Vindstillur, einstaklingsframtök, forvöl og sérstök vonbrigđi

Orđlof

Hinn tvítugi 

Oft er umfjöllun um menn eitthvađ á ţessa leiđ: 

„Hinn 20 ára gamli námsmađur, NN, er talinn hafa ekiđ bílnum.“ 

Hér eru orđin íslensk, en setningafrćđileg skipan ţeirra er ţađ ekki. 

Fyrri hluti ţessarar málsgreinar á sér erlenda fyrirmynd: 

„The 20-year-old student, NN“ . 

Mćlt er međ ţví ađ haga hér orđum í samrćmi viđ íslenska málvenju: 

Taliđ er ađ NN, tvítugur námsmađur, hafi ekiđ bílnum. 

Hćgt er ađ orđa ţetta á ýmsa fleiri vegu.

Gott mál. Ábendingar um algengar ritvillur og hnökra á máli og stíl. Ólafur Oddsson. Menntaskólinn í Reykjavík 2004.

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

„Grjót­hrun úr Gjög­ur­tánni eft­ir jarđskjálfta í júní.“

Myndatexti á mbl.is.                                   

Athugasemd: Á myndinni sést rykmökkur, líklega vegna skriđufalls í fjalli sem heitir Gjögur en Gjögurfjall á nokkrum kortum. Gjögurtá er lítiđ nes nyrst á fjallinu. Ţađ er lítiđ og láglent. Úr ţví falla ekki svona skriđur.

Ekki fer vel á ţví ađ nota ákveđinn greinir međ örnefnum. 

Blađamađur á ađ fara rétt međ örnefni. Afar auđvelt er ađ finna ţau á vefkortum frá Landmćlingum og Loftmyndum.

Tillaga: Grjót­hrun úr Gjög­ri eft­ir jarđskjálfta í júní.

2.

„Búist er viđ vindstillum í nćstu daga.“

Fréttir kl. 19:00 í Ríkissjónvarpinu 19.7.20.                              

Athugasemd: Fréttaţulurinn bođađi ekki ađ:

    1. stillur
    2. veđriđ myndi lćgja
    3. veđriđ gengi niđur
    4. veđriđ myndi kyrrast
    5. svo framvegis

Nei, „vindstillur“ varđ ţađ ađ heita. Ég ţekki ekki ţetta orđ og er eiginlega sleginn „orđstillu“.

Ekki verđur „vindstilla“ heldur, logn eđa dúnalogn, blćjalogn, lygna, stillilogn, hvítalogn og svo framvegis. 

Tillaga: Búist er viđ ađ lygnu nćstu daga.

3.

„Smyrill varđ bíl bráđ.“

Fyrirsögn á frettabladid.is.                               

Athugasemd: Ţetta er ekki rétt notkun á nafnorđinu bráđ. Á máliđ.is segir um orđiđ:

Veitt dýr, (hrátt) kjöt af veiddu dýri; ćti, fengur.

Fugl getur ekki veriđ bráđ bíls. Međ ţví er veriđ ađ snúa hefđbundinni merkingu á hvolf en líklegast er ţetta bara ţekkingarleysi blađamannsins. Bíll hvorki veiđir né drepur vegna ţess ađ honum er stjórnađ af ökumanni.

Tillaga: Dauđur smyrill á ţjóđvegi.

4.

„Of mikiđ um ein­stak­lings­fram­tök.“

Millifyrirsögn á mbl.is.                                

Athugasemd: Blađamenn eiga ađ vita ađ nafnorđiđ framtak er ađeins til í eintölu. Eitthvađ alvarlegt er ađ á Mogganum ef menn vinna ţar í nokkur ár án ţess ađ vita ţetta og annađ álíka.

Fyrirsögn fréttarinnar er ţessi:

Risa­stór yf­ir­lýs­ing í Kópa­vogi.

Breiđablik vann Val međ fjórum mörkum gegn engu í fótbolta. Séu úrslitin „yfirlýsing“ af hverju segir blađamađurinn ekkert frekar um hana eđa hvers vegna hann kallar úrslitin ţessu orđi?

Í fréttinni segir:

… en illa gekk ađ reyna al­menni­lega á Sonný Láru Ţrá­ins­dótt­ur í marki Breiđabliks …

Hér er ábyggilega átt viđ ađ markmađurinn ţurfti ekki ađ beita sér ađ ráđi. Af hverju er ţađ ţá ekki sagt? Svona lođiđ og ómerkilegt orđalag er algengt hjá íţróttablađamönnum og er síst af öllu hjálplegt fyrir lesendur. 

Einnig segir í fréttinni:

… eft­ir huggu­lega send­ingu Öglu Maríu.

Skrýtiđ orđalag, ekki alveg ljóst hvađ átt er viđ.

Valskon­ur eru ekki ađ ná ađ ógna nćgi­lega mikiđ …

Ţarna hefđi veriđ gráupplagt ađ stytta málćđiđ og segja:

Valskon­ur ógna ekki nćgi­lega mikiđ …

Nota eitt sagnorđ ekki hjálparsögn og tvo nafnhćtti.

Tillaga: Of mikiđ um ein­stak­lings­fram­tak.

5.

„Kveikti í síga­rettu međ gaskút í bíln­um.“

Fyrirsögn á mbl.is.                              

Athugasemd: Fullyrđa má ađ ekki sé hćgt ađ kveikja í neinu međ gaskút. Líklegasta skýringin er ađ mađurinn sem frá segir í fréttinni hafi kveikt í sígarettu á „hefđbundinn“ hátt inni í bílum og ţá sprakk kúturinn.

Í fréttinni stendur:

… ađ gaskút­ur hafi veriđ inni í bif­reiđinni sem all­ar lík­ur séu á ađ teng­ist spreng­ing­unni …

Ţetta er nokkuđ skondiđ. Hafi gaskúturinn ekki veriđ í bílnum hvađ hefđi ţá getađ valdiđ sprengingunni?

Tillaga: Kveikti í síga­rettu ţrátt fyrir lekan gaskút í bíln­um.

6.

„Nokkrir fylgjendur QAnon hafa fengiđ framgang í forvölum Repúblikanaflokksins fyrir ýmis embćtti ađ undanförnu.“

Frétt á visir.is.                              

Athugasemd: Forval er ekki til í fleirtölu, sjá hér. Ţađ ruglar hins vegar ađ nafnorđiđ val er til í bćđi eintölu og fleirtölu. Vel lesnir blađamenn og ađrir eiga ađ vita ţetta.

Hvađ merkir ađ „fá framgang“? Lesandi fréttarinnar ţarf ađ hugsa sig um og giska á merkinguna. Veriđ gćti ađ blađamađurinn eigi viđ ađ frambjóđendur hafi náđ árangri í forvali. Hann er hins vegar smitađur af nafnorđasýkinni.

Tillaga: Engin tillaga.

7.

„Ţađ eru sérstök vonbrigđi ađ ţau ákvćđi sem brýnast er ađ breyta mćta afgangi.“

Leiđari Fréttablađsins 22.7.20.                             

Athugasemd: Hver er munurinn á vonbrigđum og „sérstökum vonbrigđum“? Enginn. Líklega er ţetta sérstaka bara pólitísk orđlag, tuđ, sem hljómar ţokkalega í talmáli en illa í rituđu.

Lýsingarorđiđ sérstakur er eiginlega litlaust, er ekki lýsandi eins og flest önnur lýsingarorđ. Oft er sagt ađ mađurinn sé sérstakur. Ţetta er óskiljanlegt og enn síđur ađ hann sé sérstakari eđa sérstakastur.

Varla er hćgt ađ segja ađ stigbreyting lýsingarorđsins sé skemmtilegt, ţađ er ađ eitthvađ valdi sérstakari vonbrigđum eđa sérstökustum vonbrigđum.

Lýsingarorđiđ sérstakur á betur viđ ţegar veriđ er ađ lýsa stöđu, eins og sérstakt eyđublađ, sérstakur taflmađur en ekki sem lýsing á eiginleikum fólks.

TillagaŢađ eru vonbrigđi ađ ţau ákvćđi sem brýnast er ađ breyta mćta afgangi.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband