutakiđ er orđiđ einhćfara og orđabanki ungs fólks er mun rýrari en ţeirra eldri. Sumir myndu tala um gjaldţrot.

Tillaga: Í dag lćgir og styttir upp.

2.

„Hrímhvíta móđir …“

Frétt á mbl.is.                                     

Athugasemd: Nú er dálítiđ gaman. Í frétt um enskt fótboltafélag sem komst upp í efstu deild wftir ţrautagöngu í neđri deildum. Blađamađurinn sem greinilega er annt um félagiđ segir klökkur:

Stuđnings­menn­irn­ir störđu bara hver á ann­an og spurđu niđur­lút­ir: Hrím­hvíta móđir, hvar er ţín forn­ald­ar frćgđ, frelsiđ og mann­dáđin best?

Varla hafa ensku stuđningsmennirnir vitnađ í ţetta fallega, íslenska ljóđ eftir Jónas Hallgrímsson. Ţađ nefnist Ísland en ţekkist betur sem Ísland, farsćldar frón. Í ţví segir:

Ísland! farsćldarfrón
og hagsćlda hrímhvíta móđir!
Hvar er ţín fornaldarfrćgđ,
frelsiđ og manndáđin best?

Ţó blađamađurinn nefni ţađ ekki hafa stuđningsmenn fótboltafélagsins ábyggilega haldiđ áfram og flutt sjöunda erindiđ, harmţrungnir vegna örlaga félagsins:

Ţar stóđ hann Ţorgeir á ţingi
er viđ trúnni var tekiđ af lýđi.
Ţar komu Gissur og Geir,
Gunnar og Héđinn og Njáll.

Ég sé Englendinganna klćmast grátandi á sérnöfnunum. En svona er ţetta ekki ţví einn ritfćrasti blađamađur landsins skrifađi fréttina og hann leyfir sér svona skemmtileg stílbrögđ.

Fréttin er skemmtileg og fróđleg ţó svo ađ ég hafi enga samúđ međ fótboltafélaginu „Lídds“ og örlögum ţess. Nóg er af öđrum og miklu betri fótboltafyrirtćkjum. Spái ég ţví ađ félagiđ verđi ađeins einn vetur í efstu deild. Ţá munu stuđningsmennirnir kyrja ţetta:

Nú er hún Snorrabúđ stekkur
og lyngiđ á lögbergi helga
blánar af berjum hvert ár,
börnum og hröfnum ađ leik.

Má vera ađ stöku tár falli.

Tillaga: Engin tillaga.

3.

„Ekki er taliđ mennirnir séu slasađir en ađ ţeir séu orđnir kaldir og hraktir.“

Frétt á visir.is.                                    

Athugasemd: Hér er dálítil tilsögn í stíl. Fjórđa orđiđ í málsgreininni er og kallast samtenging. Á málinu.is segir um svona:

Samtenging, notuđ til ađ innleiđa aukasetningu (skýringarsetningu); tekur viđtengingarhátt af sögn sem fer á eftir.

Ţetta er afar merkilegt og fróđlegt.

Málsgreinin skiptist svona:

Ekki er taliđ
mennirnir séu slasađir [fyrri aukasetning]
en ađ ţeir séu orđnir kaldir og hraktir [seinni aukasetning].

Samtengin ađ, sem ţarna stendur fyrst, getur nýst fyrir báđar aukasetningarnar, og sú seinni vćri ţá svona:

en [orđnir] kaldir og hraktir 

Sumir myndu vilja halda sögninni í hornklofanum en ţađ er ekki nauđsynlegt. Međ breytingunni skerđist innihald málsgreinarinnar ekkert en hún er orđin hnitmiđađri og betri.

Svona er ekki óalgengt orđalag en byrjendur í skrifum átta sig ekki á ţessu nema ađ ţeir hafi tileinkađ sér bóklestur frá barnćsku.

Tillaga: Ekki er taliđ mennirnir séu slasađir en kaldir og hraktir.

4.

„Fólki finnst eflaust skrítiđ ađ Manhunt-serían haldi ekki bara áfram á Netflix, en breytingar urđu á sýningarađilanum í Bandaríkjunum.“

Frétt á visir.is.                                    

Athugasemd: Fréttin eđa greinin er ruglingslega og viđvaningslega skrifuđ, talsvert er um slettur. Er ekki „sería“ röđ sjónvarpsţátta sem tengjast, sjónvarpsţáttaröđ?

Hvađ á blađamađurinn viđ međ orđalaginu „breytingar á sýningarađilanum“. Breytti „sýningarađilinn“ um útlit, framkomu eđa eitthvađ annađ. Hafi„sýningarađili“ hćtt viđ ađ sýna sjónvarpsţćttina og annar byrjađ hefđi blađamađurinn átt ađ orđa ţađ ţannig en ekki rugla eins og hann gerir.

Er annars Netflix „sýningarađili“? Eitthvađ hefur hér misfarist í ţýđingu.

Í greininni segir:

Manhunt Unabomber ţáttaröđin var mjög vel heppnuđ, ţó hún hafi kannski ekki alveg náđ sömu hćđum og O.J. Simpson sería American Crime Story, sem eiginlega setti standardinn. 

Hvađ merkir ađ „ná sömu hćđum“? Er veriđ ađ tala um vinsćldir, fagleg vinnubrögđ, leik eđa eitthvađ annađ.

Og hvađ merkir ađ „setja standardinn“? Hvađ merkir orđiđ ţarna. Var ţađ höfundur handritsins, leikararnir, búningahönnuđirnir eđa framleiđendur hans sem „settu standardinn“? Blađamađurinn blađrar bara og skilur lesandann eftir skilningsvana.

Í greininni stendur:

Jewell fer beint íreyna ađ rýma svćđiđ og bjargar ţannig ótal mannslífum.

Ţetta er einfaldlega kauđalega orđađ og skilst ekki. 

Hér er önnur skrýtin málsgrein:

Međ ţessari leikgerđ atvikanna er ekki ađeins veriđ ađ rekja atburđi á spennandi máta, heldur er veriđ ađ skođa hluti sem hafa gengiđ úr liđ í Bandaríkjunum (og víđar). 

Ţetta er illa skrifađ.

Ţess vegna var ég ekkert sérlega spenntur ţegar ég hóf áhorfiđ 

Ekki er ţetta gott, „hefja áhorf“ í stađ ţess ađ horfa.

Margir byrjendur í skrifum halda ađ notkun nafnorđa sé merki um vandađan texta en svo er ekki.

Höfundur greinarinnar veit ekki ađ hann hefur skrifađ illa vegna ţess ađ enginn las yfir, enginn hjápar honum, bendir á yfirsjónir og leiđréttir. Allt bitnar ţetta á okkur, lesendum, en fjölmiđlunum virđist alveg sama.

Tillaga: Engin tillaga.

5.

„Ţá voru tveir fluttir á bráđamóttöku eftir ađ ţeir féllu á andlitiđ, annar í miđbćnum og hinn í Vesturbćnum.“

Frétt á visir.is.                                    

Athugasemd: Skyldu ţessir tveir hafa falliđ á sama andlitiđ?

Tillaga: Engin tillaga.

6.

Ekkert fréttnćmt gerđist á lögreglustöđ 2, sem sinnir Hafnarfirđi, Garđabć og Álftanesi og má ţví búast viđ ađ ţar hafi allt veriđ međ kyrrum kjörum í nótt.“

Frétt á dv.is.                                     

Athugasemd: Hvar er „lögreglustöđ 2“. Hef aldrei heyrt hennar getiđ hvađ ţá heiti hennar.

Fréttamat DV er skrýtiđ. Sé ekkert ađ frétta er ţađ taliđ fréttnćmt. Ţar ađ auki hefur ekkert gerst fyrst DV hefur ekkert heyrt. Skrýtiđ.

Líklega er orđalagiđ komiđ frá löggunni. Hún skrifar um ţađ sem gerist í svokallađa dagbók.

Venjulegast eru byrjendur á fjölmiđlunum settir í ţau leiđindi ađ skrifa löggufréttir. Ţeir grípa líka flestir til ţess ráđs ađ afrita ţađ sem löggan skrifar í dagbókina og birta síđan óbreytt, hvort sem ţađ er fréttnćmt eđa ekki. Ţar af leiđandi eru löggufréttirnar í öllum fjölmiđlum keimlíkar, leiđinlegar og í ţokkabót oft fávíslega skrifađar.

Dćmi: 

Löggan heldur ţví fram ađ póstnúmer í séu heiti á hverfum í Reykjavík og fjölmiđlar éta ţađ upp eftir henni. 

Aldrei eru lögbrjótar settir í fangelsi heldur „vistađir í fangaklefa“.

Sagt er ađ ţađ sé „fyrir rannsókn málsins“, rétt eins og eitthvađ annađ geti valdi ţví ađ fólk lendi í fangelsi.

Löggan hefur yfirleitt „afskipti“ af fólki. Sjaldan er annađ orđalag notađ. Hafi löggan „afskipti“ af manni sem ekur of hratt ţýđir ţađ á venjulegu máli ađ hann hafi veriđ stöđvađur.

Vandamáliđ er ađ blađamenn halda ađ löggan skrifi „gullaldarmál“ og eru ţví hvorki gagnrýnir á orđalag né efni.

Tillaga: Engin tillaga.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband