Lyfta meistaratitli, frumsýna nef, sökkhola og tćkla bolta

Orđlof

Skćra

Fariđ er ađ nota orđiđ skćruliđi og samsetningar međ ţví sem fyrri liđ um miđja 20. öld. 

Orđiđ skćra í merkingunni 'bardagi, deila, minni háttar vopnaviđskipti' er miklu eldra og ţekktist ţegar í fornu máli. 

Skćruliđar taka ţátt í skćruhernađi, en ţađ orđ er frá svipuđum tími og skćruliđi. Skćruhernađur er skilgreindur svo ađ áhersla sé lögđ á margar ađgreindar árásir, sem óvinurinn veit ekki hvar er ađ vćnta, og taka skćruliđarnir ţátt í slíkum árásum.

Vísindavefurinn.

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

„Leikmenn Liverpool lyftu enska meistaratitlinum eftir 30 ára biđ í gćrkvöld …“

Frétt á ruv.is.                                   

Athugasemd: Leikmennirnir lyftu bikarnum sem ţeir fengu til sönnunar um afrek sitt en titlinum lyftu ţeir ekki.

Ekki er hćgt ađ lyfta enskum meistaratitli né heldur öđrum titlum eđa vegtyllum vegna ţess ađ ţetta er allt óáţreifanlegt. Hins vegar fćst oft sönnun um árangur. Ţađ getur veriđ bikar, orđa, skjal eđa bara klapp ţeirra sem á horfa. 

Í fréttinni segir:

Enski deildarbikarinn var loks reistur á loft í gćr …

Sögnin ađ reisa er skyld sögninni ađ rísa. Hin fyrrnefnda merkir ađ byggja, rétta viđ, smíđa og svo framvegis. Síst af öllu er merkingin ađ hefja á loft, sem líklega var hugsun blađamannsins.

Bikarinn var ekki „reistur á loft“ heldur hófu leikmenn hann á loft, lyftu honum í fögnuđi.

Í fréttinni segir:

Hann kvađst stoltur ađ fá ţađ hlutverk ađ rétta bikarinn í hendur leikmanns Liverpool á ný.

Vera má ađ blađamađurinn sé vel ađ sér í ensku máli en hann virđist ekki góđur í íslensku. Ţetta er heimildin:

I will be a filled with pride to see this trophy back at Anfield and hand it over to Henderson, Jurgen …

Eftirfarandi hefđi veriđ skárra:

Hann kvađst stoltur ađ sjá bikarinn á ný á Anfield og afhenda hann leikmönnum Liverpool …

Gera má athugasemdir viđ fleira í fréttinni. Furđulegt er ađ enginn skuli lesa yfir fréttir fyrir birtingu. 

Tillaga: Leikmenn Liverpool lyftu Englandsmeistarabikarnum eftir 30 ára biđ í gćrkvöld …

2.

„Liverpool fékk enska meistaratitilinn afhentan í gćrkvöldi.“

Millifyrirsögn í Fréttablađinu, „Sport“ ţćtti.                                   

Athugasemd: Enska fótboltaliđiđ var fyrir löngu búiđ ađ tryggja sér sigur í úrvalsdeildinni, ţar međ var titillinn í höfn. Enginn afhenti liđinu titilinn enda er hann óáţreifanlegur. Hins vegar fékk liđiđ bikarinn í gćrkvöldi. Tvennt ólíkt, titill og bikar.

Í fréttinni er talađ um ađ „lyfta meistaratitlinum“. Ţađ er ekki hćgt ţó auđveldlega megi lyfta bikarnum sem sigurvegarinn fćr.

Í fréttinni segir:

Stan Collymore kom fyrir metfé og skorađi sigurmark gegn Newcastle …

Blađamađurinn heldur ađ metfé ţýđi meiri peningar en áđur hafa ţekkst. Ţađ er rangt.

Á máliđ.is segir:

Sérstaklega gott húsdýr eđa góđur gripur: forystusauđir ţóttu metfé.

Stan Collymore hlýtur ađ hafa jarmađ af gleđi eftir markiđ.

Gera má athugasemdir viđ fleira fréttinni og ekki frekar en á öđrum fjölmiđlum eru fréttir lesnar yfir og leiđréttar á Fréttablađinu

Tillaga: Liverpool fékk enska deildarbikarinn afhentan í gćrkvöldi.

3.

„Tvö morđ fram­in í Árós­um.“

Fyrirsögn á mbl.is.                                    

Athugasemd: Ţetta er síđur en svo rangt orđađ. Hins vegar má alveg skrifa eins og segir í tillögunni hér fyrir neđan. Raunar er hún miklu betri.

Margir blađamenn vilja frekar nota nafnorđ en sagnorđ. Byggir ţó íslenskan á ţeim síđarnefndu.

Tillaga: Tveir myrtir í Árósum.

4.

„Dótt­ir­in frum­sýn­ir nýja nefiđ.“

Fyrirsögn á mbl.is.                                    

Athugasemd: Ekki veit ég lengur hver fréttastefna Moggans er, fréttin er líklega í samrćmi viđ hana. Hvort á mađur ađ hlćgja eđa gráta?

Kunningi vakti athygli á nebbafréttinni og segir á Facebook:

Kíkiđ endilega á liđinn "Ríflega miđaldra" á mbl.is á morgun en ţar mun ég frumsýna alveg nýtt grátt hár.

Varla hćgt ađ toppa ţetta.

Tillaga: Engin tillaga.

5.

Akkúrat á ţessum stađ er sökkhola sem myndast greinilega ţegar ţađ rignir.“

Frétt á visir.is.                                      

Athugasemd: Ekki er ljóst hvađ „sökkhola“ er. Samkvćmt orđsins hljóđan hlýtur ţađ ađ vera hola sem sekkur ţegar rignir. 

Líklegra er ađ á veginum myndist einfaldlega hola í rigningartíđ ţegar jarđvegur skolast í frá.

Blađamanni ber ađ lagfćra orđalag viđmćlanda síns skiljist hann ekki vel.

Í fréttinni segir:

Rétt áđur en viđ lögđum af stađ voru allir kátir en svo allt í einu hverfur hesturinn međ knapann.

Eftir hreyfimyndinni sem fylgir fréttinni ađ dćma, hvarf hvorki hesturinn né knapinn. Einnig fylgir mynd af holunni og hún er svo lítil ađ útilokađ er ađ hestur og mađur komist ofan í hana. Eitthvađ er orđum aukiđ í fréttinni.

Tillaga: Ţarna myndast hola ţegar rignir.

6.

„Hann var snöggur aftur á fćtur og tćklađi boltann í Alexander Helga Sigurđarson og aftur fyrir.“

Frétt á visir.is.                                      

Athugasemd: Stundum skiljast ekki íţróttafréttir í fjölmiđlum. Blađamönnum er svo mikiđ niđri fyrir ađ ţeir mega hvorki vera ađ ţví ađ vanda sig né lesa yfir fréttina fyrir birtingu.

Tćkla er komiđ af enska orđinu „tackle“ og merkir í fótboltanum ađ stöđva, ráđast á eđa koma í veg fyrir.

Ofangreind tilvitnun er illskiljanlegt, sérstaklega ţetta ađ tćkla bolta. Hér er tilvitnunin í ítarlegra samhengi:

Á 68. mínútu komst Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliđi Breiđabliks, í góđa stöđu en Ívar Örn Jónsson, vinstri bakvörđur HK, stöđvađi hann međ góđri tćklingu. Hann var snöggur aftur á fćtur og tćklađi boltann í Alexander Helga Sigurđarson og aftur fyrir.

Fyrst tćklar Ívar Höskuld og svo boltann. Skilur einhver ţetta? Nei, varla. Ţetta er bölvađ bull. „Aftur fyrir“ hvađ? Völlinn, manninn, mennina ?

Tillaga: Engin tillaga.

7.

Eldsmiđjan á Dalvegi í Kópavogi var lokađ fyrr á ţessu ári.“

Frétt á vb.is.                                       

Athugasemd: Mikilvćgt ađ fallbeygja. Ungt fólk sem er frábćrt í ensku gleymir ţessu oft, jafnvel í stuttri setningu eins og ţessari.

Í fréttinni segir:

Ţetta eru stađir sem voru báđir ađ fá mikiđ af ferđamönnum og lifđu ađ miklu leyti á ferđaţjónustunni. 

Blađamađurinn skrifar nákvćmlega upp eftir viđmćlanda sínum. Hann hefđi átt ađ leiđrétta orđ hans. Ţetta er skárra:

Báđir stađirnir voru vinsćlir hjá ferđamönnum og áttu líka mest allt undir ţeim.

Ekki fer vel á ţví ađ nota vera + nafnhátt sagnar, „vera ađ fá“. Betra er hafa fengiđ.

Ekki er rangt ađ segja „mikiđ af ferđamönnum“ en óneitanlega betra ađ tala um marga ferđamenn.

Í fréttinni stendur:

… segir ástćđuna fyrir lokun stađanna í miđbć Reykjavíkur mega rekja til ţess ástands sem skapast hefur vegna COVID-19.

Einfaldara er ađ orđa ţetta ţannig.

… segir ađ stöđunum hafi veriđ lokađ vegna Covid-19.

Nafnorđasýkin birtist í „lokun stađanna“ og „ţess ástands sem skapast hefur.

Tillaga: Eldsmiđjunni á Dalvegi í Kópavogi var lokađ fyrr á ţessu ári.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđmundur Ásgeirsson

Símar rutt tölvum af stalli - Viđskiptablađiđ

...hvernig símarnir hafa rutt hefđbundnum tölvum af stalli sem viđtökutćki til fréttalesturs.

Kannski blm. sé líka međ handbremsuhemil í bílnum sínum?

Tillaga: viđtćki.

Guđmundur Ásgeirsson, 25.7.2020 kl. 18:09

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband